Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 26
24 FÉLAGSBRÉF ur að aflijúpast með skelfingu og standi þér þá allir uppi sem ginn- ingarfífl, ef þér stillið eigi lofi yðar í lióf. Þetta gerðist ekki. Mér finnst óskiljanlegt, ef ekki bærist einhvers staðar sársauki eða ásökun yfir þessu í barmi þeirra, sem í góðri trú á lieiðarleik kommúnískra yfirforingja hafa skrifað, talað, ort og sungið öllu til varnar, lofs og dýrðar, sem vaxið hefur á akri Stalins, en fá nú fyrst að heyra, að þeir liafi mjög svo ófyrirsvnju lagt þetta á sig og talað stórlega af sér. Þótt ekkert væri annað en þetta blygðunarlausa tillits- leysi við grunlausa jábræður víðsvegar um heim, þá hlýtur það að vekja viðbjóð og reiði. Og ég vil spyrja: Ætla menn að trúa þeim áfram, sem tala úr Kreml, í nafni Moskvu, sem útþýðendur hinna dýpstu pólitísku raka? Hverjir eru svo geðlausir og auðmjúkir, að þeir hljóti ekki að segja: Nei, liér með er lokið vorri fylgd við vður, virðulegir meistarar Kremlar-halla. Héðan af munuin vér hlíta forsjá eigin sam- vizku, yðar samvizka liefur hrugðizt oss, eigið hana sjálfir og einir. Það liefur margt lieilbrigt og jákvætt vakað í vonum og draumum þeirra manna margra, sem liafa vænzt þess að heimurinn myndi taka gagngerum stakkaskiptum til bóta fyrir tilverknað sósíalismans. Og und- ir merkjum jafnaðarstefnunnar hefur þjóðfélagsmálum vestrænna landa vissulega verið þokað frain. En ekki litséð um það, að vér komumst ekki til fyrirheitna landsins undir kommúnískri forustu? Og þó að ekki væri öll von úti um það, hver vill samt kjósa nokkra þjóð undir örlög slíkrar ógnarstjórnar, sem Rússar liafa átt við að bíia og fylgiríki þeirra ? Um það leyti, sem stórfréttirnar voru að berast að austan, hitti ég góðkunningja minn að máli. Sakir fyrri kynna af honum, liafði ég allríka ástæðu til þess að ætla, að lionum væri þungt í skapi vegna þessara tíðinda, en jafnframt gerði ég ráð fyrir að heyra hjá lionum einhverjar skýringar og málsbætur. En liann sagði: Þetta eru voða- legar fréttir, en það er þó eitt gott við þær: Þær gera marga frjálsa. Þarna er maður ár eftir ár búinn að hlusta á og trúa á þessa postula, þessar hávísindalegu útlistanir, eftir formúlum marxismans, á öllum viðburðum, þannig liafa þeir sannað manni, að allt hið ótrúlegasta hafi verið söguleg nauðsyn, og þegar maður hotnaði hvorki upp né niður í skýringunum, taldi maður víst, að það stafaði af því, að maöur væri of lieimskur og of illa upp lýstur sjálfur, því að sannfæringarkrafturinn var svo mikill og fræðimennskublærinn, lieimspekin svo djúpfundin og háfleyg. En nú er þetta alltsaman ein bullandi blekking og lvga-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.