Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 30
Fyrsta ár Bókafélagsins Þegar Almenna bókafélagið hóf göngu sína á liðnu ári, hygg ég, að ýmsir hafi talið, að um tilraun væri að ræða og óvíst væri hver árangurinn kynni að verða. Ogsannastsagnavoru skoðanir okkar, sem í fyrirsvari erum fyrir félagið, nokkuð skiptar um það, hvers árangurs mætti vænta af starf- seminni. Sumir töldu, að félagatalan gæti orðið tvö til þrjú þúsund, aðrir voru svo bjartsýnir að leggja til, að prentuð væru fimm þúsund eintök af félagsbókunum, ef félagatalan kynni eitthvað að hækka, en engan óraði fyrir því, sem nú er orðið veru- leiki, að nær sex þúsund landsmenn gerðust þátttakendur þegar á fyrsta starfsári. Einhverjir munu hafa verið þeirrar skoðunar, að hið nýja bókafélag mundi eiga erfitt uppdráttar, þar sem fyrir væri í landinu öflugt félag styrkt af almannavaldinu, en aðrir töldu, að Almenna bókafélagið mundi skerða hag Þjóðvinafélagsins. Stofnendur Bókafélagsins virtu að vettugi þessar skoðanir svartsýnis- manna, og reynslan hefur nú sýnt, að þær voru ekki á rökum reistar. Þúsundirnar, sem þegar gengu í Bókafélagið, eru gleggsta sönnun þess, að nægilegt starfssvið er fyrir félagið, og ekki hefur þess orðið vart, að áhugi manna fyrir Þjóðvinafélag- inu minnkaði vegna starfa Bókafé- lagsins. Þvert á móti má fullyrða, að útgáfa hins nýja félags okkar muni bæta hag margra annarra útgáfu- félaga og einstakra útgefenda, er fram líða stundir, því að góðar bækur eru nú einu sinni þeim töfrum gæddar að freista þeirra, sem nokkr- ar lesa, til að eignast og lesa fleiri. Þá vilja sumir rekja hinn versn- andi hag útgáfufélags kommúnista til starfa Bókafélagsins. Líklega verða þó önnur atvik að aldurtila því fyrirtæki, enda er ólíklegt, að heil- brigðir menn vilji lúta andlegri for- ystu Kristins Andréssonar, eins og hag hans og þeirra sálufélaga er komið eftir reisu hans til Rússlands. En að því leyti sem orsakanna er að leita hjá Bókafélaginu, þá mun sag- an ekki saka forystumenn þess, þó að störf þeirra yrðu til að eyða kommún- istiskum áhrifum á menningarlíf Is- lendinga. Eins og að líkum lætur, hafa hinar miklu vinsældir, sem félagið hefur þegar hlotið meðal almennings, orðið forráðamönnum þess hvatning til aukinna starfa. Enda þótt óumdeilanlegt sé, að félagið bauð á fyrsta starfsárinu geysigóð kjör, er félagsmenn fengu fimm góðar bækur fyrir aðeins 150 krónur, er hitt samt staðreynd, að ár- ið 1957 fá félagsmenn enn verðmeiri bækur fyrir óbreytt árgjald, og það þrátt fyrir verðbólgu þá, sem hófst fyrir réttu ári og síðan hefur stöð- ugt vaxið.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.