Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 32
32 fjölskyldan Helgin 25.-27. apríl 2014
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS
X-EM11
Verð: 25.900Hljómtækjastæða
LED sjónvarp
19.900
TILBOÐ
25%
afsláttur Verð: 29.900 Kr. 7.990
Tveir litir
Kr. 7.990
Kr. 9.450
SPENNA
SNERPA
SNILLD
ÚRVAL TÖLVULEIKJA
TILBOÐ
FERMINGAR
Verð: 189.900
46"
159.900
TILBOÐUE46F5005AK
DCS-222K
Verð: 49.900DVD-Heimabíókerfi
5.1 rása 36.900
TILBOÐ
Opið
virka daga
frá 10-18
og laugardaga
frá 11-15
Hljómtækjadeildin er nú flutt til föðurhúsanna
í Lágmúla 8 og því hefur allt vöruúrval Ormsson
nú fundið sér samastað á sama stað.
GOLD PLATED
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS
KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164
THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION
XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD
AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS
GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM
Mikilvægasta stofnun samfélagsinsx
P áskar og páskafrí eru að baki með tilheyrandi óreglu; ungmenni heim-ilisins og ef til vill hinir eldri líka hafa úðað í sig páskaeggjasúkkulaði umfram skynsemismörk, vakað fram eftir öllum kvöldum og sofið að
sama skapi framundir hádegi. Frígamanið er ágætt en allir fagna hvunndags-
lífinu að nýju með röð, reglu og rútínu – r-reglunum sem ég þreytist ekki á að
dásama í ræðu og riti.
Þar með þarf fjölskyldufyrirtækið aftur að taka til við daglegan rekstur.
Framkvæmdastjórinn brettir upp ermar eftir að hafa kallað aðstoðar-
mann sinn svo og stjórn fyrirtækisins til fundar við sig og þar er ráðslagað
um næstu skref í rekstrinum. Síðan er fundað og skipulagt og vinnuferlin
hönnuð á sem árangursríkastan hátt og skynsamur framkvæmdastjóri
fær starfsfólkið í lið með sér í því verki. Loks þarf að hvetja starfsfólkið til
dáða, setja vinnuferlin í gang, hafa öryggisreglur tiltækar og endurmeta
stöðugt hvernig til er að takast. Svo þarf að ýta meira við sumum starfs-
mönnum en öðrum og stórauka á starfsþjálfun í einhverjum tilvikum.
Gleymum svo ekki að framkvæmdastjórinn og aðstoðarmaður hans verða
að vinna með hverjum og einum eftir því hvert verksvið starfsmannsins
er. Sumir eru með skýra ábyrgð og jafnvel verkstjórn á tilteknum þáttum,
aðrir eru óbreyttir á plani. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að ár-
angur náist.
Sum fjölskyldufyrirtæki eru þó einfaldari í rekstri heldur en hér er
lýst. Stundum er um einyrkjarekstur að ræða þar sem sami aðili er bæði
skráður í stjórn og sem framkvæmdastjóri. Þar getur starfsmannafjöldi
fyrirtækisins farið allt niður í einn einstakling fyrir utan framkvæmda-
stjórann en slíkt fyrirtæki þarf þó á öllu því sama að halda og stærri rekst-
ur; það eru bara færri hendur sem vinna verkin. Hér skal tekið fram að í
þessum pistli er ekki rætt um einyrkjafyrirtæki án starfsmanna þar sem
starfsmannahaldið í þeim fyrirtækjum krefur ekki um flóknar leikfléttur
í rekstrinum eða þá um vandaða mannauðsstjórnun heldur eingöngu um
sjálfsskoðun eigandans.
Fjölskyldufyrirtækið er auðvitað fjölskyldan sjálf, elsta og mikilvægasta
stofnun samfélagsins. Ekkert hefur breyst í aldanna rás þótt svo að fjölmörg-
um verkefnum sé núna útvistað sem áður voru á verkefnaskránni rétt eins og
hjá öðrum fyrirtækjum. Bókhald, umönnun á fararskjótum, matargerð, smíði
áhalda og innanstokksmuna, þvottar, uppbygging fjögurra veggja, umönnun
aldraðra og sjúkra, viðhald fasteigna, afþreying og skemmtun, umönnun,
uppeldi og menntun barna. Alltaf verða samt grunnverkefnin til staðar innan
fjölskyldufyrirtækisins þrátt fyrir mögulega útvistun. Líðan fólksins, ferli í
því sem gert er, fjármál, sumarfríið framundan, fara á fætur að morgni, næra
sig og aðra, iðkun samskipta og ræktun tilfinningatengsla og svo mætti lengi
telja.
Fjölskyldufyrirtækið þarf að taka sig alvarlega. Hver er framkvæmdastjór-
inn sem stýrir daglegum rekstri? Trúlega mamman en ef því er viðkomið,
þarf hún að hafa sinn aðstoðarmann til reiðu á ögurstundum eða með öðrum
orðum, hinn fullorðna einstaklinginn á heimilinu. Er hann eða hún að axla
sína ábyrgð? Eru haldnir fundir með öllum fjölskyldumeðlimum til að ræða
um verkefnin sem þarf að vinna daglega eins og að fara út með ruslið og
hundinn og ryksuga og setja í uppþvottavélina? Vita allir um sitt hlutverk og
fá allir þá þjálfun og kennslu sem þeir þurfa til að standa sig? Horfir fram-
kvæmdastjórinn með sínum árvökulu sjónum á starfsemina, fylgir ákvörð-
unum eftir, minnir á og hvetur og ávítar ögn og aðstoðar þá sem þurfa? Hefur
framkvæmdastjórinn lent í klípu og gerir bara allt sjálfur?
Tilvonandi stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og starfsmenn í fjölskyldu-
fyrirtækjum framtíðarinnar munu mest og best læra af sínu fyrsta verknámi;
því að vera barn. Lýðræðislegir stjórnarhættir, opin umræða um öll mál,
jákvæður stuðningur og svo skýrar reglur og eftirfylgd er árangursríkasta
leiðin fyrir öll fjölskyldufyrirtækin okkar.
Tilvonandi stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og starfs-
menn í fjölskyldufyrirtækjum framtíðarinnar munu mest og
best læra af sínu fyrsta verknámi; því að vera barn.
Fjölskyldufyrirtækið?
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjórn@
frettatiminn.is
heimur barna
Úr eru komnar tvær nýjar bækur um
Skúla skelfi í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar.
Skúli skelfir skemmtir og fræðir
Nú getur fjölmennur aðdáendahópur
Skúla skelfis glaðst því út eru komnar tvær
nýjar bækur um þennan stórskemmtilega
og uppátækjasama dreng eftir Francesca
Simon í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Í
risaeðlubókinni „Skúli skelfir risaeðlur“
er að finna fjöldann allan af skelfilega
skemmtilegum fróðleik en „Martröð
Skúla skelfis“ inniheldur fjórar fyndnar
hrekkjasögur sem ættu ekki að valda
aðdáendum hans vonbrigðum. Bækurnar
eru eins og fyrr allt í senn, skemmtilegar,
fróðlegar og fallega myndskreyttar. Þær
eru prentaðar með stóru letri og henta því
vel fyrir unga krakka sem eru að stíga sín
fyrstu skref í lestri.