Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN f A afl taka harflar á heímilísof- beldi en nú er gert? Niðurstöður gærdagsins i visir.is 10% Spurning dagsins í dag: Hefur verkfall kennara mikil áhrif á þitt daglega líf? Farðu inn á fréttahluta visir.is w/ím• *§* og segðu þlna skoðun I'1511 4 9. október 2004 LAUCARDACUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra: Vill sátt um fjölmiðlalög fyrir þinglok stjórnmál Nýrri fjölmiðlanefnd er ætlað að semja nýtt fjölmiðla- frumvarp sem lagt verði fram á vorþinginu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segist vona að nefnd fjög- urra þingflokka skili frumvarpi fljótlega upp úr áramótum. „Eg skipa ekki Alþingi fyrir verkum en auðvitað vona ég að það fái af- greiðslu á vorþingi." Þorgerður Katrín segist leggja áherslu á að sátt náist um málið: „Það skiptir verulegu máli að sem flestir verði kallaðir til og leitað samráðs sem víðast, svo sem hjá blaðamönnum og eigendum fjöl- miðla.“ Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags íslands, segist ósáttur við að blaðamenn eigi ekki fulltrúa í sjálfri nefndinni. „Við viljum koma að vinnunni við frumvarpið og koma afstöðu okk- ar til skila.“ Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, sagðist vonast til að nýja nefndin bæri meiri gæfu en fyrri nefndir til að hafa samráð við fjölmiðla- markaðinn. „Að öðrum kosti verð- ur ný sorgarsaga." Menntamálaráðherra mun skipa formann fjölmiðlanefndar- innar. Stjórnarflokkarnir fá sinn hvorn manninn og stjórnarand- RfKISSTJÓRN ÁKVAÐ NÝJA FJÖLMIÐLANEFND Rlkisstjórnin ákvað að skipa fimm manna nefnd til að semja nýtt fjölmiðlafrumvarp að til- lögu menntamálaráðherra. staðan tvo menn saman. Össur Sigfússon eru vonsviknir með Skarphéðinsson og Steingrímur J. þetta. - as BRYNDfS OC KOLBEINN Bryndís Kristiansen og sonur hennar Kol- beinn Stlgsson voru á Austurvelli I gær. Þung og flókin deila: Rílddtaki Hækkun jafngildir Parísarkynningu Um næstu áramót verða almenn komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuð um hundrað krónur, eða 50 milljónir alls, sem er sama upphæð og reidd var fram vegna Islandskynningarinnar í París. STOLIÐ FRA BÖRNUNUM Vilhelm segir borgarfulltrúa hafa stolið réttinum til náms af börnum Reykjavíkur- borgar. Samfélagið eigi fé til að greiða úr deilu kennara og sveitarfélaganna. Vilhelm Steinsen: ÍSKLUMPURINN ÚR JÖKULSARLÓNI KOMINN TIL PARÍSAR Komugjöld sjúklinga á heilsugæslustöðvar hækka um áramót. Alls munu tekjur ríkissjóðs aukast við gjöldin um tæpar 50 milljónir, sem er sama upphæð og reidd var fram vegna (slandskynningarinnar I Parls. í taumana verkfall „Mér finnst deilan flókin og þung í vöfum. Stjórnvöld verða að láta til sín taka. Þetta er stór- mál og skrítið að deilan geti geng- ið svona án þess að maður heyri nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Bryndís Kristiansen á Austurvelli í gær. „Ég á tvo drengi á grunnskóla- aldri; tólf ára og fimmtán,“ segir Bryndís. Það sé lán í óláni að hún sé heimavinnandi með lítið barn. „En verkfallið hefur áhrif á synina. Þeir þurfa að finna tilgang með að vakna á morgnana og finna sér einhvað að gera.“ gag PÓMAR SKILORÐ FYRIR UMBOÐSSVIK Maður á þrítugsaldri var dæmd- ur, í Héraðsdómi Reykjaness, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. Mað- urinn notaði bensínkort frá Olís, sem hann fann á bílaplani, til þess að svíkja út vörur og bensín fyrir rúmlega 150 þúsund krónur. DÆMDUR FYRIR HRAÐAKSTUR Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimmtíu þúsund króna sekt og til sviptingar ökuleyfis í fjóra mánuði fyrir að aka á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Maðurinn sagðist hafa ekið á 110 kílómetra hraða en dómurinn taldi það ekki trúverðugt. fjArlöc í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðis- ráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir líf- eyrisþega og börn. Hækkunin tek- ur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur árið 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna íslandskynning- arinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. „Þetta sýnir hins vegar forgangs- röðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúk- linga til að hala inn í kassann fyr- ir þessu," segir Jóhanna. „Það er orðinn árlegur viðburð- ur við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sér- fræðiþjónustu lækna. Nú er hald- ið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega^ mun meira en hins opinbera. „Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið er að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækn- inga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er,“ segir Jóhanna. sda@frettabladid.is Þeir eru þjófar verkfall „Fulltrúar fólksins í sveitarstjórnum hafa sýnt ein- dæma heigulshátt í verkfallinu. Þeir skýla sér á bak við launa- nefndina eins og stuðpúða í stað þess að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir," segir Vilhelm Steinsen. Hann stóð á Austurvelli með um- hyggjusömum foreldrum í gær. „Borgarfulltrúar eru búnir að stela af börnunum okkar. Þeir eru búnir að stela af þeim kennslu sem er lögbundin. Þeir eru þjóf- ar,“ segir Vilhelm: „Samfélagið á pening og ef það vill mennta börn- in sín eins og því ber skylda til þá semur það við kennarana.“ - gag LÖGREGLAN______________ HARÐUR ÁREKSTUR Tvær konur voru fluttar á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árékstur tveggja bíla á gatnamót- um Fálkabakka og Höfðabakka í gærkvöldi. Áreksturinn varð þeg- ar öðrum bílnum var beygt til vin- stri á Höfðabakka en þar er óheimilt að beygja. ÚTLENDINGUR VELTI Hollenskur maður missti stjórn á bílaleigubíl í Öxarfirði í gærmorgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt út af malarvegi. Ökumaður slapp með skrámur en bíllinn er tölu- vert mikið skemmdur. í ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ STRANDGÖTU ÞÚ SETUR FRAM ÞÍN SJÓNARMIÐ í SKEMMTILEGRI VINNU - ÞíN SKOÐUN SKIPTIR MÁLI LÍnU INN OG TAKTU ÞÁTT í EINUM VINNUHÓPI EÐA FLEIRI EÐA VERTU MEÐ ALLAN DAGINN Ritstjóri DV: Kærir hótanir til lögreglu KÆRA Mikael Torfason, ritstjóri DV, hefur kært hótanir í sinn garð til lögreglu. Fer Mikael fram á nálgunarbann á marg- dæmdan ofbeldismann sem blaðið hefur fjallað um undan- farna daga. Mikael segir manninn hafa verið með stóran lögregluhund fyrir utan heimili sitt í fyrra- kvöld og hringt í heimilissím- ann.Af ótta við manninn ákvað Mikael að fara með fjölskyldu sína af heimilinu og verja nóttin- ni á öðrum stað. „Hann hefur haft í beinum og óbeinum hótunum við starfsfólk blaðsins og vill að við hættum umfjöllun um hann. Þá hefur hann hringt í konuna mína og hótað afa og ömmu eins starfs- manns hjá mér,“ segir Mikael. Umfjöllun um manninn, sem sagður er vera handrukkari, hófst á mánudag og var hann sagður hafa barið Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóra á Ölstof- unni, þannig að hann nefbrotn- aði. DV hefur einnig fjallað um sakaferil mannsins og mál gegn honum sem flutt var í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Hann er ákærður fyrir að berja mann á sjúkrabeði með stálröri en maðurinn var mjaðm- argrindarbrotinn eftir bílslys," segir Mikael. - hrs MIKAEL TORFASON Mikael og fjölskylda hans yfirgáfu heimili sitt í fyrrakvöid þegar maður sem haft hefur ( hótunum við Mikael stóð fyrir utan heimili hans með stóran hund sér við hlið. Hann segir manninn hafa hótað konunni sinni og afa og ömmu eins starfsmanna DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.