SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 31

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 31
31 v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l flokksráð sjálfstæðisflokksins og miðstjórn framsóknarflokksins voru kÖlluð til funda. Tilefni fundanna var að bera undir flokksstofnanirnar stjórnarsáttmála flokkanna. Báðir flokkarnir samþykktu stjórnarsáttmálann á fundum sínum einróma. stjórnarsáttmáli framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks var kynntur almEnningi á blaðamannafundi sEm haldinn var í héraðskólanum á laugarvatni. Fyrir fundinn hafði Sigmundur Davíð kynnt forseta Íslands innihald stjórnarsáttmálans á fundi. Síðar þennan dag var tilkynnt um ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skyldi taka við embætti forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson yrði fjármála – og efnahagsráðherra. Aðrir í ríkisstjórn voru frá Framsóknarflokki þau Gunnar Bragi Sveinsson sem var skipaður utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson varð sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tók Hanna Birna Kristjánsdóttir við innanríkisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson varð mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. tvEir ríkisráðsfundir voru haldnir á bEssastÖðum. Annarsvegar var það síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og hinsvegar fyrsti ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. ný ríkisstjórn tók formlEga við. ný ríkisstjórn íslands ákvað á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum að skipa ráðhErranEfnd um úrlausnir í skuldamálum hEimilanna. Í ráðherranefndinni sátu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar var kveðið á um að taka skyldi á skuldavanda íslenskra heimila með markvissum aðgerðum. sfr og vr kynntu niðurstÖður viðhorfskÖnnunar um Fyrirtæki ársins og Stofnun ársins á Hilton Reykjavík. Stofnanir ársins voru þrjár, en verðlaunað var fyrir ákveðna stærðarflokka. Sérstakur saksóknari var sigurvegari þriðja árið í röð í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Landmælingar var stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins og í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 var Sýslumaðurinn á Siglufirði stofnun ársins. Í hópi fyrirtækja var Johan Rönning valið Fyrirtæki ársins, annað árið í röð, í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu. Miracle var fyrirtæki ársins í hópi fyrirtækja með 20 – 49 starfsmenn og Vinnuföt í hópi fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu. róbErt wEssman, forstjóri alvogEn, kynnti tillÖgur um lausn á snjóhEngjuvandamálinu. Tillögurnar fólu í sér að sett yrði ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot. Þá sagði Róbert að skerpa þyrfti á gjaldþrotalöggjöf þannig aað einungis sé heimilt að greiða út úr íslenskum þrotabúum í íslenskri mynt og afnema þurfi undanþágur sem heimili vaxtagreiðslur til erlendra eigenda krónueigna í erlendri mynt. Tillögurnar miða að því að lágmarka skaðann sem getur hlotist af því þegar erlendir kröfuhafar hyggjast leysa út íslenskar krónueignir. forsEti finnlands, sauli niinistÖ, kom til íslands í opinbEra hEimsókn. Í heimsókn sinni sem varði í tvo daga fundaði hann ásamt eiginkonu sinni m.a. með forsetahjónunum á Bessastöðum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fór í skoðunarferðir. gunnar bragi svEinsson, nýr utanríkisráðhErra, tilkynnti að allri vinnu í utanríkisráðunEytinu vEgna aðildaviðræðna við Esb hEfði vErið hætt. Hann tilkynnti að hann hyggðist funda með Stefan Fühle, stækkunarstjóra ESB, eftir tvær vikur og tilkynna formlega ákvörðun Íslands um að gera hlé á viðræðum. Efnahags og framfarastofnunin, oEcd, birti Efnahagsspá sína. Á Íslandi var spáð hægfara hagvexti og 2,5 % hagvexti árið 2014. Í efnahagsspánni er gert ráð fyrir því að af fyrirhuguðum áætlunum í fjárfestingum við uppbyggingu orkufreks iðnaðar verði. Í spánni var jafnframt gert ráð fyrir að verðbólga færi minnkandi ásamt skuldum ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. stEinunn guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar glitnis, sagði í þættinum Spegillinn á Rás 1að slitastjórn Glitnis væri tilbúin til viðræðna við stjórnvöld um uppgjör þrotabúsins. Hún sagði frumvarp að nauðasamningi tilbúið af hálfu bankans. íslandsbanki birti árshlutauppgjÖr fyrsta ársfjórðungs. Í tilkynningu frá bankanum kom fram að afkoma bankans eftir skatta hafi verið jákvæð um 4,6 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2013, samanborið við 5,6 ma. kr. á sama tímabili 2012. Í tilkynningunni sagði að arðsemi eigin fjár eftir skatta hafi lækkað í 12,2% sem skýrist að „mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 18% á milli ára, eða frá 129 ma. kr. í 152. ma. kr.“

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.