SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 20

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 20
20 Algengast er að tengja snjallsíma við vinnunetfangið til að geta lesið tölvupóst í símanum. Fartölvur og spjaldtölvur eru einnig tengdar en ekki eru öll fyrirtæki sem heimila tenginu við þann búnað. Sum fyrirtæki hafa bannað það algjörlega á meðan önnur hafa heimilað slíkar tengingar. Ein helsta áskorun tölvudeilda er hvernig eigi að þjónusta notendur þegar kemur að þeirra eigin tækjum. Tölvubúnaður sem starfsmenn óska eftir að nýta í starfi er af ýmsum toga og sífellt koma nýjar útgáfur á sjónarsviðið. Því getur það reynst flókið fyrir tölvudeildir fyrirtækja að finna út úr því hvort vandamál sem upp koma liggi í einkabúnaði starfsmanns eða tölvukerfi fyrirtækisins. Það er því krefjandi og tímafrekt fyrir tölvudeildir að bjóða upp á þjónustu á borð við BYOD. Öryggisáhætta Hvernig eru öryggismálin í kringum BYOD? Samskipti fyrirtækja fara í síauknum mæli fram á rafrænan hátt og viðkvæmar upplýsingar eru æ oftar vistaðar í tölvuskýjum. BYOD-búnaður án nægjanlegra öryggisráðstafanna sem gleymist á ferðalagi eða er stolið getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirækið og leitt til þess að viðkvæmar upplýsingar komast í rangar hendur. Það er ómögulegt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsmenn nýti sér örugga innskráningu í eigin smartsíma, spjaldtölvur og fartölvur. Að mati Gartner Inc., sem er leiðandi tækniráðgjafarfyrirtæki á heimsvísu, getur verið hætta á að notendur sæki sér skaðleg öpp eða fari á netsíður sem geta nýtt sér öryggisveilur til að koma fyrir skaðlegum hugbúnaði á borð við njósnahugbúnað. Að auki er það áhættusamt að einkatölvubúnaður sé oft notaður utan öruggs netkerfis fyrirtækisins. Þá er einnig hætta staðrEyndir og lykiltÖlur 71% fyrirtækja bjóða upp á BYOD að einhverju leyti. Árið 2014 verður hver starfsmaður með 3,3 nettengd tæki. 43% fyrirtækja hafa sett saman BYOD öryggisáætlun. 50% fyrirtækja sem notast við BYOD láta starfsmenn standa straum af öllum kostnaði við tækjakaup. Fjöldi spjaldtölva, sem fyrirtæki afhenda starfsmönnum, mun aukast um 50% á ári næstu árin. 73% þeirra sem nota spjaldtölvu á vinnustað, nota hana til að vafra á netinu. 69% þeirra sem nota spjaldtölvu, nota hana til að lesa og skrifa tölvupóst. 67% þeirra sem nota spjaldtölvu, nota hana til fjarvinnu. BYOD tölfræði 2012. Grunnur: Alþjóðleg könnun meðal 600 upplýsingatæknifyrirtækja. Heimild: www.pinterest.com

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.