Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 32
Félagsbœkur Almenna bókafélagsins árið 1957 ELDUR I HEKLU Tíminn líður. Senn er áratugur liðinn síðan síðasta Heklu- gosið hófst. Óefað má telja þetta Heklugos í tölu merkilegustu náttúruviðburða þessarar aldar, ekki aðeins liér á landi, heldur á gjörvallri jarðkringlunni, enda er Hekla eitt af frægustu eld- fjöllum veraldar og hefur verið það allt frá miðöldum, er hún varð fræg að endemum um allan liinn kaþólska heim sem dval- arstaður fordæmdra. Táknræn um það, hversu almennur er enn erlendis áhuginn fyrir þessu fjalli, er saga, sem ég heyrði í Danmörku. Nokkru eftir að Hekla tók að gjósa, voru einhverjar ýfingar í dönskum blöðum út af kröfum íslendinga í handritamálinu. Þá sendi gömul kona á Jótlandi dönsku dagblaði bréf og krafðist þess, að dönsk blöð hættu með öllu að birta nokkrar fréttir frá því ó- þakkláta íslandi „dog selvfölgelig med undtagelse af alt, som star at læse om det bjærg Heklefjæld“. Síðasta Heklugosið varaði meira en eitt ár og er með mestu hraungosum Heklu síðan sögur hófust. Ekkert Heklugos hefur verið rannsakað eins ítarlega og þetta og raunar munu fá stór- gos á jörðinni, sem fylgst hefur verið með jafngæfilega frá fyrstu byrjun og þar til því lauk. í þetta sinn voru það íslenzkir vísinda- menn nær eingöngu, sem unnu að rannsóknunum. En það, sem þeir hafa ritað um gosið til þessa, liefur næstum eingöngu verið á erlendum tungum, en lítið sem ekkert liefur verið skrifað um það á íslenzku og er það ekki vansalaust. Er þetta önnur liöfuð- ástæðan fyrir því, að ég réðist í að skrifa í stuttu máli sögu þessa

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.