Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 22
20 FÉLAGSBRÉF Stalin komizt tiltölulega snemma í tölu fordæmdra, ef Lenin liefði lifað lengur, nema Stalin hefði orðið lilutskarpari, sein víst er hugs- anlegt, sbr. Trotskij. Enginn frýr Lenin vits né viljaþreks — og ekki Stalin lieldur. En mann klígir við þeirri dýrkun, sem Lenin hefur notið. Og ef sú tilbeiðsla á ekki að teljast sams konar og sú persónu- dýrkun, sem nú liefur verið lýst í hann, hvers kyns er hún þá? Enginn veit tölu þeirra, sem látið liafa lífið vegna trúar sinnar á valdaárum Lenins og Stalins. Stalin kom á og skipulagði fangabúðirnar og liefur með ágætum árangri keppt við Hitler á því sviði og komizt langt fram úr honum, enda langlífari. Þrælkun fanga í risavöxnum stíl liefur verið ríflegur þáttur í rússneskum búskap og framleiðslu, lieilar sveitir, lieil liéruð liafa verið lögð undir þrælabúðir og þetta þrælahald hefur gert ýmsar stórframkvæmdir Stalins kleifar. Gefið var í skyn sköminu eftir dauða Stalins, að þessir vinnuþrælar yrðu leystir úr ánauðinni, en það liefur dregizt. „Sannleiksframleiðslan“ er verk Stahns, þ. e. að láta meðhöndla staðreyndir sögunnar eftir geðþótta — yrkja hana upp. Hér með telst liin alræmda, rússneska alfræðabók og liin flokkslega uppáskrifaða þjóðarsaga — að stórum lilutum sögulegar falsanir. Og tvennt setur öðru framar svip á þessar bókmenntir, persónudýrkun og liatur á um- heiminum. Á nú að endursemja þessar bókmenntir? Eða á rússneskur æskulýður enn um langa framtíð að hljóta vitneskju sína um vestræn lönd úr kennslubókum frá Stalin-tímabilinu? Þá verður ekki liin stór- lega vaxandi lestrarkunnátta sovétþjóðanna til eflingar friðsamlegri hugsun í veröldinni, livað sem öðru líður. Stalin liefur — með blóði — skráð stóran og átakanlegan kapitula í sögu kúgunarinnar í lieiminum, aldrei í sögunni var verra að vera smár í nánd við stóran — en það var smáþjóðunum við Eystrasalt að skipta við Stalin. Það gleymist ekki, að þau verk lögðu sitt til töfra- bjarmans, sem lék um persónu lians í augum dýrkenda. Þeir voru fleiri, stjórnmálamennirnir, sem léku tveim skjöldum, er síðasta styrj- öhl fór að — eins og löngum endranær, en þeirri staðreynd verður aldrei liaggað, að það var Stalin, sem fékk Hitler trompið að síðustu, þeir skiptust á tígulkóngum, rússnesku ogþýzkudiplómatarnir ogeinvaldarn- ir, og livorugur liirti um, þótt þeir spiluðuuppásálusínaoghefðufjand- ann í spilinu. Með blessun Stalins og á lians ábyrgð geystust hersveitir Hitlers yfir álfuna enda á milli, lögðu Danmörk undir hann, lögðu Noreg undir hann. Stalin — ásamt Mólotoff — gaf Hitler svigrúm, liann sleppti djöflinum lausum. Rússneska pólitíkin í stríðsbyrjun er eitt

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.