SSFblaðið - 01.10.2013, Page 10

SSFblaðið - 01.10.2013, Page 10
10 í kjArAsAmningi ssf, grein 1.7, segir um stArfsmAnnAviðtöl Að stArfsmAður eigi rétt á viðtAli við yfirmAnn einu sinni á ári um störf sín og hugsAnlegA breytingu á stArfskjörum. Jafnframt segir að veita eigi slíkt viðtal innan tveggja mánaða. Markmiðið með starfsmannaviðtali er að bæði yfirmaður og starfsmaður geti tjáð sig um starfið og tengd mál. Til að starfsmannaviðtalið verði sem gagnlegast er æskilegt að aðilar ræði þau málefni sem snúa að starfi starfsmannsins. Til dæmis getur hér verið átt við: • helstu verkefni í stArfinu. • stArfið sjálft og vinnuálAg. þekkingu stArfsmAnnsins, fjöldA verkefnA, verkefnAstjórnun og ánægju í stArfi. • stArfsumhverfi. stArfsskilyrði og vinnuAðstöðu. • sAmskipti. við vinnufélAgA, viðskiptAvini og stjórnendur. upplýsingAflæði. • stArfsAndAnn á vinnustAðnum og endurgjöf næstA yfirmAnns til stArfsmAnnsins. • stArfsþróun og mArkmið. núverAndi stArfssvið, námskeið og mArkmið til t.d. 12 mánAðA. • önnur stArfskjör. Svokölluð starfsþróunarviðtöl sem fyrirtækið ákveður einhliða að framkvæma ár hvert eru ekki það sama og starfsmannaviðtöl (launaviðtöl) samkvæmt kjarasamningi SSF. Starfsmenn sjálfir óska eftir starfsmannaviðtali við yfirmann sinn, samkvæmt kjarasamningnum, þegar þeir telja þörf á að ræða starfið og starfskjör, þar með talin launakjör. Til þess að starfsmannaviðtal nýtist sem best er mikilvægt að starfsmaðurinn komi vel undirbúinn. Mikilvægt er að þú sem þátttakandi í samtalinu gerir þér grein fyrir hvað það er sem þú vilt ræða. Þannig er mikilvægt að skoða hug sinn til ýmissa hluta er varða starfið, til dæmis með því að skrifa niður allt það sem þú telur þig hafa gert vel á liðnu ári, starfstengd markmið og fara yfir launakjörin meðal annars með því að skoða launareiknivél og launakönnun á heimasíðu SSF. Undirbúningurinn er lykilatriði og auðvelt er að nálgast leiðbeiningar á netinu með því til dæmis að slá inn leitarorðin ,,starfsmannaviðtöl“ og ,,undirbúningur“. Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Fjármálastjóri SSF TÚLKUN KJARASAMNINGA STARFSMANNAVIÐTÖL/LAUNAVIÐTÖL menntunArsjóður ssf Opnað var fyrir umsóknir í Menntunarsjóð SSF þann 15. september sl. og eru þeir félagsmenn sem hyggjast mennta sig hvattir til að sækja um. Markmið sjóðsins er að efla félagsmenn í starfi, gera þá að betri starfsmönnum og samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Einnig skal sjóðurinn styrkja nám sem eflir félagsmenn til þátttöku í félagsstarfi Umsóknarfrestur fyrir nám á sumar- eða haustönn er til 15. janúar ár hvert en til 15. júní vegna vorannar. Allar nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarform er að finna á heimasíðu félagsins, www.ssf.is.

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.