Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 15 fræði er. Marx byggir sína heimspeki á þessu. Það munu flestir viður- kenna nú, að liann liafi af snilligáfu vakið athygli á álirifum efnislegra staðreynda — atvinnuhátta, efnahagsmála, þjóðfélagsaðstæðna yfirleitt — á sögulega þróun, þó að liann, og þó einkum fvlgismenn lians marg- ir, hafi talið þau áhrif altækari en rök eru fyrir. Hvort dialektíkin er allslierjar lykill að þróun sögunnar, það er svo enn annað mál, og læt ég það liggja milli liluta. En mér virðist sem hinn dialektíski skiln- ingur geti haft næsta óheppileg áhrif á siðfræðina. Ef hin lireyfanlega rökfræði fer að fást við hugtök eins og réttlæti, miskunnsemi, mannúð, frelsi, þá geta þau skipt um ham í hinum dialektíska „process“ og jafn- vel samrýmzt athöfnum, sem að ódíalektískum skilningi eru þveröf- ugar andstæður réttlætis, miskunnsemi, mannúðar, frelsis, og það, sem satt var í gær, getur verið ósatt í dag. Það er hægt að styðja þetta dia- lektískum rökum. Nú væri eðlilegt að draga þá ályktun af þessu, að allt sé tvímælum bundið, allar skoðanir álitamál, enginn fullgildur sann- leikur, m. ö. o. engin kórvilla eða villutrú, en eigi að síður er villutrúar- liugtakið næsta fyrirferðarmikið í kommúnískum ríkjum og umburð- arleysið dæmafátt. En það stendur í sambandi við kenninguna um dia- lektíska framvindu. Skoðun er ekki röng vegna þess sem liún felur í sér, heldur vegna þess, að liún kemur fram á skakkri stundu, á óheppi- legum tíma. Réttmæti skoðunar fer eftir því, livort hiin er á sínum rétta stað í þróuninni eða ekki. En hver dæmir um þetta? Það hlýtur flokksforustan að gera. Marxískur kommúnismi kemst m. ö. o. varla af án þess að styðjast við óskeikult úrskurðarvald. Enn er annar erfðahluti, sem Marx liafði úr búi Hegels, en það er trúin á liið guðdómlega ríki. 1 ríkinu er andinn, sem í öllu og alls staðar býr, holdi klæddur, sagði Hegel, og sérstaklega í hinu prúss- neska ríki samtímans. Hið sanna frelsi er fólgið í undirgefni undir ríkisvaldið, því að eiginlegur vilji mannsins birtist í vilja ríkisins. 1 ríkinu er liugsjónin veruleiki, segir Marx, þ. e. ríki framtíðarinnar, sem raunar er ekki ríki í þeirri merkingu, sem vér þekkjum það liug- tak, það er stéttlaus tilvera, án arðráns, og þegar dagur þeirrar tilveru rennur, er allt ríkisvald óþarft. Byltingin og alræði öreiganna er hrika- legur forleikur áður en sinfónía þessarar alsælu getur hafizt. Um- skiptin liljóta að vara um nokkurt skeið, en alræðisríki öreiganna er þess um komið að skila mannkyninu í þessa öruggu höfn. Meira hlut- verk liefur engri byltingu og engu ríki verið ætlað og það er þessi hilling, sem svífur fyrir sjónum þeirra, sem málum hafa stýrt í alræð- isríkjum kommúnismans og hún hefur réttlætt öll glæpaverkin. Ég

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.