SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 17

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 17
17 Það er orðið algengt að starfsmenn fái afhenta snjallsíma og fartölvur frá vinnuveitanda sínum, sem í staðinn ætlast til þess að alltaf sé hægt að ná í viðkomandi starfsmann. Þetta veitir starfsmanninum aukinn sveigjanleika að því er varðar starfstilhögun, en skilin milli vinnu og frítíma verða að sama skapi óljósari. Samtök norskra starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa gert ráð fyrir því að falin vinna eigi sér stað innan fjármálafyrirtækja, án þess að hafa búið yfir upplýsingum um mögulegt umfang hennar. brautryðjandastarf viðskiptaháskólans bi Viðskiptaháskólanum BI var falið það verkefni að framkvæma stóra könnun á umfangi falinnar vinnu. BI unnu brautryðjandstarf á þessu sviði, en viðlíka könnun hefur ekki verið framkvæmd áður. „Niðurstöðurnar staðfestu grunsemdir okkar, en umfang falinnar yfirvinnu í okkar starfsgrein var meira en við töldum“ segir Pål Adrian Hellman, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi. Markmiðið með könnuninni var að auka þekkingu á falinni vinnu. Norsku samtökin búast við því að stjórnendur fyrirtækja taki niðurstöðum könnurinnar af fullri alvöru og bregðist við þeim í samstarfi við fulltrúa stéttarfélagsins. Markmiðið hljóti að vera að lágmarka umfang falinnar vinnu innan hvers fyrirtækis fyrir sig. hvErs vEgna sinna mEnn falinni vinnu? Skýrslan sýnir að starfsmenn eru líklegri til að sinna falinni vinnu vegna ákveðinna aðstæðna svo sem þegar þeir upplifa starfsóöryggi, vegna innri hvata, vegna krafna um að bæta við sig menntun eða vegna sveigjanleika í starfi, það er hvar og hvenær starfinu er sinnt. Margir starfsmenn upplifa óvissu um hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Það er eðlilegt í því ástandi sem nú ríkir þar sem endurskipulagningar og uppsagnir eru tíðar. Starfsmenn vinna meira ef þeir hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, það á líka við um falda vinnu. Könnunin leiddi þó einnig í ljós jákvæðar niðurstöður til að mynda að því er varðar þá innri hvatningu sem margir meðlima norsku samtakanna greindu frá. Rannsóknin sýndi fram á að innri hvatning leiðir til þess að starfsmenn sinntu meiri vinnu en krafist var af þeim. Innri hvatning er tilkomin vegna ánægju af því að sinna starfinu en ekki vegna launa. Um það bil helmingur aðspurðra svaraði því til að nokkrum sinnum í mánuði eða oftar ættu þeir erfitt með að mæta þeim kröfum sem gerðar eru um vinnuframlag án þess að vinna meira en þeir fengu greitt fyrir. Það er ekki óeðlilegt að ætla að nýjir starfsmenn sinni meiri falinni vinnu en þeir sem hafa starfað lengur innan fyrirtækisins en könnunin sýndi hins vegar ekki fram á samhengi milli starfsaldurs og fjölda falinna vinnustunda. kEmur ssf Ekki á óvart ”Könnunin kemur mér ekki á óvart” segir Friðbert Traustason, formaður SSF. ”Ég held að umfang falinnar vinnu sé jafnvel meira hjá þessum sömu hópum hér á landi. Mikið af vinnunni er örugglega unnin af einskærum áhuga starfsmanna á starfi sínu og framþróun fyrirtækisins.” Friðbert segir nauðsynlegt að kanna þessi mál betur hér á landi og hefur SSF leitað til Ástu Snorradóttur, starfsmanns rannsókna – og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins. Ásta hefur verið að starfa undanfarin misseri fyrir SSF m.a. við gerð kannana og úrvinnslu um líðan starfsmanna, vinnuálag, starfsánægju o. fl. augljóst samhEngi Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að falin vinna hafi neikvæðar afleiðingar fyrir bæði starfsmenn og atvinnuveitendur. Falin vinna leiðir til kulnunar í starfi, árekstra á vinnustað og innan fjölskyldunnar og starfsleiða. Samhengi milli falinnar vinnu og kulnunar er augljóst. Falin vinna leiðir til þess að starfsmenn fyllast þreytu og vonleysi og verða uppgefnir. Einbeitingarleysi gerir einnig vart við sig, sem hefur í för með sér neikvæðar afleiðingar bæði fyrir starfsmenn og vinnuveitendur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru það sölufulltrúar, forritarar og fyrirtækjaráðgjafar sem sinna mestri falinni vinnu, almennt skrifstofufólk gerir það hins vegar í minna mæli. Athygli vekur að samkvæmt könnuninni telja karlar sig sinna meiri falinni vinnu en konur. En ef litið er til þeirrar viku, þegar falin vinna var mæld í tengslum við könnunina, kemur hins vegar í ljós að ekki er markverður munur milli karla og kvenna í þessu sambandi. fróðlEgt fyrir alla Rannsóknarniðurstöðurnar eru áhugaverðar fyrir stóran hluta atvinnulífsins, ekki bara fjármálafyrirtækin. „Við teljum að falin vinna fari einnig fram innan annarra atvinnugreina í þekkingariðnaðinum. Því eru skilaboð okkar til annarra skýr, aflið ykkur þekkingar. Ný ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún ætli sér að slaka á vinnulöggjöfinni og stuðla að því að óslitinn vinnudagur verði meginreglan í atvinnulífinu. Í því sambandi er þekking á falinni vinnu, sem byggð er á rannsóknum, afar mikilvægt innlegg í umræðuna“ segir formaður norsku samtakanna. um kÖnnunina Það telst falin vinna þegar starfsmaður notar tíma sinn í þágu atvinnuveitanda án þess að fá greitt fyrir það yfirvinnukaup eða fá að taka út frí í stað unninna stunda. Falin vinna getur falist í því að svara vinnutengdum símtölum eða tölvupóstum utan vinnutíma. kÖnnunin var sEnd í tÖlvupósti til 23.000 starfsmanna fjámálafyrirtækja og tryggingarfélaga. • Í fyrri hluta könnunarinnar var spurt hversu margar klukkustundir viðkomandi hefði eytt í falda vinnu í síðastliðinni viku. • Í seinni hlutanum var spurt hversu margar klukkustundir viðkomandi taldi sig hafa eytt í falda vinnu á síðastliðnu ári. • 6.571 svör bárust við fyrri hluta og 4.528 við seinni hlutanum. • 97,6% svarenda voru fastráðnir. • 68.3% störfuðu fyrir fjármálafyrirtæki og 24,5% fyrir tryggingafélög. • 11,4% voru í stjórnendastöðu, • Meðalaldur svarenda var 48,4 ár. Það telst falin vinna þegar starfsmaður notar tíma sinn í þágu atvinnuveitanda án þess að fá greitt fyrir það yfirvinnukaup eða fá að taka út frí í stað unninna stunda. Falin vinna getur falist í því að svara vinnutengdum símtölum eða tölvupóstum utan vinnutíma.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.