SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14
14 „Þar sem útibúin eru heldur fleiri á hvern íbúa á íslandi en að meðaltali í evrópusambandinu mætti ætla að Þau væru heldur smærri. Þegar litið er til stærðar útibúa er m.a. unnt að horfa á tvenns konar mælikvarða. Annars vegar fjölda starfsmanna á hvert útibú og hins vegar heildareignir á hvert útibú. Íslensk útibú virðast vera lítillega yfir meðalstærð ef horft er til starfsmannafjölda á hvert útibú, þvert á það sem ætla mætti miðað við fjölda íbúa á hvert útibú og smæð og dreifbýli Íslands“ segir í skýrslunni. Að meðaltali voru um 27 starfsmenn á hvert útibú á Íslandi en að meðaltali í Evrópusambandinu voru 20 starfsmenn á hvert útibú í lok árs 2010. Þótt fjöldi starfsmanna á hvert útibú sé heldur meiri á Íslandi virðist fjöldinn þó vera svipaður og í nágrannalöndum okkar, þ.e. Danmörku og Svíþjóð. Hins vegar er fjöldi viðskiptavina á hvert útibú í Svíþjóð og Danmörku meiri en á Íslandi og því eðlilegt að útibúin séu stærri. Að mati skýrsluhöfunda er talið að líkleg skýring á þessu sé sú að starfsmannafjöldi höfuðstöðva sé meiri í hlutfalli við útibú á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu vegna smæðar íslenskra innlánsstofnana. „Kostnaður við stoðkerfi í bankarekstri eykst sjaldnast línulega með stærð. Vægi stoðkerfa hefur aukist verulega á síðustu árum. Samkvæmt rannsóknum fræðimanna er það ein helsta ástæða þess að stærðarhagkvæmni í bankarekstri hefur aukist jafn mikið og raun ber vitni. Kostnaður við rekstur tölvu– og upplýsingakerfa eykst lítið með stærð, en mikill stofnkostnaður fylgir oftast fjárfestingu í þeim.“ Þá er regluverk þyngra og eftirlit með bönkum meira en áður. Vaxtaumhverfi bankanna skiptir einnig miklu máli, hár vaxtamunur og hátt vaxtastig geta skýlt óhagkvæmum rekstrareiningum. meðAlstArfsmAnnAfjöldi fjármálAfyrirtækjA árið 2012 Í febrúar 2008 voru 5.500 manns starfandi í bönkum og sparisjóðum á Íslandi en að meðaltali störfuðu 4360 manns í bönkum og sparisjóðum árið 2012. yfirlit yfir stArfsmAnnAfjöldA stArfsfólks fjármálAfyrirtækjA. Viðskiptabankar Arion banki hf. 927 Íslandsbanki hf. 1.119 Landsbankinn hf. 1.283 MP banki hf. 97 Samtals: 3.426 Sparisjóðir: AFL sparisjóður 41 Sparisjóður Bolungarvíkur 10 Sparisjóður Höfðhverfinga 9 Sparisjóður Norðfjarðar 8 Sparisjóður Strandamanna 5 Sparisjóður Suður-Þingeyinga 11 Sparisjóður Svarfdæla 9 Sparisjóður Vestmannaeyja 30 Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis 10 Samtals: 133 Reiknistofa bankanna hf. 166 Fjármögnunarfyrirtæki Borgun hf. 93 Byggðastofnun 21 Íbúðalánasjóður 98 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 3 Lýsing hf. 46 Straumur fjárfestingabanki hf. 33 Valitor hf. 154 Samtals: 448 Verðbréfafyrirtæki: ALM Fjármálaráðgjöf hf. 4 Arev verðbréfafyrirtæki hf. 5 Arctica Finance hf. 18 Auður Capital hf. 30 Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. 5 H.F. Verðbréf hf. 9 Íslensk verðbréf hf. 21 Jöklar- Verðbréf hf. 2 T-Plús hf. 7 Virðing hf. 18 Samtals: 119 Aðrir 68 Meðalfjöldi starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2012: 4.360 Heimild: Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um fjármálafyrirtæki. Heildarniðurstöður ársreikninga 2012. Útgefið 2013. STARFSMENN Í FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.