SSFblaðið - 01.10.2013, Síða 6

SSFblaðið - 01.10.2013, Síða 6
6 eyþór eðvArðsson, vinnusálfræðingur, hefur undAnfArin misseri hAldið námskeið um sAmstArf og stArfsánægju fyrir fyrirtæki og stofnAnir um Allt lAnd. Námskeiðið er að mestu leyti í fyrirlestraformi og ber heitið Hamingja, mórall, vinnugleði og helvíti og hefur notið mikilla vinsælda. Á námskeiðunum fjallar Eyþór, sem er annálaður fyrirlesari og afreksmaður, um það hvernig bæta megi samstarf, starfsánægju og samskipti innan vinnustaðarins. „Samstarf á vinnustöðum ætti auðvitað að geta gengið frábærlega því allir vilja að samskiptin séu góð, að verk séu vel og rétt unnin, vera stoltir af eigin verkum og svo mætti lengi telja. En það er ekkert sjálfgefið og bara sú staðreynd að 48% sambúða endar með skilnaði - og þar er byrjað með sterkar yfirlýsingar, tilfinningar og ætlanir - gefur vísbendingu um að oft fari samstarf á annan veg en ætlað er“ segir Eyþór. En hvernig er almennilegt samstarf á vinnustöðum? Við hlýddum á námskeið Eyþórs og tókum hann tali að fyrirlestri loknum. hvAð getA vinnustAðir gert til Að eflA stArfsánægju Eyþór segir að vinnustaðir geti gert fjölmargt til að stuðla að og efla starfsánægju. „Ein leið er að vera vakandi yfir því hvernig starfsandinn og starfsánægjan er, t.d. með því að hafa regluleg starfsmannasamtöl, gera viðhorfskannanir á starfsandanum, halda starfsdaga og vinnufundi og efla stjórnendur í að sinna sínu starfi. Síðan að vera með einhverjar aðgerðir sem miða að því að efla og styrkja vinnustaðinn, eins og t.d. að styrkja stjórnendur í stjórnunarhlutverkinu þannig að þeir séu klárir í að taka á þeim málum sem koma upp og vinna með þau. Einnig er mikilvægt að stjórnendur séu jákvæðir gagnvart aðgerðum sem styrkja andann eins og að hafa skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum uppákomum sem létta andann, halda árshátíðir, vera með föstudagskaffi, tiltektardag o.fl.“ „þAð er lífsins kúnst Að kunnA Að verA óánægður“ Starfsandinn er ekki eingöngu undir vinnustaðnum kominn. Hver og einn starfsmaður þarf að leggja sitt að mörkum til að efla starfsánægjuna. Eyþór telur að ef hann ætti að nefna eiginleika sem starfsfólk ætti að tileinka sér í auknum mæli til að efla starfsánægjuna þá er það að vera jákvæður og uppbyggilegur. „Það er ekki við því að búast að allir séu sáttir við allt sem er gert og því er mikilvægt að geta umborið. Það er lífsins kúnst að kunna að vera óánægður, kunna að gagnrýna, leggja til lausnir og virða ólíkar skoðanir. Þannig eiginleikar eru ómetanlegir“ segir Eyþór. hvAð veldur slæmum stArfsmórAl? „Margt getur valdið slæmum starfsmóral. Það er gagnlegt að greina á milli starfsánægju, sem varðar ánægju einstaklings í starfi, og starfsanda, sem varðar ánægju fólks með það hvernig samskiptin og stemmningin er á vinnustað. Starfsandi og starfsánægja hafa mikil áhrif hvort á annað en eru samt tvö fyrirbæri. Algengar ástæður þess að fólk er ekki sátt í starfi er að það er óöruggt með sitt starf, GÓÐUR STARFS- ANDI ER ÓMETAN- LEGUR FYRIR STARFSFÓLK OG FYRIRTÆKI segir eyþór eðvarðsson, vinnusálfræðingur sem er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá þekkingarmiðlun „Fólk sem er ánægt og finnur sig á vinnustaðnum er líklegra til að leggja meira til málanna en þeir sem eru óánægðir. Ánægt fólk er líklegra til að vera meira skapandi, koma með tillögur og leggja meira á sig fyrir samstarfsmenn og vinnustaði“

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.