Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 31
FÉLAGSBRÉF 29 En auk félagsbókanna verða á næstunni g-efnar út allmargar auka- bækur. Verða þær seldar þeim fé- lagsmönnum, er þess óska, á kostn- aðarverði á sama hátt og mynda- bókin ÍSLAND. Ein þessara bóka kemur nú út, smásagnasafn Þóris Bergssonar, sem út er gefið í tilefni af sjötugsafmæli höfundar á síðast liðnu ári. Endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um aðrar auka- bækur, en fullyrða má, að félagar verða ekki fyrir vonbrigðum af á- kvörðunum, sem teknar verða í þeim efnum. Ekki er það eingöngu fjölgun fé- laga að þakka, hve hagur Bókafé- lagsins er nú góður. Styrktarmenn félagsins, sem við nefnum Stuðla, hafa þar lagt hönd á plóginn. Þeir hafa nú lofað fjárframlögum, sem nema hvorki meira né minna en einni milljón króna. Er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félagið, því að án hans hefðu f járhagserfiðleikar haml- að allri starfseminni. Stuðlar keyptu hluta fasteignar- innar Tjarnargötu 16, þar sem Bóka- félagið hefur tryggt aðsetur á kom- andi árum. Er húsið í hjarta höfuð- borgarinnar og varla verður á betri aðbúnað kosið. Þannig eni yfirstignir byrjunar- örðugleikarnir og gera má ráð fyrir, að öll störf gangi betur og liðugar en verið hefur á þessu fyrsta starfs- ári, sem lýkur með útgáfu þeirra bóla, er nú berast félagsmönnum. Endurprentun fyrstu félagsbók- anna og band nær átján þúsund ein- taka tók að sjálfsögðu alllangan tíma, svo að afgreiðslu bókanna seinkaði nokkuð fyrir jólin. Á sama hátt hefur orðið dráttur á útkomu síðari hluta bókanna fyrir árið 1956. Stafar hann bæði af aukningu upp- laganna og svo af því, að frágangur allur hefur verið vandaður fram yfir það, sem talið var fært, áður en félag- inu óx fiskur um hrygg. Þessi töf á útgáfunni hefur valdið starfsmönnum félagsins óþægindum, og félögunum nokkrum leiðindum, sem vonandi hverfa, er þeir fá þær góðu bækur, sem fylgja þessu hefti. Væntanlega kemur ekki til þess oftar, að bækur félagsins berist síðar en heitið er, enda starfsemin nú komin í fastar skorður. Þess er svo einnig að gæta, að bækurnar, sem þessu hefti fylgja, eru síðari hluti bókanna fyrir yfirstandandi ár, svo að naum- ast er þörf að biðja sérstakrar af- sökunar á því, þótt þær komi ekki út fyrr en á miðju ári. Engu vil ég spá um framtíð Al- menna bókafélagsins og áhrif þau, er störf þess munu hafa á íslenzkt menningarlíf, en fyrsta starfsár þess spáir hins vegar góðu um árangurinn á ókomnum árum. E. K. J.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.