Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 16
14 FÉLAGSBRÉF vegna óliæfilegs misréttis og þrælkunar og margir liafa vafalaust fylgt honum af falslausuin eldmóði og einlægum umbótavilja. En ofsatrú hans á leið ofbeldis og liermdarverka til sigurs hefur valdið því, að liann þróaði með sér það pólitíska djöfulæði, sem vakið hefur „við- bjóð og reiði lieiðarlegs fólks um lieim allan“ og virðist nú loksins hafa valdið felmtri í Rússlandi sjálfu og dótturríkjum þess. Það er ekki ástæða til þess að hlakka yfir þessu. Því fer fjarri. Það er eitt mesta slys mannkynssögunnar, að þessi hreyfing, sem vildi hefja merki lítilmagnans, hins arðrænda og undirokaða og liefði haft skilyrði til þess að verða nýtt salt í mannfélögum nútímans, skyldi tileinka sér hið versta úr erfðum pólitískrar siðfræði — auk þess sem hún svelgdi tímabundna og grunnfæra trúarbragðatúlkun og guðsafneitun og hóf þetta upp í veldi óliagganleikans. Og þó er þetta ekki hið eina, sem öfugt stefnir í stafrófi kommúnískra fræða og stýrir þeirri miður góðu lukku, sem fylgir honum. IV. Þess var getið í fréttum, að rússnesku ráðlierrarnir, sem heimsóttu Breta á dögunum, hafi lagt sveig á leiði Karls Marx, en hann hvílir í Lundúnum þar sem liann bjó lengstum. Það var eðlilegt, að ráðherr- arnir vildu lieiðra gröf Marx. Kenning hans, eins og liún hefur verið út lögð af Lenin og síðar Stalin, er hin opinbera lífsskoðun þjóðarinn- ar. Enginn kemst til neinna álirifa án þess að sanna marxískan rétttrún- að sinn og andmæli jafngilda landráðum. Þetta er á sama veg í öllum liinum s. n. alþýðulýðveldum. Sú spurning flögrar oft fyrir, hvað Marx (og vini lians, Engels) myndi veröa, ef liann mætti líta yfir þann heim, sem liefur verið um- steyptur í nafni lians. En það væri líka ástæða til þess að spyrja þeirrar spurningar, livort liann sé sjálfur án saka um ólieillir þeirrar stefnu, sem einstrengilegast liefur viljað trúa á liann og fylgja lionum. Ég hygg, að því fari fjarri, en hins er og að minnast, að Marx stendur á annarra lierðum um það margt, sem vafasamast er í kenningum hans. Hann er lánþegi Hegels um grundvallarlnigtök lieimspeki sinnar, liinn- ar dialektísku efnishyggju. Dialektík Hegels er tiltekin rökfræðileg for- múla, sem á að fela í sér frumlögmál þróunarinnar, en það lögmál er fólgið í því, að liver lilutur liefur í sér sína eigin mótsögn, X er sama sem X, en um leið er það annað en X, því að það býr yfir mótsögn sjálfs sín. 1 samræmi við þetta taldi Hegel sig hafa fundið upp lireyfan- legt rökfræðikerfi, ekki kyrrstætt, eins og liin forna, klassíska rök-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.