SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 33

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 33
33 v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l a n n a ð a n n a ð m E n n i n g sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra, og bjarni bEnEdiktsson, fjármálaráðhErra, héldu blaðamannafund í þjóðmEnningarhúsinu og kynntu samantEkt um ríkisfjármálin. Meginniðurstaða fundarins var að heildartekjur ríkissjóðs á þessu ári gætu orðið allt að átta milljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. maria damanaki, sjávarútvEgsstjóri Evrópusambandsins, sagði í samtali við fréttamann bbc að ríkisstjórn íslands yrði að sEmja án tafar við Esb í makríldEilunni svo Ekki þurfi að koma til rEfsiaðgErða. gunnar bragi svEinsson, utanríkisráðhErra, gEkk á fund stEfans fülE, stækkunarstjóra Esb, í brussEl. Eftir fundinn var boðað til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að Gunnar Bragi hefði tilkynnt honum að Ísland hyggðist gera hlé á aðildarviðræðum sínum við ESB. Stefan Füle sagði af þessu tilefni að þetta væru vonbrigði en að afstaða ESB væri áfram sú að Ísland ætti heima innan ESB og að dyrnar stæðu Íslendingum enn opnar en ekki væri hægt að fresta umsóknarferlinu endalaust. alþjóðagjaldEyrissjóðurinn kynnti niðurstÖður úttEktar sjóðsins á íslEnsku Efnahagslífi. Daria Zakharova, yfirmaður sendinefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, kynnti niðurstöðurnar og sagði að helsti vandi íslensks efnahagslífs vera afleiðingar hrunsins og þar vega fjármagnshöftin þyngst að hennar mati. Í yfirlýsingu sjóðsins var svigrúm til skuldaleiðréttinga sagt vera lítið og ef að hagstæðir samningar næðust við kröfuhafa þrotabús gömlu bankanna sem gæfu af sér „óvænta uppsprettu fjár“ væri réttast að nýta þá fjármuni í þágu allra landsmanna t.d. með því að greiða niður opinberar skuldir. ákvÖrðun forsEtafrúarinnar dorrit moussaiEff að færa lÖghEimili sitt til brEtalands sætti gagnrýni. Dorrit sendi frá sér yfirlýsingu og kom fram í fjölmiðlum og útskýrði að ákvörðun sín snéri að loforði sem hún hefði gefið foreldrum sínum um að taka við fjölskyldufyrirtækinu í Bretlandi. Á þeim tíma taldi hún að Ólafur yrði ekki forseti Íslands næstu fjögur árin. Hún þvertók fyrir þær getgátur að ákvörðunin tengdist skattamálum á nokkurn hátt. Síðar á þessum degi sagði hún bresk skattalög knýja hana til að færa lögheimili sitt vegna fjölskyldufyrirtækisins. maria damanaki, sjávarútvEgsráðhErra Esb, sagði þolinmæði sambandsins gagnvart íslandi í makríldEilunni á þrotum. Hún sagði frekari samningaviðræður óþarfar og að hún myndi gera grein fyrir refsiaðgerðum gegn Íslandi á Evrópuþinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, undraðist orð Damanaki en hann sagði að þau hefðu átt ánægjulegan fund um stöðuna viku áður en hún lét ummælin falla. hátíðardagskrá var boðuð víðsvEgar um landið í tilEfni af þjóðhátíðardEgi íslEndinga. Forseti Íslands sæmdi níu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. fyrsta langrEyð hvalvEiðivErtíðarinnar var vEidd og hún drEgin á land. þEir Eyþór Eðvaldsson, kjartan jakob hauksson, Einar Örn sigurdórsson og svanur wilcox komu til orknEyjar á fÖr sinni yfir atlantshafið. Leiðangur þeirra lá frá Noregi yfir til Íslands á sérstökum úthafsróðrabáti. sérstÖk umræða fór fram á aþingi um stÖðu ríkisfjármála. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði uppsafnaðan halla ríkissjóðs frá 2009 stefna í 400 milljarða króna. Hann sagði of mikla bjartsýni hafa gætt við vinnu að fjárlagagerð ársins 2013. Steingrímur J. Sigfússon sagði ríkisstjórnina draga upp of dökka mynd af stöðu ríkisfjármála. skýrsla Eurofund, sEm fjallar um lífskjÖr og vinnumarkað innan Esb, var birt. Í skýrslunni var farið yfir svarta atvinnustarfsemi á Íslandi. Skv. skýrslunni er svört atvinnustarfsemi hér á landi um fimmtán prósent af vergri landsframleiðslu eða sem nemur yfir 200 milljarða íslenskra króna. Skv. tölum skýrslunnar var mest um svarta atvinnu í farþegaflutningum, eða 27%, í byggingariðnaði um 22%, 13% hjá starfsmönnum gistiheimila og 4,6% hjá starfsmönnum veitingastaða. kvEnnaréttindadagurinn var haldinn hátíðlEgur. haldið var upp á að liðin væru 98 ár frá því konur 40 ára og Eldri fEngu kosningarétt og kjÖrgEngi til alþingis. ólafur Eðvarð rafnsson, forsEti íþrótta-og ólympíusambands íslands og forsEti fiba EuropE, varð bráðkvaddur í sviss þar sEm hann sótti fund í miðstjórn fiba world, alþjóða kÖrfuknattlEikssambandsins. Ólafur lést fimmtugur að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafar var víða minnst en hann hafði um árabil lagt mikið af mörkum til uppbyggingar íþróttaiðkunar á Íslandi.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.