SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 21

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 21
21 á að eldveggir séu ekki nægilega öryggir þegar búnaður er tengdur að heiman eða á ferðalagi. Öryggismál eru því mikil áskorun fyrir tölvudeildir þegar kemur að BYOD-væðingunni. byod í fjármálum Í fjármálageiranum eru að eiga sér stað breytingar frá hefðbundnum lausnum til nýrra leiða við nýtingu tækni og upplýsinga við verðmætasköpun. Fjármálageirinn er þekkingariðnaður. Þegar aðgangur að þekkingu er mikilvægur eykst þörfin á að hafa upplýsingar aðgengilegar á sem auðveldastan hátt á fartölvum, farsímum og öðrum rafrænum búnaði. Gott aðgengi að uppfærðum upplýsingum er mikilvægt til að geta fylgst með þróun á mörkuðum. Tækni, þekking og mannauður er helsta samkeppnisforskot fyrirtækja og skapar verðmæti í fjármálageiranum. Í þekkingarmiðuðum og skilvirkum iðnaði verða farsímar og önnur farandtæki stöðugt mikilvægari til að viðhalda samkeppnishæfni og ná árangri. kostir og gallar BYOD eykur aðgengi, skilvirkni og hreyfanleika. Í samkeppnismiðuðu vinnuumhverfi eru það kostir fyrir starfsmenn að geta tekið með sinn eigin búnað svo auðveldara sé að ná í þá og þeir geti fyrr sinnt verkefnum sem þarfnast úrlausnar. Við getum svarað tölvupóstum á ferðinni, á fundum, á ferðalögum og í frístundum. Bilið á milli vinnu og einkalífs þurrkast út og við getum auðveldar ráðstafað tíma okkar eftir eigin hentugleika. Við bjóðumst því til að vinna fjótleg vinnutengd verkefni í frítíma okkar gegn því að hafa möguleika á að eiga samskipti við fjölskyldu og vini á vinnutíma. Mörgum þykir sveigjanleikinn við BYOD stór kostur. BYOD er einnig notendavænt. Við lærum smám saman að sníða tölvubúnaðinn eftir eigin óskum og þörfum. Þetta gerir tölvubúnað okkar persónubundnari – við þekkjum hann vel og hann er einfaldur í notkun. Þá er það einnig kostur að BYOD gerir það auðveldara að nýta þekkingu hvers og eins starfsmanns betur. Með sérsniðnum einkabúnaði eiga starfsmenn auðveldar með að öðlast nýja þekkingu og nýta hana á skilvirkan hátt í störfum sínum. Það eru einnig þrír kostir við BYOD sem atvinnurekendur njóta góðs af. Fyrst og fremst stuðlar BYOD að aukinni skilvirkni og gæðum í starfi en að auki stendur starfsmaðurinn straum af kostnaði við tækjakaup. BYOD hefur einnig ókösti í för með sér, eða öllu heldur áhættur. Við höfum þegar farið yfir öryggisáhættur og þörf fyrir mannfreka tölvuaðstoð en einnig getur öryggisafritun og vistun gagna verið vandkvæðum bundin. strEita og falin vinna Fyrir starfsmenn geta kostir BYOD fljótt snúist upp í andhverfu sína. Aukið aðgengi þurrkar út mörkin á milli vinnu og einkalífs. Auðveldara aðgengi getur haft í för með sér mikið vinnuálag, streitu og falda vinnu. Starfsmönnum með aðgang að vinnunetfangi í einkatölvubúnaði geta fundist þeir skyldugir til að skoða, lesa og svara tölvupóstum í frítíma sínum, ásamt því að inna af hendi þá vinnu sem þeim kann að fylgja. Það er ástæða til að ætla að starfsmenn í fjármálageiranum finni fyrir mikilli pressu og samkeppni við samstarfsmenn vegna tíðra uppsagna uppá síðakastið. Það getur leitt til þess að starfsmenn taki að sér fleiri verkefni, vinni á skilvirkan hátt og sinni falinni vinnu, til að eiga síður hættu á að verða sagt upp ef til uppsagna kemur innan fyrirtækisins. BYOD getur því leitt til streitu og falinnar vinnu. Þetta getur leitt til slæms vinnuumhverfis sem einkennist af óeðlilega miklu vinnuálagi, samkeppni milli starfsmanna og ótta. Þegar verst lætur geta starfsmenn kulnað í starfi, orðið veikir eða sagt upp störfum. BYOD gæti þannig orðið einn af fleiri samvirkandi þáttum sem hafa í för með sér slæmar afleiðingar fyrir bæði starfsmenn og viðkomandi fyrirtæki. byod Er komið til að vEra Á heildina litið fylgja BYOD margir kostir, bæði fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Það er ástæða til að ætla að BYOD verði enn algengara á komandi árum, sérstaklega meðal fyrirtækja í þekkingariðnaði. Tækniþróunin mun færa okkur nýjan öryggishugbúnað til að takast á við vandamál tengd öryggi í BYOD lausnum. Í tillögum Gartner er mælt með því að notast við sérstakt stjórnkerfi til að stýra notkun farandtækja(e. Mobile Device Management – MDM). Samkvæmt Gartner ætti aðeins að veita starfsmönnum aðgang að gögnum fyrirtækisins, á eigin tölvubúnaði, ef þeir samþykkja að settur sé upp hugbúnaður sem veitir tölvudeild fyrirtækisins fjaraðgang. Þannig er hægt að setja upp nauðsynlegan öryggisbúnað og uppfæra hann eftir þörfum án þess að viðkomandi starfsmaður þurfi að afhenda búnaðinn. Það er þó ekki víst að öll fyrirtæki muni nýta BYOD því líklegt er að mörg fyrirtæki kjósi að láta starfsmönnum í té þá farsíma, fartölvur, spjaldtölvur eða annan búnað, sem vinsælastur er hverju sinni, til notkunar á vinnustaðnum. Þannig er öryggi búnaðarins betur tryggt og að sama skapi minnkar álag á tölvudeildir. Það er hins vegar ljóst að fyrirtæki sem bjóða uppá BYOD eða nýjasta tölvubúnað hverju sinni munu laða að sér hæft starfsfólk. Í þekkingariðnaði skapa tækni, þekking og mannauður augljóst samkeppnisforskot og sker úr um það hver skarar fram úr. Þessi grein er þýðing á grein sem birtist í Finans Fokus sem norska samband starfsmanna fjármálafyrirtækja gefur út. Greinin kom út í 1. tbl. Finans Fokus, 2. febrúar 2013. Hólmar Örn Finnson þýddi. Við bjóðumst því til að vinna fjótleg vinnutengd verkefni í frítíma okkar gegn því að hafa möguleika á að eiga samskipti við fjölskyldu og vini á vinnutíma. Mörgum þykir sveigjanleikinn við BYOD stór kostur. Aukið aðgengi þurrkar út mörkin á milli vinnu og einkalífs. Auðveldara aðgengi getur haft í för með sér mikið vinnuálag, streitu og falda vinnu. Með sérsniðnum einkabúnaði eiga starfsmenn auðveldar með að öðlast nýja þekkingu og nýta hana á skilvirkan hátt í störfum sínum.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.