SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 28

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 28
28 b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l apríl Ein ástsælasta lEikkona landsins, hErdís þorvaldsdóttir, lést þEnnan dag 89 ára að aldri. Herdís átti að baki langan og glæstan feril sem leikkona. hagstofan birti tÖlur um vÖruskiptajÖfnuð landsins fyrir fyrstu tvo mánuði ársins. 19,2 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd. Fluttar voru út vörur fyrir tæpa 105,4 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð króna. Á sama tíma árs 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 13,1 milljarð. gistinóttum á hótElum í fEbrúar fjÖlgaði um rúm 35% miðað við fEbrúar árið 2012. Gistinætur á hótelum í febrúar 2013 voru 139.900 þar af 105.400 á höfuðborgarsvæðinu. 10% hEimila hÖfðu lEnt í vanskilum mEð húsnæðislán Eða lEigu á undanfÖrnu ári (tímabilið mars 2012 – mars 2013). Þetta sýndi ný rannsókn Hagstofunar sem var birt á þessum degi. trúnaðarmannanámskEið i var haldið mEð hEfðbundnu sniði dagana 9. og 10. apríl á grand hótEl í rEykjavík. Alls sóttu 15 trúnaðarmenn vel heppnað og gagnlegt námskeið. forsEti íslands, ólafur ragnar grímsson, afhEnti fulltrúum hb granda útflutningsvErðlaun íslands. landsbankinn gaf út tilkynningu varðandi Eignarhlut ríkisins í bankanum. Í tilkynningunni kom fram að eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum hefði aukist um 97 milljarða frá haustinu 2008. bjarni bEnEdiktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, kom fram í kosningaþætti rúv. Mikið var deilt á Bjarna innan flokks á þessum tíma en flokkurinn hafði mælst með mikið fylgistap á stuttum tíma og svo virtist sem margir teldu að hann þyrfti að víkja. Viðskiptablaðið hafði birt skoðunarkönnun um það að fleiri myndu kjósa flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, væri formaður. Viðtalið við Bjarna átti eftir að verða gríðarlega umtalað næstu daga þar sem hann sagðist vera að íhuga það að segja af sér formennsku. bjarni bEnEdiktsson tilkynnti að hann hygðist Ekki sEgja af sér sEm formaður flokksins. Hann sagði á kosningafundi í Garðabæ að hann hefði fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga og fengið ótal áskoranir um að halda áfram. sjálfstæðisflokkurinn hóf að bæta við sig fylgi skv. kÖnnunum. Mældist nú með 23% fylgi skv. könnun MMR. Framsóknarflokkurinn mældist áfram með mest fylgi. landskjÖrstjórn gaf út tilkynningu um hvaða framboð hEfðu uppfyllt lágmarkskrÖfur til að bjóða fram lista í hvErju kjÖrdæmi fyrir sig. Aldrei höfðu fleiri boðið fram í alþingiskosningum. Alls voru 15 listar í framboði en 11 listar buðu fram í öllum kjördæmum. Þessir listar buðu fram: A-listi: Björt framtíð B-listi: Framsóknarflokkur D-listi: Sjálfstæðisflokkur G-listi: Hægri grænir, flokkur fólksins I-listi: Flokkur heimilanna (hét áður Lýðveldisflokkurinn) J-listi: Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun L-listi: Lýðræðisvaktin S-listi: Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands (hét áður Samfylkingin) T-listi: Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði (hét áður Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing. Hafði þá listabókstafinn O). V-listi:     Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi:     Píratar Eftirfarandi listar buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður: H-listi: Húmanistaflokkurinn R-listi: Alþýðufylkingin Eftirfarandi listi bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi suður: K-listi: Sturla Jónsson, K-listi (hét áður Framfaraflokkurinn) Eftirfarandi listi bauð fram í Norðvesturkjördæmi: M-listi: Landsbyggðarflokkurinn    ssf hélt trúnaðarmannanámskEið iii á hótEl sElfossi dagana 17. og 18. apríl. fjármálaEftirlitið gaf út tikynningu í kjÖlfar fréttar morgunblaðsins um að fjárfEstar taki sér í auknum mæli lán til að fjárfEsta í hlutabréfum. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins var eindregið varað við skuldsetningu í tengslum við hlutabréfakaup.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.