Félagsbréf - 01.01.1958, Side 52
42 FÉLAGSBRÉF
Thomas. Hann kafar jafnvel niður í leyndardóm fóstursins, áður
en það kemur í heiminn. Ekkert nútímaskáld hefur mér vitan-
lega tjáð í ríkara mæli gleðina yfir því að vera til, lifa, anda.
Það er stundum eins og sjálfur púls lífsins slái í kvæðum hans.
Thomas hafði skrifað fjöldann allan af ljóðum innan við
tvítugt. Mikið af skáldskap hans
er brot úr sjálfsævisögu, en
hann er jafnframt algildur:
tjáir almenna reynslu uppvaxt-
arins. Kjarninn í verkum hans
er lífið og dauðinn, samleikur
þeirra, tvíræðið. Það er eins og
maður og náttúra renni saman
í dulúðga heild hjá honum;
hann á sterka trúræna æð.
Dylan Thomas hefur í miklu
ríkara mæli en Auden tragíska
sýn á lífinu. Hann horfist í
augu við hin tragísku lögmál
alls, sem lífsanda dregur:
hrörnunina, dauðann. En hin
sterka vitund hans um dauðann
og fallvaltleikann verður hon-
um tilefni lofsöngs um lífið.
Hann er lofsyngjandi skáld
engu síður en Hopkins, Rilke og Auden. Vitund hans um dauð-
ann skerpir lífsskynjan hans; lífið verður honum fegurst af því
hann sættir sig við endalokin. Ljósið er eitt af algengustu tákn-
unum í ljóðum hans. Lífsskilningur hans er ekki ósvipaður skiln-
ingi grísku harmleikaskáldanna.
Dylan Thomas er líklega skyldari D. H. Lawrance en nokkru
öðru skáldi. Báðir sáu þeir einingu allra hluta, samband manns-
ins við náttúruna og alheiminn; báðum var tíðrætt um hin
„myrku öfl blóðsins", um manninn nakinn og frumstæðan. Báðir
notuðu mikið táknmál Biblíunnar. Eitthvert kunnasta kvæði
Thomas „Fern Hill“, gefur góða hugmynd um stílbrögð hans.
Dylan Thomas.