SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 16

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 16
16 starfsmeNN laNdsbaNkaNs stóðu sig vel á keilumóti ssf sem fór fram dagaNa 16. og 18. aPríl. Mikill áhugi var á mótinu sem haldið er árlega. Mótið fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Keppt var í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki. Alls mættu 13 lið til leiks, 8 karlalið og 5 kvennalið. Spilaðar voru fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Halldóra Íris Ingvarsdóttir og Stefán Þór Jónsson frá Landsbankanum sigruðu í einstaklings- keppninni og kvennalið Landsbankans (Tröllin) vann liðakeppni kvenna og lið Landsbankans (Strákarnir og guttinn) vann liðakeppni karla. sTarfsmenn lanDsbankans sigur- sælir á ssf-mÓTinu nÝr sTarfsmaður ssf rósa jeNNadóttir hefur verið ráðiN sem umsjóNarmaður sjóða og trúNaðarmaNNafræðslu hjá ssf. Rósa hóf störf í janúar á þessu ári en þar áður vann hún hjá Íslandsbanka á Akranesi. Fyrstu kynni Rósu af bankastörfum voru hjá Sparisjóði Mýrasýslu á árunum 1981-1982. Hún hefur jafnframt unnið hjá Búnaðarbankanum í Borgarnesi og starfaði þar frá árinu 1997 – 2009 sem þá hét Arion banki. Rósa lauk stúdentsprófi frá FVA (Fjölbrautaskóla Vesturlands) vorið 1993. Rekstrarfræði frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1995 og Bs prófi í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2004. Rósa býr í Borgarnesi og er gift Guðmundi Finni Guðmundssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Sigursveit Landsbankans í liðakeppni karla. Frá vinstri: Hannes Jón, Stefán Þór, Ragnar og Kári. Kvenna- og karlalið Valitor í góðum gír. Kvennalið starfsfólks RB og Arion banka. Sigursveit Landsbankans í liðakeppni kvenna. Frá vinstri efri röð: Guðrún Bára, Herdís, Sigríður Ragna, Halldóra Íris og Sigrún. lokastaða efstu liða - liðakePPNi (4ja maNNa lið) koNur Landsbankinn - Tröllin RB Arion karlar Landsbankinn – Strákarnir og guttinn RB Valitor

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.