Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS 2 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDACUR Pétur, er þetta ekfcl full seint f reisinn gripið? „Það er ekki skynsamlegt að leggja niður forsetaembættið fyrr en kjör- timabili forseta lýkur og |>ess vegna er létt að leggja það fram til kynning- ar nú. Það má þó segja að atburðir sumarsins hafi kallað meira eftir þessu frumvarpi." Pétur Blöndal alþingismaður hefur lagt fram frumvarp um að fella forsetaembættið niður. For- setinn synjaði I sumar frumvarpi ríkisstjórnartlokk- anna um eignarhald á fjölmiðlum. Samherjafrændur kaupa í Þýskalandi: Meiri velta en hjá Samherja VIÐSKIPTI Finnbogi A. Baldvinsson, Samherji hf., Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson hafa ásamt erlendum fjárfestum keypt þýska fyrirtækið Pickenpack- Hussmann & Hahn GmbH. Fyrir áttu sömu aðilar 40% hlutafjár fé- lagsins. Heildarvelta félagsins er um 20 milljarðar króna sem er mun meiri en velta Samherja. „Þetta eru afar ánægjuleg tímamót í sögu félags- ins. I smásölugeiranum hefur mik- il samþjöppun átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Verslana- keðjurnar hafa stækkað verulega og til þess að tryggja eðlilega stöðu gagnvart þeim er nauðsynlegt að SAMAN ( ÚTRÁS KB banki og eigendur Samherja tóku höndum saman f gær og keyptu þýska fyrirtækið Pickenpack-Hussmann & Hahn GmbH. að fullu. stækka framleiðslueiningarnar einnig," segir Finnbogi. KB banki lánar rúmlega sjö milljarða til kaupanna og segir Finnbogi ánægjulegt að íslenskur banki hafi náð þeim styrkleika að geta stutt þessa útrás og vöxt fyrir- tækisins með hagkvæmum hætti. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, segir kaupin áhugaverð og spennandi. „Bankan- um er það sérstakt ánægjuefni að styðja við útrásarverkefni íslensks atvinnulífs og ekki síst þegar um er að ræða útflutning á sérþekk- ingu öflugra aðila á sviði sjávarút- vegs.“ HH Fíkniefnamál: Tveir í gæslu- vardhald fIkniefni Tveir sakborningar sem handteknir voru í síðasta mánuði í tengslum við eitt stærsta fíkni- efnamál síðari ára voru í gær úr- skurðaðir í áframhaldandi gæslu- varðhald en tveimur öðrum sak- borningum var sleppt. Málið er mjög umfangsmikið og mun rannsókn þess standa yfir næstu vikurnar. Alls hafa sjö manns verið handteknir. „Rannsókninni miðar vel en ég á von á því að hún standi í ein- hverjar vikur í viðbót,“ sagði Ás- geir Karlsson hjá lögreglunni í Reykjavík. bþe GADDAFI OG BERLUSCONI Hittust f vikunni vegna olíuleiðslu sem nú tengir rfkin tvö saman. Ásakanir á hendur Líbíustjórn: Fjármagnar hryðjuverk KAlRÓ. ap Andspyrnuhreyfingin í írak nýtur fjárhagslegs stuðn- ings stjórnvalda í Líbíu, að sögn varnarmálaráðherra íraks. „Við höfum undir höndum skjöl og sönnunargögn sem sanna að and- spyrnuhópar hliðhollir Saddam Hussein njóta stuðnings Líbíu- stjórnar," sagði Hazem Shaalan í útvarpsviðtali í gær. Ráðherrann sagði Líbíustjórn hafa sent fé til hálfbróður Sadd- ams og eins af fyrrverandi her- foringjum hans eftir fall einræð- isherrans. „Hryðjuverkaárásir í írak að undanförnu hafa verið fjármagnaðar með framlögum frá Líbíu,“ sagði Shaalan. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HJÁLMURINN BJARGADI Barn á reiðhjóli lenti á bíl sem verið var að bakka út úr bílastæði við Rimasíðu á Akureyri um klukkan hálf sjö í gær. Hjálmur sem barn- ið var með á höfðinu brotnaði við höggið en barnið sjálft slapp án meiðsla. HÚSIÐ FYLLTIST AF AMMONÍAKI Ammoníakleki varð í Norðlenska á Akureyri þegar lyftara var ekið á ammaoníakleiðslu og fylltist húsið af sterku efninu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er ekki vitað hversu miklar skemmdir urðu á matvælum vegna lekans. Sex í hættu er Sturla sprengdi of snemma Minnstu munaði að sex menn hefðu orðið fyrir sprengingu í gær þegar samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Almannaskarðsgöngum þrettán mínútum of snemma. ALMANNASKARÐ Minnstu munaði að sex menn hefðu orðið fyrir sprengingu þegar Sturla Böðv- arsson sprengdi síðasta haftið í göngunum í gegnum Almanna- skarð þrettán mínútum of snemma í gær. Lögreglan á Höfn hefur staðfest að sprengt hafi verið of snemma og að eng- inn hafi siasast. „Þeir hentu sér niður til að verja sig fyrir sprengingunni. Enginn hafði lát- ið okkur vita að sprengt yrði fyrr en áætlað var,“ segir Örlygur Holt, einn þeirra sem hefur unnið við vegskála norðan við göng- in, en sömu verk- takar sjá ekki um gerð ganganna og vegskálanna. Örlygur ætl- aði að fylgjast með þegar sprengt yrði og hafði farið til að sækja rafhlöður í myndavél. Sex vinnufélagar hans voru við- staddir um sex- tíu metra frá sprengjunni en sjálfur var hann staddur í um 120 metra fjarlægð. Hann segir að til allrar hamingju hafi eng- inn þeirra slasast, en sjálfur flúði hann í skjól á bak við bíl á meðan grjótinu rigndi yfir þá. „Ég er ekki að segja að sam- Ég er ekki að segja að samgöngu- ráðherra beri ábyrgð á þessu enda hljóta að vera sprengju- sérfræðing- ar sem stjórna slík- um spreng- ingum. FRÁ almannaskarði Litlu tnunaði að menn yrðu fyrir sprengingu þegar slðasti spölur ganganna var sprengdur. Sex menn hentu sér niður og hllfðu sér þegar grjótið hrundi yfir þá. gönguráðherra beri ábyrgð á þessu enda hljóta að vera sprengjusérfræðingar sem stjórna slíkum sprengingum. Eins kemur þetta mikið á óvart því allan tímann sem unnið hefur verið við göngin hafa alltaf verið miklar teknar varúðarráðstafan- ir og öryggi haft í fyrirrúmi þeg- ar sprengt er,“ segir Örlygur. Gert er ráð fyrir að göngin verði tekin í notkun í júní næsta sumar. Gangagerðinni miðar vel en innan við þrír mánuðir eru síðan fyrst var sprengt í göng- unum, þann sextánda júní síðastliðin. Við sinn hvorn enda ganganna eru vegskálar en göngin sjálf eru 1.146 metrar á lengd. Sprengdir voru að meðal- tali 88,5 metrar á viku og voru mest sprengdir 109 metrar núna í september. hrs@frettabladid.is írak: Bigley drepinn (raicap Mannræningjar hafa myrt breska gíslinn Kenneth Bigley en honum var rænt í Bagdad í sept- ember síðastliðnum. Sjónvarps- stöð í Abu Dhabi fékk í gær sent myndband með aftök- unni en þar sést þegar Bigley er skorinn á háls eftir að hafa lesið upp yfirlýs- ingu, íklædd- ur appelsínu- gulum sam- f e s t i n g i. Bræður Big- leys hafa lýst því yfir að allar líkur séu á að fréttirnar af morðinu á honum séu á rökum reistar. Talið er að hópur tengdur Abu Musab al-Zarqawi, foringja al Kaída í írak, sé ábyrg- ur fyrir dauða Bigleys. ■ Útgerðarmenn: Afneita allri aðild KJARADEILUR í yfirlýsingu áréttar Landssamband íslenskra útvegs- manna að sambandið sé á engan hátt aðili að, eða tengist á nokkurn hátt, svokölluðu Sólbaksmáli eða samningum útgerðarfélags Sól- baks EA 7 við áhöfn þess. „Undanfarið hefur borið á vill- andi ummælum þess efnis að að- gerðir eða aðgerðarleysi samtak- anna geri þau aðila að Sólbaks- málinu og hefur Vélstjórafélag ís- lands nú gengið svo langt að draga LÍÚ ásamt SA fyrir dómstóla vegna þessa máls. Sú ákvörðun er hörmuð," segir í yfirlýsingu LÍÚ. ókA KENNETH BIGLEY Skorinn á háls rétt eins og tvö önnur fórnar- lömb mannræningj- anna. (hver er þinn daðurstíll?) MÍTSÖLUIISTI WWW.jDV.ÍS EYMUNDSSON li a n d I) jl' k u r súperflört dúndurdadur Mannskæð hryðjuverkaárás í Egyptalandi: Böndin berast að al Kaída EGYPTALAND. ap ísraelsk stjórn- völd telja að al Kaída hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar í Egyptalandi í fyrrakvöld. Að minnsta kosti 28 manns létu lífið þegar sprengjur sprungu á þremur stöðum í bæjunum Tába og Nuweiba við Rauðahaf. Staðirnir eru vinsælir áfanga- staðir ísraelskra ferðamanna. Stærsta sprengjan sprakk við Hilton-hótelið í Taba. Þar fórust 26 manns en tveir til viðbótar lét- ust í tveimur sprengingum sem urðu á tjaldsvæðum í nágrenn- inu. Meira en hundrað manns særðust í árásunum og í gær- kvöldi voru enn einhverjir grafn- ir í rústum hótelsins. Björgunar- sveitarmenn töldu litlar líkur á að finna einhverja á lífi. Flestir hinna látnu voru ungir ísraelskir ferðamenn. Nokkur hryðjuverkasamtök hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér, en ekki er enn ljóst hverjir stóðu á bak við hana. ísraelsk stjórnvöld segjast hins vegar nokkuð viss um að samtök tengd al Kaída beri ábyrgðina. Samtök herskárra Palestínumanna hafa öll þvertekið fyrir að hafa átt hlut að máli. Það er tekið trúan- legt þar sem Palestínumenn hafa aldrei framið hryðjuverk í Eg- yptalandi af ótta við að fá araba- þjóðir upp á móti sér og málstað sínum. ■ LEITAÐ I RÚSTUM Björgunarsveitarmenn leita að fólki I rústum Hilton-hótelsins sem stendur við Rauðahaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.