SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 23

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 23
23 jóhaNN arNarsoN meðstjórNaNdi Jóhann hóf störf hjá Byggðastofnun árið 2008 en þar starfar hann sem lánasérfræðingur á fyrirtækjasviði ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd stofnunarinnar. Fyrir utan tímabundna sumarvinnu í Íslandsbanka þá hefur hann ekki áður starfað í fjármálafyrirtæki en hefur gegnt ýmis konar störfum í mismunandi atvinnugreinum m.a. sem markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri. Jóhann er með mastersgráðu frá Aarhus school of business í Danmörku en þar lagði hann stund á nám í fjármálum og alþjóðaviðskiptum. Jóhann er kvæntur og á þrjár dætur og er fjölskyldan búsett á Akureyri. Hann er mikill áhugamaður um íslenska hestinn og stundar fjölskyldan þar sína eigin ræktun ásamt því að fara árlega í styttri hestaferðir. Einnig er hann mikill áhugamaður um hvers konar íþróttir og ferðalög sem kemur sér afar vel þar sem núverandi vinna hans krefst talsverðra ferðalaga. kristjáN björN sNorrasoN meðstjórNaNdi Kristján Björn Snorrason er markaðsstjóri hjá Sparisjóðnum Afli, Skagafirði-Siglufirði. Hann er fæddur á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði 1955 og uppvaxtarárin voru á Hofsósi. Kristján lauk Samvinnuskólaprófi frá Bifröst 1981 Hann hóf störf hjá Búnaðarbanka Íslands árið 1981 og var deildarstjóri innlána og tékkareikningsdeildar í aðal- bankanum 1984 -1991, en tók þá við starfi útibússtjóra í Borgarnesi. Þar starfaði hann í rúm 12 ár, eða til ársins 2004. Árið 2005 var Kristján ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Skagafjarðar og gegndi því starfi til ársins 2009 þegar Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar voru sameinaðir undir hatti Sparisjóðsins Afls. Kristján var þá ráðinn markaðsstjóri Sparisjóðsins Afls með aðsetur í Reykjavík. Kristján hefur verið virkur í félagsmálum. Hann var framkvæmdastjóri UMSS 1975-1978, í samvinnunefnd banka og sparisjóða 1985- 1989, forseti Bridds-sambands Íslands 2003-2005 og í stjórnum deilda ungmennafélaga t.a.m. körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Kristján er giftur Þóru Þrastardóttur. Hann á þrjú börn úr fyrra hjónabandi með Öldu S. Guðnadóttur. Börn Þóru eru einnig þrjú og barnabörnin eru orðin tvö hjá Kristjáni og tvö hjá Þóru. Kristján er mikill tónlistarunnandi. Hann er stofnandi og liðsmaður hljómsveitarinnar Upplyftingar frá 1975 og því er Traustur vinur hans uppáhaldslag. Kristján stefnir langt með hljómsveit sína og nýverið var nafn Upp- lyftingar þýtt fyrir alþjóðamarkað, en bein þýðing á nafni hljómsveitarinnar er Viagra. Önnur áhugamál Kristjáns eru bridds, reiðskólahestar og gæðingar, allar íþróttir, stjórnmál og mannlíf yfir- leitt. Hann hefur einnig gaman af því að semja og hlýða á góðar vísur og ljóð.  Eftir að einhver hafði hrasað í oflof og sagt, „snillingur ertu Kristján“, svaraði hann af alkunnu skagfirsku lítillæti: Um það hef ég grænan grun, því greind mína ég þekki. Að snillingur á sjónarmun, sé ég bara ekki! oddur sigurðssoN meðstjórNaNdi Oddur starfar sem þjónustustjóri í Tækniþjónustu Íslandsbanka. Auk þess að starfa sem þjónustustjóri þá er kennsla og félagsmál hluti af hans störfum. Oddur er rafeindavirkjameistari að mennt og hefur auk þess kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. Oddur hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans í um 16 ár fyrst sem verktaki og síðan starfsmaður. Áður vann hann sem kennari hjá Rafiðnaðarskólanum, tæknimaður hjá Ratsjárstofnun og þar á undan rak hann verkstæði á Eskifirði sem tengdist rafeindatækjum heimila og skipa. Oddur er giftur Helgu Unnarsdóttur, leirlistamanni, og eiga þau tvo drengi. Oddi finnst fátt komast að annað en vinnan og félagsmál en hann hefur gaman að golfi auk þess að fara í góða göngutúra sér til heilsubóta. vissir þú að... ...upp úr 1880 var farið að ræða á Alþingi um stofnun innlends banka, en málið strandaði í fyrstu á ágreiningi um það hvort hér skyldi stofna seðlabanka eða fasteignalánabanka. Það var svo árið 1885 sem frumvarp um stofnun Landsbanka Íslands náði fram að ganga og hófst starfsemi hans á miðju næsta ári. Heimild: Seðlabanki Íslands

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.