SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 15

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 15
15 Síðustu helgina í júní gekk um 30 manna hópur Laugaveginn frá Landmannalaugum að Þórsmörk. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og hefur verið ákveðið að bjóða aftur uppá svipaða ferð á næsta ári þar sem færri komust að en vildu. Í haust voru líka gengnar tvær gamlar þjóðleiðir, Síldarmannagötur frá Hvalfirði að Skorradal í september og Selvogsgatan í október. matarklúbbur sí Matarklúbburinn er með fjölmennari klúbbum Starfsmannafélags Íslandsbanka og stendur fyrir ýmsum námskeiðum í matargerð á borð við grillnámskeið á vormánuðum, sushi námskeiðum sem alltaf eru vinsæl, jólakonfektnámskeið og ekki má gleyma árlegu sælkera matarboði þar sem færri komast að en vilja. handavinnuklúbbur sí Handavinnuklúbburinn er elsti starfandi klúbbur bankans. Klúbburinn byrjaði upphaflega sem bútasaumsklúbbur en hefur þróast út í allskonar handavinnu. Klúbbsfélagar mæta einu sinni í mánuði eftir vinnu og sitja við fram yfir kvöldmat. Eftirlaunaþegar hafa haft kost á að mæta og hefur klúbburinn notið góðs af reynslu þeirra í handavinnu. sjósundsklúbbur sí Ofurhugar mæta einu sinni til tvisvar í mánuði í Nauthólsvík og stinga sér til sunds, hvernig sem viðrar. Klúbburinn hefur verið ötull við að kynna starfsmönnum kosti sjósunds og hvetja til þátttöku. vEiðiklúbbur sí Markmiðið með klúbbnum er að efla veiðisportið innan bankans, tengja saman alla þá fjölmörgu starfsmenn sem hafa áhuga á veiði og síðast en ekki síst að bjóða góð tilboð sem nýtast veiðimönnum og fjölskyldum þeirra.  Allir starfsmenn sem greiða félagsgjöld í SÍ eru velkomnir í klúbbinn og er félagsgjald ekkert. huglEiðsluklúbbur  sí Hugleiðsluhópur Íslandsbanka hittist hálfsmánaðarlega. Hópurinn hefur fengið myndlistarmanninn Tolla til liðs við sig sem leiðbeinanda en hann hefur á liðnum árum  kynnt hugleiðsluaðferðir og íhugun fyrir smærri og stærri hópum. annað félagsstarf Félagsstarf SÍ er fjölskylduvænt og niðurgreitt af félaginu. Með því að hafa öflugt félagslíf er aukið á samheldni, vellíðan og vinnugleði. Þeir viðburðir sem félagið stendur fyrir í samvinnu við Íslandsbanka er m. a. árshátíðin sem er stærsti viðburður innan bankans. Síðustu ár hefur Stefnumótunarfundur verið haldinn sama dag og árshátíð og hefur það gefist vel. Aðrir viðburðir eru Fjölskyldudagur, Fjölskyldubingó í Vinabæ um jól og páska, Jólaball á Broadway fyrir alla fjölskylduna, Keilumót, Skautadagur og fleira. Félagsstarf eftirlaunaþega SÍ er einnig starfrækt á ári hverju, eftirlaunaþegar hafa aðgengi að orlofshúsum og farið er í dagsferð einu sinni á ári í samstarfi við Mannauðssvið. Starfsmenn eiga ekki allir möguleika á því að mæta á viðburði SÍ vegna fjarlægðar frá höfuðborginni en þá hafa skemmtinefndir útibúa á landsbyggðinni verið duglegar við að taka sig saman og halda svipaða viðburði í sínu útibúi og fengið viðburðinn niðurgreiddan af SÍ eins og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þar má meðal annars nefna bingó, skautadag og jólaball. SÍ hefur yfir að ráða 20 sumarhúsum og íbúðum á víð og dreif um landið. 14 eru á Suðurlandi, 4 á Norðurlandi, 1 á Austurlandi og 1 á Vestfjörðum. Hafa starfsmenn nýtt sér þessi hús vel. Handavinnuklúbburinn að störfum Ofurhugar sjósundsklúbbsins að búa sig undir sund í Nauthólsvík

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.