SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8
8 friðbert trAustAson, formAður ssf, segir mikilvægt Að stjórnvöld drAgi úr álögum á fyrirtæki og lAunAfólk, drAgi úr verðbólgu og Afnemi gjAldeyrishöft. Viðræðuáætlun um endurnýjum kjarasamninga hefur verið samþykkt en kjarasamningar SSF renna út í lok nóvember. Ekki er hægt að semja nema til skamms tíma segir Friðbert þar sem ríkisstjórnin hefur enn ekki sýnt fullmótaða áætlun til lengri tíma. Friðbert er ómyrkur í máli varðandi allt tal um frekari hagræðingu innan bankakerfisins og frekari sameiningar banka. viðræðuáætlun um endurnýjun kjArAsAmningA Kjarasamningar SSF eru lausir til endurnýjunar í lok nóvember. Í byrjun þessa mánaðar skrifuðu forsvarsmenn SSF og Samtök atvinnulífsins (SA) undir viðræðuáætlun um endurnýjun kjarasamninga. SA fer með samningsumboð fyrir flest fyrirtæki þar sem félagsmenn SSF starfa. „Í viðræðuáætluninni er gert ráð fyrir því að afgreiða aðra liði en kaupliðinn í október, en formlegar viðræður um kaupliði samnings hefjist í nóvember“ segir Friðbert aðspurður um það hvort viðræður séu hafnar. skAmmtímAsAmningur einA færA leiðin „Það er alveg ljóst nú þegar að samið verður til 10-12 mánaða að þessu sinni“ segir Friðbert. Hann segir að kjarasamningar milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga verði aldrei gerðir nema með aðkomu ríkisstjórnar og sveitarfélaga. „Það er því tilgangslaust að semja um launahækkanir ef ríki og sveitarfélög taka alla slíka hækkun strax með hækkuðum álögum á launamenn, í formi skattahækkana, hækkun gjalda, orkuskatta, sjúklingaskatta o.s.frv. Núverandi ríkisstjórn hefur enn ekki sýnt á spilin og því eru skammtímasamningar eina leiðin að þessu sinni.“ mikilvægt Að stjórnvöld drAgi úr álögum „Áherslan er og verður alltaf bætt launakjör fyrir alla hópa innan SSF, launajafnrétti, jafnrétti til starfa og virk fjölskyldustefna þar sem frítími starfsmanna er virtur“ segir Friðbert aðspurður um megináherslur SSF við endurnýjun kjarasamnings. Að hans mati er hagvöxtur enn of lítill til að standa undir miklum launahækkunum í prósentum talið og því er „enn mikilvægara að stjórnvöld dragi úr álögum bæði á fyrirtæki og launamenn með skattalækkunum og hugsanlega hækkun persónuafsláttar“. Hann telur það vera sameiginlegt markmið allra að draga úr verðbólgu og aflétta gjaldeyrishömlum sem allra fyrst til að fjármálakerfið og fjárfestar fái stöðugra umhverfi og atvinnulífið meiri möguleika til að greiða hærri laun. „Ísland er láglaunaland í dag í samanburði við hin Norðurlöndin og norðurhluta Evrópu. Því verður að breyta til betri vegar“. umræðAn um stærð íslenskA bAnkAkerfisins á villigötum Undanfarin misseri og ár hefur það verið tíðrætt að bankakerfið á Íslandi sé of stórt og hafa ýmsir fullyrt að það hafi jafnvel ekkert minnkað frá hruni. Friðbert telur að þessi umræða um stærð bankakerfisins og fjölda starfsmanna fjármálafyrirtækja sé „því „ÍSLAND ER LÁGLAUNALAND“ segir friðbert traustason, formaður ssf. „Það er því tilgangslaust að semja um launahækkanir ef ríki og sveitarfélög taka alla slíka hækkun strax með hækkuðum álögum á launamenn, í formi skattahækkana, hækkun gjalda, orkuskatta, sjúklingaskatta o.s.frv.“

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.