SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 15

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 15
15 gert er ráð fyrir því í nýfrAmlögðu fjárlAgAfrumvArpi Að fjársýsluskAtturinn verði lækkAður í 4,50%, úr 6,75%. Fjársýsluskattur var lagður á fjármálafyrirtæki árið 2011, oft kallaður bankaskatturinn. Með tilkomu hans var lagður skattur sem nemur í dag 6,75% á heildarlaunagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. SSF hefur ítrekað lýst því yfir, m.a. í umsögnum að fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára, að skattlagningin mismuni einni starfstétt umfram aðra og sé í reynd launaskattur. Þá vöruðu samtökin við því árið 2011 að fjársýsluskatturinn kæmi til með að ýta undir fækkun starfa. Aðalfundur SSF 2013 ályktaði harðlega gegn skattinum og sagði hann hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja og þess krafist að skatturinn yrði afnuminn af launum félagsmanna. jákvætt skref Friðbert Traustason fagnar því að gert sé ráð fyrir að fjársýsluskatturinn lækki í fjárlagafrumvarpinu en tekur það fram að baráttunni sé ekki lokið fyrr en að skattlagningunni verði hætt. „SSF hefur barist gegn álagningu „fjársýsluskatts“ alveg frá því við heyrðum áform um álagningu hans árið 2010. Þessi skattur er ekkert annað en viðbótar „launaskattur“ ofan á þann launaskatt, tryggingagjaldið, sem fyrirtæki almennt þurfa að greiða. Þessi skattur er lagður á eina starfsstétt sem er ekkert annað en mismunun á vinnumarkaði og leiðir beint til fækkunar starfa í þessari mikilvægu starfsgrein, fjármálaþjónustu“ segir Friðbert. Hann segist ekki trúa öðru en að „núverandi stjórnvöld sem telja sig hafa betri þekkingu á atvinnurekstri en þau sem á undan voru, afleggi þennan illa ígrundaða skatt.“ Hann segir að SSF hafi barist ötullega gegn skattinum á undanförnum árum og mótmælt skattlagningunni harðlega og sú barátta hefur „náð eyrum stjórnmálamanna og ekki síður starfsmanna ráðuneytisins og skilað því að þessi skattur verður nú lækkaður og vonandi afnuminn á kjörtímabilinu“ segir Friðbert. FJÁRSÝSLUSKATTURINN LÆKKAÐUR Í 4,5% „Þessi skattur er ekkert annað en viðbótar „launaskattur“ ofan á þann launaskatt, tryggingagjaldið, sem fyrirtæki almennt þurfa að greiða“ vissir þú Að... ...einn 10.000 króna seðill kostar 29 krónur í prentun. Peningaseðlarnir eru keyptir af breska fyrirtækinu De La Rue en fyrirtækið hefur prentað íslenska peningaseðla í 83 ár. Heimild: Viðskiptablaðið

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.