SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 37

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 37
37 b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l a n n a ð a n n a ð a n n a ð sEptEmbEr landsbankinn Eignaðist í dag 99,9% prósEnt hlut í vErktakafyrirtækinu ístaki. sérstÖk áætlun tók gildi á lyflækningasviði landspítalans. Deildarstjóri á lyflækningasviði segir manneklu það mikla að ungir læknar treysti sér ekki til að ráða sig í stöður deildarlækna, vegna gífurlegs vinnuálags. Hún taldi manneklu á deildinni bitna á öryggi sjúklinga. læknaráð landspítalans ítrEkaði áhyggjur lækna af mÖnnun almEnnra lækna á lyflækningasviði spítalans. Í ályktun frá ráðinu segir að ástand, sem nú hefur skapast, hafi verið fyrirséð snemma í vor. Fréttir af álagi og því ástandi sem ríkti vegna mönnunar- og tækjamála spítalans urðu mjög áberandi. sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra, sat kvÖldvErðarboð mEð lEiðtogum norðurlandanna og barack obama, forsEta bandaríkjanna, í Embættisbústað forsætisráðhErra svíþjóðar í stokkhólmi. víða var fjallað um að sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra, hEfði vErið í ósamstæðum skóm þEgar hann hitti barack obama, forsEta bandaríkjanna og lEiðtoga hinna norðurlandanna í stokkhólmi. Sigmundur var í einum lakkskó og öðrum Nike-íþróttaskó eins og sjá má á mynd á vef forsætisráðuneytisins. Ástæðan var sýking í fæti. Myndir af ósamstæðu skónum vakti athygli út fyrir landsteinana. stjórn félags almEnnra lækna lýsti yfir nEyðarástandi á lyflækningasviði landspítalans vEgna mannEklu. viðskiptablaðið grEindi frá því að mEðallaun í bÖnkunum þrEmur (íslandsbanka, landsbanka og arion banka) hEfðu hækkað um 20-30% á þrEmur árum. Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, dró launahækkunina í efa í fréttum RÚV og sagði laun starfsmanna í bönkunum hafa aðeins hækkað nokkrum prósentum meira en laun á almennum vinnumarkaði. hagstofan grEindi frá því að fjárfEsting á íslandi hEfði drEgist saman um 13 % fyrstu sEx mánuði ársins. landsframlEiðsla jókst 2,2 % borið saman við fyrstu sEx mánuði ársins í fyrra. Þjóðarútgjöld drógust saman um 1 % á sama tíma, einkaneysla jókst um 1,2 % og samneysla um 1,1 %. aldrEi hÖfðu flEiri fErðamEnn sótt ísland hEim En í ágúst 2013 samkvæmt tÖlum fErðamálastofu. 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í mánuðinum. formaður ssf, friðbErt traustason, komst í hann krappan á lEið sinni frá rEykjavík í ísafjarðardjúp þar sEm hann fErðaðist mEð tEngdaforEldrum sínum. Þar fékk Friðbert hvorki meira né minna en vegavinnuhefil inn í bifreið sína. Allir komust ómeiddir úr hremmingunum en bíll formannsins var gjörónýtur. Fjallað var um óhappið í 2. tölublaði SSF-blaðsins og vakti talsverða athygli enda óhappið hið óvenjulegasta. tEkjuafkoma hins opinbEra rEyndist nEikvæð um rúma sExtán milljarða króna á Öðrum ársfjórðungi þEssa árs samkvæmt frétt hagstofunnar. Fram kom að væri lakari niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar hún var neikvæð um rúma fjórtán milljarða króna. „landspítali í bráðri hættu“ var fyrirsÖgn grEinar í fréttablaðinu. Greinin var skrifuð af 20 yfirlæknum og prófessorum við spítalann. Í greininni sögðu þeir að „álag á lækna sé gríðarlegt og starfsánægja í lágmarki. Fyrir fjórum árum hafi 24 læknar starfað á lyflækningasviðinu, nú séu þeir 10 og fækki enn. Þá sé fækkun lækna í einstökum sérgreinum svo sem krabbameins- nýrna- og hjartaskurðlækningum orðin grafalvarleg.“ hEilbrigðisráðhErra boðaði til blaðamannafundar um aðgErðir sEm bæta Eiga stÖðu lyflækningasviðs landspítalans. „Ýmislegt verður gert til að bæta vinnuaðstöðu lækna á lyflæknissviði“ sagði Björn Zoëga, forstjóri LSH. framlEgð íslEnska sjávarútvEgsins hEfur aldrEi vErið mEiri En hún var árið 2011. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg. Í skýrslunni kemur fram að rekstur sjávarútvegsfélaga á Íslandi væri „heilt yfir góður

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.