SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 5

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 5
5 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu. Starfsmenn og stjórn SSF Sigríður Birgisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði og tók hún við stöðunni 1. desember. Sigríður lauk námi í Vottun fjármálaráðgjafa vorið 2012 og á einnig að baki nám í viðskipta- og fjármálafræðum. „Sigríður hóf fyrst störf hjá Landsbankanum á Höfn í Hornafirði í janúar 1982. Hún hefur starfað þar nánast óslitið síðustu 25 ár og á þeim tíma tekið þátt í ýmsum sérverkefnum um allt land á vegum bankans. Sigríður er fædd 1962. Hún er gift Guðmundi Ólafssyni, trésmíðameistara og eiga þau þrjá uppkomna syni“ segir í tilkynningu bankans. NÝR ÚTIBÚSSTJÓRI LANDSBANKANS rafræna launasEðla Þegar félagsmaður fær greiddan styrk úr sjóðum SSF er um leið sendur rafrænn launaseðill í netbanka viðkomandi. Það er gott að hafa í huga þegar spurningar vakna um greiðslurnar. Bendum einnig á að best er að fylgjast með innborgunum í netbankanum. virk starfsEndurhæfingarsjóður Að SSF er aðili að VIRK starfsendurhæfingarsjóði og eiga félagsmenn SSF því möguleika á að nýta sér þjónustu sjóðsins. Sjá nánar á www.virk.is minnum á

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.