Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 65
HÆGLÁTI AMERÍKUMAÐURINN
er írægasta bók eins mesta núlifandi rithöf-
undar Breta, Grahams Greenes. Sagan gerist
i Indó-Kína og er að nokkru pólitísk ást-
arsaga. Pólitísk er hún að svo miklu leyti, sem
hún fjallar um þau vandamál, er leiddi af
stríðínu í Indó-Kína. Nokkrar persónur sög-
unnar, svo sem Ameríkumaðurinn Pyle og
Englendingurinn Fowler, hafa verið margrædd-
ar i bókmenntaheiminum síðan bókin kom út,
1955. Sagan er mjög spennandi aflestrar, eins
og flestar sögur Greenes. Þýðandi er Eiríkur
Hreinn Finnbogason. 248 bls. Verð til félags-
manna: ób. kr. 45.00; í bandi kr. 67.00.
HUNDADAGASTJÓRN PIPPINS IV.
Þetta er nýjasta bók Johns Steinbecks, met-
sölubók um allar jarðir. Þarna er i mjög gam-
ansömum tón fjallað um stjórnmálin í Frakk-
landi í dag og ýmislegt fleira.
Þessi smellna saga er djúpvitur og munu aðdá-
endur Steinbecks áreiðanlega kunna að meta
þessa hlið listar hans.
Þýðandi er Snæbjörn Jóhannsson.
191 bls. Verð til félagsmanna: ób. kr. 48.00;
í bandi kr. 70.00.
KONAN MÍN BORÐAR MEÐ PRJÓNUM
Þessi bók hins kunna danska blaðamanns segir
frá bernsku höfundar heima í Danmörku, ungl-
ingsárum hans austur í Kína og því sem á daga
hans dreif sem blaðamanns í Asíu og Evrópu
fyrir og í síðasta stríði.
Bókin er bæöi afburða skemmtilega skrifuð og
á erindi við alla þá, sem hafa áhuga á háttum
annarra þjóða. Hinar raunsæju lýsingar skapa
henni þann þunga, sem hver góð bók verður
að hafa.
Þýðandi er Kristmann Guðmundsson rithöf.
Bls. 220. Verð til félagsmanna: ób. kr. 48.00;
í bandi kr. 70.00.