SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 22

SSFblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 22
22 seðlAbAnki íslAnds hefur í lAngAn tímA unnið Að því Að setjA nýjAn 10.000 kr. seðil í umferð. 10.000 kr. seðillinn var fyrst kynntur á aðalfundi Seðlabankans vorið 2012. Seðillinn verður fyrsti nýji seðillinn sem tekinn er í notkun síðan að 2.000 krónur voru settar í umferð árið 1995, síðan þá hafa einungis verið gerðar uppfærslur á 5.000, 1.000 og 500 króna seðlunum. Í fréttatilkynningu Seðlabankans segir að „tilgangur 10.000 kr. seðilsins er að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari.“ Samkvæmt upplýsingum af vef Seðlabankans kemur fram að lengi hafi staðið til að gefa út 10.000 króna seðil og hófst undirbúningur fyrst að gerð hans árið 2006 en vegna fjármálakreppunnar seinkaði útgáfu hans. Seðillinn er hannaður af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. seðillinn og myndefni hAns Seðillinn er tileinkaður Fjölnismanninum Jónasi Hallgrímssyni. Í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. Stærð seðilsins er 70 x 162 millimetrar. Aðallitur er blár. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Á seðlinum eru Háafjall og Hraundrangi mótuð úr nýyrðum Jónasar, en hann var mikilvirkur nýyrðasmiður. Þessi nýyrði má finna á heimasíðu Seðlabankans. Mynstrið undir fjárhæð seðilsins er unnið út frá mynstursbekk á kápu tímaritsins Fjölnis. Mynstrið á öryggisborða er einnig unnið út frá mynstursbekk á kápu Fjölnis svo og borðar og mynstur á framhlið. Ljóðlínur eru úr kvæðinu Ferðalok og eru með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs í fjarvíddarvörpun mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið frá áningarstað hans við Neðri-Brunna ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina 10.000 KRÓNA SEÐILL Í UMFERÐ Fimmtudaginn, 24. október 2013, verður nýr tíu þúsund króna seðill settur í umferð. Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni alþýðufræðara, skáldi, íslenskumanni og náttúrufræðingi. Framhlið 10.000 króna seðilsins. Mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Á seðlinum eru Háafjall og Hraundrangi mótuð úr nýyrðum Jónasar, en hann var mikilvirkur nýyrðasmiður. Þessi nýyrði má finna á heimasíðu Seðlabankans. Blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið frá áningarstað hans við Neðri-Brunna ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina í fjarvíddarvörpun. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel. Ljóðlínur í rithönd Jónasar eru úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Núna eru um 14 milljónir seðla í umferð á Íslandi og Seðlabankinn eyðir að jafnaði um 5 milljónum seðla á ári“

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.