Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉF veit ekki, livort Stalin liefur trúað lengur á liina fögru hugsjón, en svo mikið er víst, að persóna hans og öll hans verk liafa verið iklædd ljóma hennar, allt atliæfi lians og þeirra, sem vaxið liafa upp í skjóli lians, hefur verið umvafið töfraslikju þessarar fyrirheitnu framtíðar, og út á innstæðu hennar liafa valdhafar þessara austrænu ríkja heimt- að og fengið — ekki viðbjóð og fyrirlitningu, heldur aðdáun og lotn- ingu skoðanabræðra sinna út um allan heim. Og ég spái því, að þeir séu enn æði margir, sem í liuga sínum afsaka, fegra og réttlæta við- bjóðinn, sein nú hefur aflijúpazt að nokkru, með hinu gamalkunna marxíska slagorði: Alræði öreiganna. Þetta alræði er algervast stjórnarfar sinnar tegundar, sem sögur fara af. Einræði í ýmsum myndum liefur svo sein átt sér stað áður í sögunni, en alræði ríkis gat aldrei orðið veruleiki fyrri en með tækni nútínians og þá fyrst er það fullkomið, þegar allt auðmagn er komið í sömu greipar. I alræðisríkjum 20. aldar liefur einn flokkur útnefnt sig til þess að vera þjóðin, þ. e. sá kjarni liennar, sem liugsar, skilur þjóðfélagsmálin og kann með þau að fara. Rödd flokksins -—• og hann hefur aðeins eina rödd — segir síðan við lýðinn: Það, sem ég vil, það verður þú að vilja, því að það er þinn eiginn innsti vilji, þó að þú skiljir það ekki, mér er fengið það vit, sem þú ættir að liafa, hér er lieili þinn og allar eðlilegar tilfinningar, ef þér finnst annað, þá er það misskilningur, óstéttvísi, borgaraleg ólyfjan innvortis. Þér er fyrir beztu að taka þetta trúanlegt, og ef þú þverskallast, þá er þér og öðr- um hollast, að þú hverfir. Á liverri stundu er hægt að framkvæma þessa velferðarpólitík, ræna þegninn frelsi, færa liann að lieiman, reka liann í útlegð, svipta liann lífi. Alræðisríkið liefur alltaf rétt fyrir sér gagnvart þegninum, í smáu sem stóru, því að valdliafinn ákveður blátt áfram, livað sé rétt og livað rangt, en sjálft er ríkið af engum lögum bundið né réttarreglum, það getur sett sig yfir sín eigin lög, ef því er að skipta, og liefur svo ná- kvæma forsjá fyrir lýðnum, að opinberar kenningar gilda um það, hvað sé liungur og nekt og kuldi, og livað sé fullsæla matar og fjár, en ekki tilfinning alþýðu fyrir þessu. Réttarhöld má liafa í málum þeirra, sem vanþóknanlegir eru, en það breytir engu til eða frá um málalok, þau eru fyrirfram ráðin. Bæði á Þýzkalandi nazismans, á Italíu og Spáni fascismans liafa flokksdómstólar og s. n. alþýðudóm- stólar fjallað um mál pólitískra andstæðinga, en auk þess liafði leyni- lögreglan óbundnar liendur, gat tekið menn fasta, dæmt þá og tekið af lífi án alls tillits til laga og réttar. Slíkum aðferðuin hefur þó livergi - ---

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.