SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 19

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 19
19 í aðdragaNda kjaraviðræðNa á þiNgi ssf var eiNs og veNja er farið yfir starf félagsiNs á síðustu þremur árum og gerð greiN fyrir skýrslu stjórNar. Þingið í ár endurspeglaði þá staðreynd að kjarasamningar félagsmanna eru lausir frá og með 1. desember 2013. Mikill tími þingsins fór í að ræða stöðu núverandi kjarasamninga og umræður um áherslur við gerð nýrra kjarasamninga. vill setjast strax að samNiNgaborði Friðbert Traustason, formaður stjórnar SSF, gaf strax tóninn við upphaf þings. Hann sagði að samhliða framlengingu kjarasamnings árið 2010 hafi öll stéttarfélög, ásamt atvinnurekendum og ríkisstjórn Íslands skrifað undir svokallaðan stöðugleikasáttmála, en í honum voru ýmis ákvæði og atriði sem þessir þrír aðilar skuldbundu sig til að vinna að til að efla atvinnulíf og bæta lífskjör á Íslandi. „Því miður varð ekki mikið um efndir af hendi yfirvalda, kaupmáttur jókst lítið eitt hjá þeim sem lægri launin höfðu (krónutöluhækkun launa), gengið var áfram afar veikt og verðbólgan há. Þessu til viðbótar hefur hið opinbera, ríki og bæjarfélög, hækkað allar álögur, skatta og gjöld, sem íþyngt hefur bæði fyrirtækjum og einstaklingum“ sagði Friðbert þegar hann ávarpaði þingið. Friðbert Traustason, formaður stjórnar SSF. Hann sagði mikilvægt að setjast strax niður að samningaborði og ræða „öll stærri félagstengd málefni kjarasamninga, þó svo umræðan um launalið samninganna bíði fram á sumar“. Friðbert segir að stefnan sé að vera tilbúin með nýjan kjarasamning þegar núverandi samningur rennur út þann 30. nóvember 2013. ályktaNir kjaraNefNdar Þing SSF 2013 beindi fjölmörgum ályktunum til samninganefndar SSF þar sem áherslur félagsmanna er áréttaðar fyrir komandi kjaraviðræður. var því meðal aNNars beiNt til samNiNgaNefNdar að... ...krefjast þess að framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð verði hækkað úr 10% í 12% skv. núgildandi lögum. Þetta hafi ekki áhrif til breytinga á öðrum lífeyrisgreiðslum. ...semja um að ákveðið sé hámarksþak á fæðingarorlofsgreiðslur í samráði við vinnuveitendur. (Félagsmenn margir hverjir hafa ekki efni á að fara í f.orlof vegna mikillar tekjuskerðingar). ...semja um nýja launatöflu sem endurspegli raunveruleg laun og að fastlaunasamningar rúmist sem kostur er innan hennar. ...semja um að fjármálafyrirtæki hafi lokað á gamlársdag. (Tölur sýna að minni aðsókn er í útibú á gamlársdag. Kauphallir um alla Evrópu eru lokaðar og víðast hvar á Norðurlöndum er lokað á gamlársdag). Þá var lögð mikil áhersla á að samninganefndin krefðist þess að ríkisstjórnin afnemi fjársýsluskatt á laun starfsmanna enda mismuni hann einni starfsstétt umfram aðrar. afleiðiNgar „baNkaskattsiNs“ Fjársýsluskattur var lagður á fjármálafyrirtæki árið 2011, oft kallaður bankaskatturinn. Með tilkomu hans var lagður 5,45% skattur á heildarlaunagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samtökin hafa ítrekað lýst því yfir, m.a. í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að skattlagningin mismuni einni starfstétt umfram aðra og sé í reynd launaskattur. Þá vöruðu samtökin við því árið 2011 að fjársýsluskatturinn kæmi til með að ýta undir fækkun starfa og nú hafa 100 starfsmenn í útibúunum, við bakvinnslu og í þjónustuverum bankanna og annarra fjármálafyrirtækja, misst vinnuna, þar af 90 konur, frá því álagningin hófst þann 1. janúar 2012. framhald á Næstu síðu Dagana 14. – 15. mars 2013 var 45. þing SSF haldið á Hótel Selfossi. Þingið sóttu 65 þing- fulltrúar sem skipaðir eru af aðildarfélögum SSF auk áheyrnarfulltrúa, gesta og starfsmanna eða alls 90 manns. Mörg mál lágu fyrir þinginu og var þingfulltrúum skipt niður í sjö nefndir til að fjalla um þau. Þingstörf gengu vel fyrir sig og var það einróma álit þeirra sem þingið sóttu að vinnubrögð hefðu verið fagleg og allur undirbúningur fyrir þingið til fyrirmyndar. Ný 11 manna stjórn var kosin á þinginu, ásamt stjórnum Menntunar-, Styrktar- og Vinnudeilusjóðs.  ari skúlasoN, starfsmaður laNdsbaNkaNs „Þingið var merkileg reynsla fyrir mig. Ég hef tekið þátt í mörgum svona samkomum áður, en yfirleitt sem starfsmaður og umfjöll- unin verið um málefni sem snertu mig sjálfan lítið. Á þessu þingi var fjallað um mín mál og mínar vinnuaðstæður og ég fékk tækifæri til þess að tjá mig um það. Þarna var greinilega samstilltur og framsýnn hópur sem hefur mikla þekkingu á því sem taka þarf á.“ ari er gjaldkeri í stjórN fslí og sat í kjaraNefNd á þiNgi ssf

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.