SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 15

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 15
15 er við heildarlaun á hverja unna klst., sem er svipað og niðurstöður mælingarinnar í október 2010. Meðalheildargreiðslur karla á klst. voru tæpar 4.047 krónur, en meðalheildargreiðslur kvenna á klst. tæpar 3.024 krónur. Að teknu tilliti til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar minnkaði kynbundinn munur á heildarlaunum í 12,1% sem er nokkuð undir meðaltali samkvæmt tölum ASÍ um kyndbundinn launamun. Samkvæmt greiningu Capacent má segja með 95% vissu að hægt sé að segja að á meðal fólks innan félaga SSF, á sama aldri, með sömu menntun, sama starfsaldur og í sömu starfsgrein séu konur með á bilinu 10,3% til 13,9% lægri heildarlaun á klst. en karlar. Ef eingöngu var horft til dagvinnulauna að teknu tilliti til áhrifa starfsaldurs, aldurs, menntunar og starfsstéttar kemur fram að kynbundinn launamunur er um 11,6%. Jafnframt var spurt um það hvort annað kynið nyti meiri möguleika á vinnustaðnum til starfsframa. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja 25,5 % svarenda að karlar njóti nokkuð eða miklu meiri möguleika til starfsframa. 67,3 % töldu að kynin nytu jafnra möguleika. Þetta er nokkuð minni hlutföll en könnunin árið 2010 gaf til kynna en þá töldu 33,8% svarenda karla búa yfir nokkuð eða miklu meiri möguleikum til starfsframa. Jafnrétti á vinnumarkaði er ein af grundvallarkröfum verkalýðshreyfingarinnar, þ.e. að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli ómálefnalegra þátta eins og kynferðis, litarháttar og annarra þátta sem varða ekki verðmæti vinnuframlags eða hæfni starfsfólks. Niðurstöður rannsókna undanfarin ár hafa sýnt að kynbundinn launamunur er til staðar á íslenskum vinnumarkaði. Dregið hefur úr kynbundnum launamun en illa hefur gengið að eyða honum þrátt fyrir ákvæði í jafnréttislögum um ólögmæti mismununar á grundvelli kynferðis og ýmsar aðgerðir stjórnvalda, félagasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Til að reikna leiðréttan kynbundinn launamun er notuð línuleg aðhvarfsgreining (linear regression analysis) þar sem leiðrétt er fyrir áhrif fjögurra þátta á laun (aldur, starfsaldur, starfsstétt og menntun). fjárhagur heimilaNNa mikið áhyggjuefNi SSF telur niðurstöður könnunarinnar um fjárhag heimila félags- manna mikið áhyggjuefni en þar kemur fram að 9% heimila safni skuldum á meðan 15,2% heimila nái endum saman með naumindum og þá nota 37,3 % heimilanna sparifé sitt til að ná endum saman. 32,6% félagsmanna ná að safna svolitlu sparifé og 6% talsverðu. Þá var spurt hvort viðkomandi teldi að fjárhagsstaða heimilisins kæmi til með að skána á næstu sex mánuðum. 20,4% svarenda töldu svo vera Úrtakið voru 4214 félagsmenn SSF, 3022 svör bárust og var svar- hlutfall því um 72%. Lesa má heildarniðurstöður könnunarinnar og fyrri kannanna í vefsíðu SSF, www.ssf.is, undir Bókasafn. mikil áNægja með þjóNustu ssf Í könnuninni var spurt að því hversu ánægðir félagsmenn væru með þjónustu SSF í heildina. Af svörunum að dæma þá er mikil ánægja með þjónustuna en nær allir sögðust annaðhvort vera ánægðir með þjónustuna eða höfðu enga skoðun á henni. 35,7% sögðust mjög ánægðir með þjónustuna, 36,9% frekar ánægðir og 25,3% sögðust hvorki ánægðir né óánægðir með þjónustuna. Ný heimasíða Ný heimasíða SSF var tekin í notkun í apríl. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera síðuna sem aðgengilegasta fyrir félagsmenn. Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar á heimasíðunni s.s. um orlofsmál, upplýsingar um sjóði, launareiknivél, niðurstöður kannana félagsins, hægt er að skoða útgáfumál félagsins, upplýsingar um trúnaðarmenn og margt fleira. Allar ábendingar og athugasemdir um það sem betur má fara á síðunni eru vel þegnar á ssf@ssf.is.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.