Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 23
FÉLAGSBRÉF 21 það kaldrifjaðasta atferli, sem stórveldi hefur leyft sér. Dýrkendur Stalins hér sem annars staðar höfðu skýringar á reiðum höndum: Realpólitík, Stalin sér í gegnum allar blekkingar auðvaldsríkjanna, og hann teflir sína skák, kalt og raunsætt, og má ekki láta sig muna um smámuni, þegar framtíð kommúnismans og þar með mannkynsins er í veði. Nú er upplýst í hæstu höfuðstöðvum, að þetta var líka ósatt, Stalin trúði Hitler, trúði á sinn tígulkonung, var alls óviðbúinn árás hans. Enda sagði Mólotoff, þegar einræðisríkin höfðu skriðið saman: „Griðasáttmáli Ráðstjórnarríkjanna og Þýzkalands táknar þáttaskipti í þróunarsögu Evrópu, þáttaskipti til batnandi samkomulags miRi tveggja stærstu ríkja Evrópu“. Batnandi samkomulag milli Þýzka- lands nazismans og Rússlands kommúnismans! Annað livort bjó undir þessu stórfeRdustu svik sögunnar eða fúlasta hræsni. Allt liefur verið varið, aUt hefur verið vegsamað, sem Stalin liefur gert, því að liann gerði það í nafni kommúnismans. En sannleikurinn er sá, að saga hans hefur linekkt kommúnismanum, þrátt fyrir þau stórauknu völd, sem hann hefur komizt yfir í kjölfar síðustu styrj- aldarúrslita. Kommúnisminn liefur glatað möguleikum sínum til þess að mæla með sér sem málsvara smælingja og undirokaðra og merkis- bera réttlætis. Það var enginn móðursjúkur auðvaldsjarmur einn, sem upp liófst haustið 1939, það var lieilbrigð og sönn samúð með lítil- magna. Það er ekki heldur einber auðvaldsskinhelgi, sem fordæmt hefur meðferðina á Eystrasaltsþjóðunum, það var og er lieilbrigð og sjálfsögð fyrirlitning og viðbjóður á djöfullegum fantaskap, fantaskap, sem nýlendukúgun og yfirgangur annarra stórvelda réttlætir ekki, þó að það sé liins vegar satt, að t. d. brezkir og franskir stórveldissinnar og kúgarar og þeirra fylgjarar séu litlir menn til þess að fyrirdæma slíkt. Manndrápin í Alsír og á Kýpur — svo að það eitt sé nefnt — eru ekki lieppileg árétting vestrænnar hollustu við réttlæti og mannúð. En livað sem því líður: Þá fyrst er Stalin og verk lians metin að verðleikum, þegar þær þjóðir, sem kúgaðar hafa verið eða vélaðar undir Rússa á valdatíma hans eru frjálsar aftur, allir útlagarnir, bæði þeir, sem þrælk- aðir eru í Rússlandi sjálfu og liinir, sem eru forflótta út um öll lönd, lieimkomnir og óhultir í sínum eigin löndum, frjálsir. VII. Kommúnisininn hefur ekki staðið við loforð sín, ekki á neinu sviði. Og það er spurning, hvort afneitunin á Stalin verður ekki að skoðast sem játning þeirrar staðreyndar. Sjálfsagt vilja þeir, sem nú tóku að

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.