Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 28
26 FÉLAGSBRÉF allt sekt. Það eru ekki koinmúnistar einir, sem bera ábyrgð á konnnún- ismanum og misgerðum lians, -—- ekki fremur en guðleysingjar einir bera ábyrgð á guðleysinu, vér, sem köllumst merkisberar trúarinnar, eigum meiri sök á því en margir þeirra eiga sjálfir. Það, sem vér höf- um lifað af pólitísku siðleysi á þessari öld, er rökrétt afleiðing langrar þróunar. Siðlaus auðshyggja og guðlaust misrétti er undanfari þess, þar á ofan ábyrgðarlaus skrumspeki og niðurrif. Evrópa, evrópsk menn- ing, innan og utan álfunnar, er óðfluga að éta upp varasjóði, sem liægt og liægt, á alda skeiði, liöfðu safnazt í bið andlega bú. Þegar þeir eru þrotnir með öllu, er óöldin óbjákvæmileg og ríkisófreskja í einliverri mynd kemur á eftir. Gegn þeirri framvindu stoðar enginn vígbúnað- ur, engir pólitískir klækir né berserksgangur. Menning, sem hefur glat- að lífefnum sínum, dregst upp og deyr — þarf ekki vetnissprengju til þ ess að fullnægja dauðadóminum. „Spillt þjóð er auðvelt lierfang“, sagði Maccliiavelli, og það sagði hann satt —■ liann var að benda á, að bolabragðarefir og valdaræn- ingjar ættu leikinn í spilltum mannfélögum. Þegar samvizkusemi þverrar, ábvrgðarvitund fjarar út, löglilýðni dvínar og þegnskapur rénar og liver og einn fer það, sem bann kemst í samskiptum við ná- ungann, þá vex tortryggni að sama skapi, allir vantreysta ölliun og þó að reynt sé að keppa við upplausnina með auknum, opinberum af- skiptum, lagagerð og eftirliti, þá stoðar það ekki neitt, ef á bak við er löggjafi og ríkisvald, sem enginn virðir eða treystir. Hvað er ríkið í þingræðislandi eins og Islandi? Er það í meðvitund almennings að verða nokkuð annað en fáeinir flokksforingjar, allri æru sviptir margsinnis, sem um stundar sakir sitja að völdum, af því að þeir reyndust keppinautum snjallari í vændishótum við lítilsiglda kjósendur? Ég er aðeins að orða bugsanir, sem liggja í loftinu, ekki sízt að aðsteðjandi alþingiskosningum. Og lýtur ríkið, hið vestræna lýðræðisríki, nú orðið nokkru altari í alvöru, beygir það sig í reynd fyrir nokkurri æðri kvöð? Er bið almenna siðgæði nokkuð annað en hyggindi, sem í liag koma, og á þorri manna nokkurt lífsmarkmið og keppikefli annað en betri líkamleg kjör, meiri þægindi, meiri býti úr skiptum þjóðarbúsins? Er ekki þessi lífsliugsjón áþreifanlegur veru- leiki í báttum flestra þeirra, sem njóta beztrar aðstöðu í mannfélaginu? Og er ekki þetta lífsmarkið sífellt viðurkennt og áréttað af öllum, sem þurfa á kjósendum að lialda? Þessar spurningar mættu atbugast. Þegar innviðir þjóðfélagsbyggingarinnar taka að fúna og hinn and-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.