SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 21

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 21
21 Í nokkrum tölublöðum Bankablaðsins á árunum 1936 – 1941, með hléum, má sjá ritdeilur manna um ráðningar gjaldkera við hin ýmsu útibú. Af umfjöllununum að dæma voru um afdráttarlausar ádeilur að ræða þar sem Samtök blaðamanna gagnrýndu ákveðnar ráðningar og samtökunum var svo svarað fullum hálsi í tölublöðum þar á eftir. Á meðfylgjandi síðu má sjá bréf sem Sigurður Guðmundsson skrifar blaðinu til svara þeirri gagnrýni sem kom fram í Bankablaðinu fyrr árið 1935. Þar höfðu Samtök blaðamanna gagnrýnt ráðningu Sigurðar sem gjaldkera við útibú Útvegsbankans á Ísafirði. Gagnrýndu samtökin að bakari hefði verið ráðinn sem gjaldkeri án reynslu úr gjaldkerastörfum. Sigurður svarar hér gagnrýni samtakanna með bréfi til blaðsins sem er svarað í sama blaði af samtökunum fullum hálsi. Á seinni síðunni er afrit af síðu Bankablaðsins frá júlí 1940 en þar er gagnrýnd ráðning í stöðu útibússtjóra Landsbankans á Eskifirði. Vilja samtökin meina að ráðningin hafi ekki verið á faglegum forsendum. Segir í blaðinu að „þaulreyndir og prýðilegustu menn úr starfsliði Landsbankans“ hefðu sótt um stöðuna. „Engin þeirra gat komið til greina, að dómi bankaráðs, að hreppa stöðuna, heldur varð fyrir vali kaupfélagsstjóri austur á fjörðum“. Fjölmörg viðtöl eru að finna í Bankablöðum við áhrifafólk í fjármálalífi Íslendinga. Meðfylgjandi eru sýnishorn úr gömlum tölublöðum Bankablaðsins, þar eru viðmælendur Bjarni Ármannsson, þá nýráðinn forstjóri Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Már Guðmundsson, þáverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, um áhrif evrunnar en viðtalið er tekið skömmu áður en gjaldmiðillinn evran er gefin út en hún kom út 1. janúar 1999. Þá er viðtal við Finn Ingólfsson, þáverandi iðnaðar – og viðskiptaráðherra, um hlutafélagavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem þá var unnið að. Fyrsta tölublað Bankablaðsins 1996. Sagt var frá því að „kaflaskil hafa orðið í íslenskri afbrotasögu og einnig bankasögu.“ Í blaðinu er fjallað um fyrsta íslenska bankaránið en rán var framið í útibúi Búnaðarbankans í Vesturbæjarútibúi þann 18. desember 1995. Þrír glímuklæddir menn ruddust inn í útibúið, vopnaðir hnífum og haglabyssu, og hrópuðu „vopnað rán“. Þeir brutu upp gjaldkerakassa og er talið að þeir hafi hlupið á brott með á aðra milljón króna. Málið hefur aldrei verið upplýst. Sagt var frá því í Tímanum daginn eftir ránið að það hefði verið vel skipulagt. Starfsfólk útibúsins varð skelkað og þáði áfallahjálp síðar um daginn. Í þessu tölublaði Bankablaðsins er rætt við Jóhönnu Sigurjónsdóttur um ránið en hún var útibússtjóri í Vesturbæjarútibúi þegar ránið var framið.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.