SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19
19 „við erum að bregðast við Þessum nýja veruleika og reyna að móta hann um leið“ segir kristján kristjánsson, upplýsingAfulltrúi lAndsbAnkAns. stArfsfólk hættir Afgreiðslu reiðufjár Í lok nóvember mun Landsbankinn opna nýtt útibú í Vesturbænum í Reykjavík sem verður með gjörbreyttu sniði. Lögð verður ríkari áhersla á ráðgjöf og almenna þjónustu en í nýja útibúinu verða engar gjaldkerastúkur og starfsfólk mun ekki afgreiða reiðufé. „Viðskiptavinir geta þó sinnt öllum sínum venjulegu erindum eftir sem áður, borgað reikninga, millifært, tekið út reiðufé eða lagt inn á reikninga, en í stað þess að gera það hjá gjaldkera, munu þeir gera það í nýrri kynslóð hraðbanka og í tölvum sem verða aðgengilegar í útibúinu“ segir Kristján. Hann segir útibúið koma til með að verða mjög frábrugðið öðrum útibúum en augljósustu breytinga rmunu verða þær að það verða engar gjaldkerastúkur og starfsmenn munu ekki eiga fast skrifborð. Í stað þess að starfsfólkið verði í gjaldkerastúkum eða bak við skrifborð þá verður það „frammi í útibúinu til að aðstoða þá sem þess þurfa við að nýta hraðbanka og tölvur auk þess að sinna almennri þjónustu og ráðgjöf.“ ítArlegri fjármálAráðgjöf Í Vesturbænum verður lögð áhersla á að veita einstaklingum alla hefðbundna þjónustu „og heldur meira í raun, því við teljum að með þessum breytingum muni gæði þjónustu aukast. Nýtt útibú mun gera viðskiptavinum auðveldara að sækja ráðgjöf og okkar markmið er að aðgengi að starfsfólki verði þægilegra og að biðtími styttist. Það gerum við með því að auka sjálfvirkni og fækka handtökum við einfalda afgreiðslu. Á sama tíma viljum við byggja upp öflugri og sérhæfðari þekkingu og veita starfsfólki aukið svigrúm til að sinna dýpri og ítarlegri fjármálaráðgjöf en verið hefur. Hluti af því er að fjölga vottuðum fjármálaráðgjöfum í útibúinu. Samanlagt myndar þetta umtalsverða breytingu til batnaðar á þjónustu.“ Hann segir að Landsbankinn hafi sótt ráðgjöf og fyrirmyndir erlendis frá við innleiðingu nýja útibússins. Kristján segir að t.a.m. hafi Nordea farið þá leið að hætta að afgreiða reiðufé í sumum af sínum útibúum og gert víðtækar breytingar og hann segir að sumar þeirra leiða sé verið að skoða, en aðrar ekki. „Það er mikilvægt að breytingar af þessum toga henti íslensku samfélagi“ segir Kristján. heimsóknir í fArsímAbAnkAnn sjöfAldAst Kristján segir að reynsla nýja útibússins verði metin áður en ákvarðanir um fleiri slík útibú verða teknar. Hann segir þó ljóst að það eru að verða „miklar breytingar á tækni- og samskiptasviðinu sem varða öll fyrirtæki – þar með talið banka – og ekki er hægt að horfa framhjá. Yfir 80% allra snertinga viðskiptavina við útibú eru rafræn. Mánaðarlegar heimsóknir í farsímabanka Landsbankans, l.is hafa sjöfaldast síðustu 9 mánuði og síðuflettingar sexfaldast. Þær voru orðnar yfir milljón í september. Yfir 90% viðskiptavina í Vesturbæjarútibúinu eru virkir netbankanotendur. Svona má áfram telja. Þetta hefur allt áhrif á bankastarfsemi, á þjónustuna og dreifileiðirnar. Við erum að bregðast við þessum nýja veruleika og reyna að móta hann um leið“ segir Kristján. GJÖRBREYTT ÞJÓNUSTA Í NÝJU ÚTIBÚI félAgsmenn Athugið! Frá og með 7. október 2013 eru umsóknir um almennan styrk í Styrktarsjóð SSF rafrænar. Sótt er um á heimasíðu SSF, www.ssf.is Um er að ræða sama kerfi og notað hefur verið til að taka á móti umsóknum í Menntunarsjóð SSF. Þar hefur reynst vel að taka rafrænt við umsóknum og trúum við því að þessi breyting verði til hins betra fyrir félagsmenn. Skanna þarf frumrit kvittana og hengja við umsóknir. Í öllum tilfellum er sendur staðfestingarpóstur þegar umsókn er móttekin, ef slíkur póstur berst ekki hefur mistekist að senda inn umsókn. Skrifstofa SSF

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.