Félagsbréf - 01.01.1958, Side 4

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 4
Sloan Wilson er ungur rithöfund- ur, 36 ára að aldri. Hann var her- maður í síðasta stríði, en er nú kenn- ari í enskri tungu og bókmenntum við háskólann í Buffalo. Gráklæddi maðurinn kom fyrst út 1956 og hef- ur lengi verið metsölubók um öll Bandaríkin. Páll Skúlason ritstjóri þýðir bókina á íslenzku. 330 bls. Verð til félagsmanna fer ekki fram úr kr. 68.00 (heft), kr. 90.00 (í bandi). « eftir ameríska rithöfundinn SLOAN WILSON Gráklæddi maðurinn fjallar um ungan heimilisföður, Tom Rath, sem býr ásamt Betsy, ungri og fallegri konu sinni, og þremur bömum í lélegu húsi í Westport. Tom er vel gefinn maður með miðlungs tekjur, en húsið er orðið of lítið, og þessi ungu hjón dreymir, eins og títt er, um hærri laun, betri íbúð og háskólanám barnanna. Stríð Toms fyrir bættum kjörum verð- ur allsögulegt og áhyggjur þungar. Marg- ar minnisstæðar persónur koma við sögu, m. a. hinn ógleymanlegi milljóna- mæringur Hopkins, sem hugsar ekki um neitt nema vinnu sína, dag og nótt, 365 sólarhringa á ári. Bókin er bæði gamansöm og spennandi, og allir, sem lesa hana, hafa áreiðan- lega mikla ánægju af. Þarna er lýst ung- um hjónum eftir stríðið og lífsbaráttu þeirra betur en í nokkurri annarri bók, sem við höfum kynnzt.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.