SSFblaðið - 01.10.2013, Síða 18

SSFblaðið - 01.10.2013, Síða 18
18 formAður ssf, friðbert trAustAson, komst í hAnn krAppAn á leið sinni frá reykjAvík í ísAfjArðArdjúp þAr sem hAnn ferðAðist með tengdAforeldrum sínum um miðjAn september sl. Þar fékk Friðbert hvorki meira né minna en vegavinnuhefil bókstaflega inn í bifreið sína. Atvikið átti sér stað er Friðbert hafði staðnæmst eftir að hafa komið akandi ofan af Bröttubrekku niður í Dali. Við Erpsstaði, þar sem fjölmargir stoppa á leið sinni vestur til að fá sér rómaðan ís úr hinu fræga mjólkurbúi, var Vegagerðin að vinna við vegarkafla. Á þessum stað stöðvaði Friðbert bifreið sem og aðrir bílar á eftir honum og fylgdust með vegheflinum rífa upp malbikið. Friðbert sem var fremstur á Volvo bifreið sinni fór eftir leiðbeiningum vegavinnufólks og keyrði varlega inná svæðið og stoppaði í ca. 15 metra fjárlægð frá heflinum. Taldi Friðbert sig öruggan þar sem honum var leiðbeint að fara og óraði ekki fyrir því að ökumaður hefilsins hefði ekki vitneskju um þau, en eftir að hefillinn hafði haldið örlítið áfram, stoppaði hann og hóf að bakka á hinum vegarhelmingnum. Öllum að óvörum „beygir hefillinn yfir á okkar vegarhelming, gefur nokkuð í og endar uppá vélarhlífinni með „ripperinn“ í gegnum framrúðuna bílstjóramegin hjá mér“ segir Friðbert. Hann segir að þetta hafi allt gerst frekar hratt og var „óraunveruleg uppákoma þar sem ég hef vanist því að treysta starfsmönnum vinnuvéla fullkomlega í gegnum árin við misjafnar aðstæður á vestfirskum vegum og heiðum. En svona fór og bíllinn ónýtur“. kom sér undAn „rippernum“ „Mér tókst að koma mér undan rippernum með því að leggjast í kjöltu tengdamömmu, sem var í hægra framsætinu, en yfir okkur dreifðist fíngerður glersalli úr öryggisframrúðunni, og helsta hættan var að fá sallann í augun. Ef mér hefði ekki tekist að koma mér undan rippernum hefði ekki farið vel“ svaraði Friðbert aðspurður hvort hann hefði verið í lífsháska. En til blessunnar sluppu allir vel að bílnum frátöldum, enginn meiddur en „allir frekar skelkaðir, ekki síst blessaður veghefilsstjórinn sem hefur starfað við vegagerð í 25 ár og aldrei lent í óhappi áður“ segir Friðbert. FORMAÐUR SSF Í LÍFSHÁSKA Eins og sjá má þá komst Friðbert, sem bílstjóri bifreiðarinnar, í hann mjög krappan. Bíllinn er gjörónýtur.

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.