SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 36

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 36
36 b a n k a m á l b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l a n n a ð ágúst samningar tókust í kjaradEilu gEislafræðinga og landspítalans um nóttina. Uppsagnir geislafræðinga tóku þó gildi um miðnætti á mánaðarmótunum júlí - ágúst. Geislafræðingar byrjuðu að mæta til vinnu og drógu 15 geislafræðingar uppsögn sína til baka samdægurs. „íslEnskt hEilbrigðiskErfi færist frá því að vEra mEðal þEirra frEmstu í hEiminum og nær því sEm búast mEgi við hjá lítilli afskEkktri þjóð“ sögðu Einar Stefánsson og Sigurður Guðmundsson, starfandi læknar á Landspítalanum og prófessorar við Háskóla Íslands, í grein í Morgunblaðsinu. Greinin vakti mikla athygli enda staða Landspítalans mikið til umræðu. samkvæmt skýrslu fErðamálanEfndar Evrópusambandsins fjÖlgaði fErðamÖnnum hér á landi um þrjátíu prósEnt í apríl og júní. kaupsamningar um fastEignir voru rúmlEga 20% flEiri í júlí En júní í ár skv markaðsfréttum þjóðskrár íslands. árlEg skýrsla alþjóðagjaldEyrissjóðsins um Efnahagshorfur aðildaríkja sjóðsisn kom út. Þar kom fram að efnahagur Íslands væri á réttri leið en að það sé áhyggjuefni hversu hægt hafi á hagvexti. Í skýrslunni kom einnig fram að sjóðurinn teldi Ísland ekki hafa bolmagn til að framkvæma skuldaleiðréttingar lána. morgunblaðið grEindi frá því að fjárfEstingahópur frá asíu hEfði áhuga á að kaupa 95 % hlut krÖfuhafa glitnis í íslandsbanka. Skv. heimildum blaðsins átti kaupverðið að vera 115 milljarðar króna. Í blaðinu kom jafnframt fram að slitastjórn Glitnis biði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum. fram kom í fréttum rúv að ipa styrkir Evrópusambandsins, sEm ætlaðir Eru þjóðum í aðildarfErli, lækkuðu um tæpa fjóra milljarða vEgna þEss að íslEnsk stjórnvÖld hafi gErt hlé á aðildarviðræðum við sambandið. þórEy þórðardóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka lífEyrissjóða, sagði í fréttum rúv að nauðsynlEgt væri að aflétta gjaldEyrishÖftum. Hún sagði að hætt væri við bólumyndun ef sjóðirnir gætu ekki fjárfest erlendis á næstu árum vegna haftanna. Mikil áhætta sé að fjárfesta einungis innan íslensks hagkerfis. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með að aflétting gjaldeyrishafta geti tekið allt að átta ár“ segir í frétt RÚV en Már Guðmundsson Seðlabankastjóri telur afnám hafta geta tekið skemmri tíma. fimm lífEyrissjóðir voru formlEga samEinaðir þEgar fjármálaráðunEytið staðfEsti nýjar samþykktir lífEyrissjóðs starfsmanna svEitarfélaga, lss. Sjóðirnir sem sameinuðust voru Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóður Neskaupstaðar og Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Undirbuningur sameiningarinnar hafði staðið yfir frá því árið 2009. félagið „hjartað í vatnsmýrinni“ hóf undirskriftaÖflun þar sEm skorað var á borgarstjórn rEykjavíkur og alþingi að tryggja óskErta flugstarfsEmi í vatnsmýrinni. landsvirkjun gaf út afkomutÖlur fyrir fyrri hluta ársins 2013. Fram kom að Landsvirkjun tapaði 6,3 milljörðum króna. Á sama tíma árið 2012 hagnaðist Landsvirkjun um rúman einn milljarð króna á fyrri hluta árs. Fyrirtækið sagði að tapið fyrstu sex mánuði ársins skýrðist „einkum af gangvirðisbreytingum á ál-afleiðum sem eru innbyggðar í orkusölusamninga.“ golfmót ssf fór fram á garðavElli á akranEsi. fErðamÖnnum hEfur fjÖlgað mikið á undanfÖrnum árum og hEfur fjÖldi þEirra tvÖfaldast á 6 árum. Verkfræðistofan ALTA vann skýrslu fyrir Ferðamálastofu en þar kemur fram að það stefni í að skattekjur af ferðamönnum verði um 27 milljarðar króna á þessu ári auk sérgjalda og tolla. rúv grEindi frá því að allir viðskiptabankarnir hEfðu skilað árshlutauppgjÖri fyrir fyrri hluta ársins 2013. Fram kom í fréttatíma RÚV að „Landsbankinn skilaði fimmtán og hálfs milljarðs króna hagnaði á fyrri hluta ársins. Arion banki hagnaðist um tæpa sex milljarða og Íslandsbanki um röska ellefu.“ Þá skilaði MP banki 460 milljón króna hagnaði á fyrri hluta ársins miðað við 119 milljónir um mitt síðasta ár. „Landsbankinn á einnig mest. Heildareignir hans nema tæpum 1.130 milljörðum króna. Arion á tæpa 930 milljarða. Íslandsbanki á röska 823 milljarða og MP banki á 68 milljarða“ eins og fram kom í fréttum RÚV.  

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.