Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 15
FÉLAGSBRÉF 13 (lrœtti valds á liendur fárra eða eins manns eru skorður reistar og eng- um einum aðila er kleift að ná alvaldstaki á livorutveggja, fé og fjöri landsþegnanna. Stjórnmálabaráttan fer fram fyrir opnum tjöldum, að verulegu leyti a. m. k. og þó að litlir pólitíkusar séu alltaf öðru hvoru með tilburði í einræðisátt og láti misþokka sinn á vanþóknanlegum per- sónum óspart í 1 jós, ýmist á hlægilegan hátt svo sem með því að láta niður falla kveðjur og eðlilega kurteisi eða alvarlegan hátt — með því að skeyta skapi sínu á ópólitískum málefnum og láta þau gjalda, þá eru slíkir pólitíkusar að jafnaði einmitt of litlir karlar til þess að geta orðið að stórnm liáska. Dómstólar eru óháðir, lúta ekki duttlung- um eða geðþótta valdliafans, og þótt foringjar sterkra flokka eða aðrir, sem mikið eiga undir sér, liafi ýmis úrræði til þess að hagnast á að- stöðu sinni og lilífa sér sjálfum og nákomnum sökudólgum og glæfra- mönnum og koma þeim undan laganna vendi, þá eru slíkt undan- tekningar, alvarlegar að vísu, en ekki megnugar þess að svipta réttar- ríkið grunni sínum. Einræðisstefnur aftur á móti virða engar hömlur, hvorki í orði né á borði, valdið er það markmið, sem helgar öll meðul, vald flokks- ins, sem í reyndinni er sama og vald flokksforustunnar. Stjórnmál í þingræðislöndum eru menguð macchíavellískum anda, ofbeldisstefpur eru gagngert mótaðar af honum, þær eru maccliíavellískar af nauðsyn. Leið þeirra til valda er og lilýtur að vera stikuð að slíkum hætti og meðferð þeirra á völdum, þegar þeim er náð, á sömu lund. Um þetta eru einræðisstefnur vorrar aldar með sama marki brenndar, kommún- isminn þar með og rækilega. Hann liefur til mikillar hlítar mótað hugsun fyrirliða sinna eftir slíkum kenningum, því að hann liefur frá öndverðu bitið sig í þá sannfæringu, að hinni miklu hugsjón hans verði ekki fram komið nema með grimmilegri liörku. Til afsökunar má segja það, að byltingin er styrjöhl að skoðun bylt- ingamannsins og lýtur lögum styrjaldar, en þau lög eiga ekkert skylt við siðgæði, þar miðast allt við árangur. Ég lield, að þau „herfilegu glæpaverk“, sem framin hafa verið í „alþýðulýðveldunum“, séu engin tilviljun, heldur bein og óhjákvæmileg afleiðing þess pólitíska upp- eldis, sem kommúnistaflokkurinn hefur látið í té, ávöxtur kenninga, sem hann hefur liamrað inn í hugmyndakerfi sitt og talið óyggjandi visindi, eins og annað í fræðum sínum, óhagganlega nauðsvn á þessu stigi hinnar dialektísku framvindu. Með þessu er ég ekki að segja, að kommúnisminn sé sneyddur siðgæðislegum verðmætum, hann er að upphafi vaxinn af sterkri réttlætiskennd, innblásinn af vandlætingu

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.