SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 7

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 7
7 lAunAreiknivél fyrir félAgsmenn Á heimasíðu SSF er nú hægt að skoða laun í fjármálafyrirtækjum, skv. launakönnunum SSF, miðað við tilteknar forsendur. Launareiknivélin er aðgengileg og auðveld í notkun og gagnast félagsmönnum SSF í að bera saman laun sín við meðaltal launagreiðslna fjármálafyrirtækja skv. fyrrgreindri könnun. aðbúnaður er ekki góður, álag mikið, upplýsingar takmarkaðar, óánægja er með breytingar, fólk upplifir stöðnun í starfi, verkefnin eru ekki nógu krefjandi, of flókin eða of mörg, einhæfni o.s.frv.  Algengar ástæður fyrir lélegum starfsanda geta t.d. verið einstaklingar sem eru óánægðir og smita út frá sér, neikvæð umræða á vinnustað, neikvæð ímynd vinnustaðar, stefnuleysi og áhugaleysi stjórnenda, ekki tekið á málum sem þarf að taka á, einelti, baktal o.fl. Listinn getur verið langur,“ segir Eyþór sem segir að það sé ekki óyfirstíganlegt vandamál að efla starfsanda né það að snúa óánægju í starfi yfir í ánægju með uppbyggilegum hætti. Eyþór segir að vinnustaðir geri sér grein fyrir þessu og að vaxandi áhugi sé á að hlúa að góðum starfsanda og viðhalda starfsánægju starfsfólks. Hann segir fjölmarga vinnustaði láta sér annt um þessi mál og gera margt til að fólk sé ánægt í starfi og á vinnustaðnum. fAll bAnkAnnA hAfði mikil áhrif Aðspurður að því hvernig íslensk fjármálafyrirtæki standa sig í þessum málaflokki segist Eyþór telja að þau standi ágætlega að vígi. “Hrunið breytti mörgu því starfsandinn versnaði og starfsánægja minnkaði og það þurfti að vinna mikið í þessum málum eftir það. Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaðnum og fjármálafyrirtækin hafa breyst á undanförnum árum og það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir starfsfólkið. Margir hafa þurft að horfa á bak góðum samstarfsmönnum sem hafa þurft að hætta vegna breytinga og slíkt tekur tíma.“ ánægt stArfsfólk AfkAstAr meiru Niðurstöður kannana um ánægju starfsfólks og afkastagetu eru flestar á einn veg að mati Eyþórs. „Fólk sem er ánægt og finnur sig á vinnustaðnum er líklegra til að leggja meira til málanna en þeir sem eru óánægðir. Ánægt fólk er líklegra til að vera meira skapandi, koma með tillögur og leggja meira á sig fyrir samstarfsmenn og vinnustaði“ segir Eyþór. Hann segir að fjölmargt geti haft áhrif á ánægju fólks í starfi. „Það er mjög mikilvægt að fólk upplifi að það hafi tök á sínu starfi, viti að það sé að standa sig t.d. í gegnum hrós, upplifi að það sé hluti af vinnustaðarhópnum og skipti máli. Einnig að fólk upplifi að það sé að vaxa í starfi og sinna einhverju sem skiptir það máli. Maður er manns gaman og það sýnir sig aftur og aftur að hver og einn skiptir máli.“ þegAr stArfsfólk missir trúnA „Það gerist stundum að fólk missir trúna á vinnustaðnum eða á stjórnendum og nær ekki að vinna með það öðruvísi en að vera stöðugt að úttala sig um það við alla alls staðar. Slíkt hefur neikvæð áhrif á starfsandann og skapar leiðindi á vinnustaðnum“ segir Eyþór. Aðspurður að því hvað starfsfólk og vinnustaðurinn geti gert til að endurvekja trúna og samstarfið segir Eyþór að „hver og einn beri ábyrgð á sinni ánægju og þar hefst þetta. Því til viðbótar bera stjórnendur ábyrgð á því að það sem snýr að vinnustaðnum sé í lagi. Samstarfsfólk verður að bera ábyrgð á því sem það segir og gerir. Góðir samstarfsmenn leggja sitt af mörkum til að bæta vinnustaðinn og skapa góðan starfsanda. Það er ómetanlegt.“ „Það er ekki við því að búast að allir séu sáttir við allt sem er gert og því er mikilvægt að geta umborið. Það er lífsins kúnst að kunna að vera óánægður, kunna að gagnrýna, leggja til lausnir og virða ólíkar skoðanir. Þannig eiginleikar eru ómetanlegir“

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.