SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 6

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 6
6 mikilvægi trúnaðarmannanámskEiða fyrir trúnaðarmEnn Er umtalsvErt og Er lEitast við að vEra mEð fræðslu sEm gagnast fólki. Rósa Jennadóttir, umsjónarmaður sjóða og trúnaðarmannanámskeiða SSF, segir að ekki sé síður mikilvægt að námskeiðin skapi „vettvang fyrir trúnaðarmenn til að koma á framfæri því sem brennur á fólki, kynnast og ræða málin.“ Fyrri dag námskeiðsins var fjallað um samningatækni. Elmar Hallgrímsson, ráðgjafi hjá Advance, hélt þar fyrirlestur og gerði það á mjög lifandi og skemmtilegan hátt. Eftir fyrirlesturinn hófst hópavinna sem var gagnleg og afar skemmtileg að mati trúnaðarmanna. Seinni dagurinn fór í vinnu sem sneri að endurútgáfu handbókar trúnaðarmanna. Handbók trúnaðarmanna var síðast gefin út árið 1994 og hefur í gegnum árin þjónað góðum tilgangi og gagnast starfsfólki og trúnaðarmönnum SSF vel en mikið af efni bókarinnar þarfnast uppfærslu og því hefur SSF ákveðið að endurútgefa handbókina. Það er mikilvægt að handbókin nýtist trúnaðarmönnum sem best og því eru engir betri til að aðstoða við þá vinnu en trúnaðarmennirnir sjálfir. Margar gagnlegar og góðar hugmyndir komu fram sem eiga eftir að nýtast við útgáfu bókarinnar. Áætlað er að bókin komi út á fyrstu mánuðum nýs árs. Að lokum voru umræður um komandi kjarasamningsviðræður og farið yfir hverjar megináherslur SSF ættu að vera við gerð nýrra kjarasamninga. Unnið var í vinnuhópum við það að forgangsraða og ræða áherslupunkta kjarasamningsviðræðanna. Samkvæmt könnunum SSF eru trúnaðarmenn SSF almennt ánægðir með trúnaðarmannanámskeiðin og telja námskeiðin koma að góðum notum fyrir þeirra störf. TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ SSF ssf hélt trúnaðarmannanámskEið iv dagana 17. og 18. októbEr sl. á hótEl Örk í hvEragErði. á námskEiðið mættu 29 af rEyndustu trúnaðarmÖnnum ssf Elmar Hallgrímsson, ráðgjafi hjá Advance Frá námskeiði í samningatækni. f.v. Ragnhildur, Jóhanna Kristín, Sigurlaug og Guðríður

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.