SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 11

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 11
11 mikið hefur verið fjAllAð um stærð íslenskA fjármálAkerfisins og þá sérstAklegA umsvif viðskiptAbAnkAnnA undAnfArin ár. Sú umræða varð háværari í kjölfar falls íslenska fjármálakerfisins og aftur við útgáfu skýrslu um framtíðarskipan fjármálakerfisins sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið gaf út sl. vor. Fjölmargir hafa stigið fram og talið fjármálakerfið alltof stórt á Íslandi án þess að geta þess hver eðlileg stærð sé, sumir þeirra hafa fullyrt að það hafi, þrátt fyrir fall bankanna, farið stækkandi undanfarin ár. Í umræðunni um stærð íslenskrar fjármálastarfsemi er mikilvægt að kynna sér staðreyndir og lykiltölur, kynna sér samanburð og kunna skil á mögulegum afleiðingum sem fákeppni hefur á sviði fjármála – og innlánsstarfsemi. Mikil hagræðing hefur átt sér stað innan íslensku viðskiptabankanna undanfarin ár þrátt fyrir fullyrðingar manna um annað. Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja og verðbréfa- og fjárfestingasjóða fyrir árið 2012 sem Fjármálaeftirlitið tók saman staðfesta að viðskiptabankarnir hafa dregið saman starfsemi sína á undanförnum árum. Einnig hefur Bankasýsla ríkisins tekið saman lykiltölur fyrir árið 2012 og borið saman við lykiltölur um starfsemi viðskiptabankanna undanfarin ár í ársskýrslu sinni sem gefin var út í júní á þessu ári. stærð bAnkAkerfisins sú sAmA og árið 2002 Í ársskýrslu Bankasýslu ríkisins sem kom út í júní er farið ítarlega yfir starfsemi Bankasýslunnar í samræmi við lög en henni er falið að gefa efnahagsráðherra ítarlega skýrslu um starfsemi stofnunarinnar. Í skýrslunni má sjá greinargóða lýsingu á stöðu íslenska bankakerfisins og hún borin saman við stöðu undanfarinna ára. „Stærð bankakerfisins er oft mæld sem stærð efnahagsreiknings innlánsstofnana, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu en hagkvæmnin og stærðin er einnig oft mæld með því að greina kostnað og starfsmannafjölda bankakerfisins. Mælikvarðarnir á stærð bankakerfisins eru margir, svo og skilgreiningarnar og mikilvægt að hafa heildarmyndina í huga þegar tölurnar eru greindar og ályktanir dregnar.“ Í ársskýrslu Bankasýslunnar kemur fram að íslenska bankakerfið margfaldaðist að stærð á árum 1997 til 2007. „Í lok árs 2007 náði stærð bankakerfisins hámarki er íslenska bankakerfið var um tíföld landsframleiðsla. Fyrst eftir bankahrunið eða í lok árs 2008 var íslenska bankakerfið um 260% af VLF. Síðan þá hefur stærð þess lítillega dregist saman, en í lok árs 2011 námu eignir innlánsstofnana, viðskiptabanka og sparisjóða 2.932 ma.kr. sem var um 180% af VLF. Stærð bankakerfisins nú er svipuð og hún var á árunum 2002 (153%) og 2003 (197%), eða þegar ríkið losaði endanlega um meirihluta eign sína í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.“ íslenskAr innlánAsstofnAnir fremur litlAr í sAmAnburði við evrópskAr Vitnað er í skýrslu Evrópska Seðlabankans um bankakerfi Evrópu í lok árs 2010. Þar kemur fram að íslenskar innlánsstofnanir séu fremur litlar bornar saman við evrópskar innlánsstofnanir. Í samanburðinum kemur fram að eignir innlánsstofnana í Evrópu voru um 305% af VLF í lok árs 2009. Eignir íslenskra innlánsstofnana, viðskiptabanka og sparisjóða námu 2.957 ma.kr. í árslok 2009 skv. samantekt FME og var stærð íslenskra innlánsstofnana, sem hlutfall af VLF, því 197% í árslok 2009. Í skýrslunni segir að stærð íslenska bankakerfisins hafi verið mitt á milli Vestur- og Austur- Evrópu. „Í Austur-Evrópu voru eignir innlánsstofnana sem hlutfall af VLF að meðaltali 117%. Í Vestur- Evrópu var þetta hlutfall hins vegar 430%. Þegar þessi samanburður er skoðaður verður að hafa í huga að mjög var búið að vinda ofan af íslenska bankakerfinu árið 2009, en í árslok 2007 var stærð íslenskra innlánsstofnana um tíföld VLF eða 985%. Jafnframt skekkir þennan samanburð nokkuð að Íbúðalánasjóður er ekki talinn með innlánsstofnunum á Íslandi, en víða í Evrópu sjá innlánsstofnanir í mun ríkari mæli en á Íslandi um útlán til almennings vegna fasteignakaupa. Ef eignir Íbúðalánasjóðs eru taldar með eignum íslenskra innlánsstofnana er stærð íslenskra innlánsstofnana 250% af VLF og er stærðin því svipuð og í Finnlandi og Ítalíu. Einnig verður að taka tillit til þess í þessum samanburði að stórir alþjóðlegir bankar eru ekki með höfuðstöðvar á Íslandi líkt og í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi.“ fjöldi íbúA á hvert útibú Fullyrt er að bankar og fjármálafyrirtæki hafi þurft að hagræða og endurskipuleggja sig í kjölfar efnahagskreppunnar. „Ekki aðeins var farið að vinda ofan af efnahagsreikningum heldur beindist athyglin einnig í auknum mæli að grunnrekstri og arðbærni hans“ segir í skýrslunni. Dregið var úr fjölda útibúa, minni umgjörð og fjölmargir bankastarfsmenn misstu vinnuna. Á næstu síðu blaðsins má sjá hvernig útibúum hefur farið fækkandi en íbúum eða viðskiptavinum á hvert útibú hefur fjölgað úr 2.187 í lok árs 2008 upp í 3.067 á hvert útibú í lok árs 2012. Mögulegum viðskiptavinum hefur því fjölgað um 38,9% að meðaltali á hvert útibú, en útibúum hefur fækkað úr 146 í lok árs 2008 í 105 í lok árs 2012. „Í samanburði við önnur lönd í Evrópu var fjöldi íbúa á hvert útibú á Íslandi fyrir neðan meðaltal í lok árs 2009. Íbúar á hvert útibú voru að meðaltali 3.200 í Evrópusambandinu samanborið við 2.425 á Íslandi og var Ísland í 19. sæti af 27 löndum. Hins vegar hefur orðið veruleg fjölgun íbúa á hvert útibú á Íslandi frá lokum árs 2009 til loka árs 2012 er 3.067 manns voru á hvert útibú og var Ísland nálægt meðaltali í Evrópu og í 14. til 15. sæti með svipaðan fjölda íbúa á hvert útibú og er í Danmörku, Ungverjalandi og Slóveníu. Almennt eru hlutfallslega fæstir íbúar um hvert útibú í Suður-Evrópu, eða tæplega 2.000 íbúar á hvert útibú, en flestir í Norður-Evrópu þar tæplega 4.300 íbúar eru um hvert útibú“ segir í skýrslu bankasýslunnar. Framhald á næstu síðu. STÆRÐ ÍSLENSKA BANKAKERFISINS

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.