SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 14

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 14
14 sPurt var um lauN febrúarmáNaðar 2013 og sNúa þær sPurNiNgar sem uNNið er með í lauNaúrviNNslu að dagviNNulauNum, heildarlauNum og samsetNiNgu heildarlauNa. Þá er spurt um aukagreiðslur og hlunnindi. Þessar upplýsingar eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, starfsaldri, starfsheiti, starfssviði og launaflokk. áherslur samNiNgaNefNdar Ein af spurningum könnunarinnar var „Hvað vilt þú að samninganefnd SSF leggi mesta áherslu á í næstu kjarasamningum?“. Mikill meirihluti svarenda sagðist vilja leggja áherslu á hærri laun eða 67,5% svarenda sem er nokkuð minna hlutfall en í könnunum SSF árið 2010 og 2008 en árið 2010 sögðust 79,5% svarenda vilja leggja áherslu á hærri laun. Þær áherslur sem félagsmenn vilja að samninganefndin leggi áherslu á í auknum mæli frá fyrri könnunum er lengra orlof en 12,4 % svarenda sögðust vilja leggja mesta áherslu á þann þátt kjaraviðræðna á meðan 9,2% töldu það mikilvægustu áhersluna árið 2010. Þá jókst áherslan á styttri vinnuviku á meðal félagsmanna á milli kannana en 14,1% svarenda töldu það mikilvægustu áherslu samninganefndar samanborið við 7,6% svarenda árið 2010. jákvæð lauNaþróuN Hvað launaþáttinn varðar voru félagsmenn spurðir „Hver voru heildarlaun þín fyrir skatt hjá bankanum/sparisjóðnum/ fjármálafyrirtækinu þann 1. febrúar síðastliðinn?“. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar samanborið við könnunina árið 2010 hafa laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækkað umtalsvert borið saman við könnunina 2010. hækkuN lauNa meðal starfsmaNNa fjármála- fyrirtækja samaNborið við lauNaköNNuNiNa 2010: bankaritarar: 22% hækkun milli kannana. gjaldkerar: 18% hækkun milli kannana. fulltrúar: 18% hækkun milli kannana. ráðgjafar: 18% hækkun milli kannana. sérfræðingar: 19% hækkun milli kannana. millistjórnendur: 28% hækkun milli kannana. stjórnendur: 30% hækkun milli kannana. Í könnuninni var einnig spurt „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með laun þín?“. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 42,2% svarenda frekar eða mjög óánægð með laun sín á meðan 25,7% eru frekar ánægð og um 30% hvorki né. mikil áNægja í starfi Í könnun SSF sem Capacent framkvæmdi kemur fram að félagsmenn SSF er ánægðir í starfi og eru niðurstöður könnunarinnar í samræmi við könnun Dale Carnagie um ánægju starfsstétta sem birt var í byrjun maí á þessu ári. Í könnun Dale Carnagie kom fram að bankastarfsmenn væri ánægðasta starfstéttin. Í könnun SSF kemur fram að 74,7 % félagsmanna eru mjög eða frekar ánægð í starfi en einungis 6,4% svarenda eru frekar eða mjög óánægðir í starfi. kyNbuNdiNN lauNamuNur Könnunin leiddi í ljós að á meðal fólks í fullu starfi eru konur að jafnaði með rúmlega 25% lægri heildarlaun en karlar þegar miðað SSF fékk Capacent til að gera netkönnun meðal félagsmanna SSF dagana 4. - 25. febrúar 2013. Markmið könnunarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. launakönnun félagsmanna ssf

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.