Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 6
VEISTU SVARIÐ? FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR Talið tengjast sameiginlegum æfingum: Herskip Rússa upp við landhelgina IHvaða veiðarfari er notað til að ná á land helmingi af öllu ajlaverðmœti ís- lendinga? 2Hvaða þingmaður he/ur lagtfram frumvarp um aðforsetaembœttið verði lagt niður? 3Hvað heitir nýráðinn landsliðsþjálfari t handbolta? Svörin eru á bls. 50 skipafebðir Frá því um mánaðamót hafa sex rússnesk herskip og her- þotur haldið sig skammt utan 12 sjómílna landhelgi á svæðinu skammt frá Digranesgrunni. Sum skipanna eru nokkuð stór, eða yfir 20 þúsund tonn. Tómas Orri Ragnarsson, sendi- ráðsritari á varnarskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir að yfirvöld hér hafi vitað af ferðum rússneska heraflans og að bæði Landhelgis- gæslan og varnarliðið hafi fylgst með ferðum skipanna. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað skipin eru að vilja þarna, en teljum líklegt að ferðir þeirra tengist æfingu sem Rússar og Bandaríkjamenn héldu RUSSNESKT HERSKIP Landhelgisgæslan myndaði rússnesku herskipin sem fóru upp að 12 sjómdna landhelg- inni nærri Digranesgrunni I eftirlitsflugi 29. september slðastliðin. sameiginlega í fyrsta sinn í Norður- sjó dagana 28. september til 4. eða 5. október," sagði hann og bætti við að allur gangur væri á því hvort hermálayfirvöld annarra ríkja létu vita af herskipaferðum á alþjóðlegu hafsvæði eins og þarna væri um að ræða. „Þau gætu hafa verið að bíða eftir að fleiri skip skili sér frá æf- ingunum og ætlað að verða þeim samferða," gat hann sér til. ÓKÁ Flugskeyti lentu í brúðkaupsveislu: Brúðgumi lést í árás írak, ap Sautján manns létust og ellefu særðust í loftárás banda- ríska hersins í Falluja í írak. Sprengjur Bandaríkjamanna lentu í miðri brúðkaupsveislu. Brúðguminn lést og brúðurin særðist illa. Bandaríski herinn hafði heim- ildir fyrir því að á svæðinu væru liðsmenn hryðjuverkaforingjans Abu Musab al-Zarqawi, en ekki hefur verið staðfest hvort einhver þeirra lést í árásinni. Nokkur börn létust hins vegar í henni og níu konur. ■ Forsætisráðuneytið: Bolli ráðu- neytisstjóri STIÓrnmál Forsætisráðherra hefur skipað Bolla Þór Bollason ráðu- neytisstjóra forsætisráðuneytis- ins. Staðan var ekki aug- lýst heldur er Bolli skipaður með vísan til ákvæða laga um réttindi og skyldur opin- berra starfs- bolli þór manna um til- bollason færslu í starfi Ráðuneytisstjórastarfið Bolli Þór var ekki auglýst. hefur fram að þessu verið yfir- maður efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins. Þá hefur Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra, verið skipaður í einkavæðingar- nefnd. As Bensínverðið er að sliga heimilin Bensínverðið er að sliga heimilin, segir Runólfur Olafsson, fram- kvæmdastjóri FIB. Samkvæmt útreikningum félagsins hefur verðið hækkað um meira en 16 prósent á tæplega tveimur árum. BEN5ÍNVERÐ Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með mikl- um þunga. „Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu,“ sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði ver- á Hótel Sögu frá 1 9. nóvember ið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verð- hækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðslu- ríkjunum. Hins vegar hefði iðn- væðing þróunarríkjanna í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hærri virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin sam- keppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagning- ar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá olíufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagn- ingu. „Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt,“ sagði Runólfur. „Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjöl- MEÐALVERÐ HVERS ÁRS: 1996 73,70 1997 78,03 1998 1999 78,67 2000 93,43 2001 98,09 2002 95,36 2003 98,24 2004 107,18 “TÖLUR FRA FlB BENSfNHÆKKANIR Meðalverð á bensíni hefur hækkað um rúm 16 prósent frá árinu 2002, samkvæmt upplýsingum frá FlB. skyldu. Menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttæk- ar viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við.“ Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensín- verði benti Runólfur á að í fyrri Persaflóaátökunum hefði tíma- bundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði end- urtekið sig í kringum „rauðu strik- in“ fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. „Við teljum eðlilegt að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. „Það liggur fyrir að eft- ir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts." jss@frettabladid.is 19. PACUR VERKFALLS 17 UNDANÞÁGUR ÓAFGREIDDAR Alls 17 undanþágur bíða afgreiðslu undanþágunefndar sveitarfélaga og kennara. Af þeim eru níu nýjar beiðnir. Sigurður Óli Kolbeinsson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefnd- inni, segir að óskað hafi verið eftir fundum við fulltrúa kennara alla vikuna. VETRARFRÍ í ATHUGUN Ekki hefur verið ákveðið hvort verði af fyrirhuguðu vetrarfríi í grunnskólum borgarinnar. Vetrar- frí hafa verið árleg og átti að vera 3. til 5. nóvember í ár. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri segir að til tals hafi komið að aflýsa því. Undir það tekur Stefán Jón Haf- stein, formaður Fræðsluráðs. SÆKIA Á SVEITARSTJÓRNIR Stjórnir kennarafélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa óskað eftir svörum sveitarstjórnarmanna við almennum spumingum um laun, mikilvægi menntunar fyrir börn og hvar menntun sé í röð mikil- vægra verk- efna sveitarfé- laganna.. Ólaf- ur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir einn sveitarstjórnarmann búinn að svara. Svör hans hafi ekki verið kennurum að skapi. ÞRENGIR AÐ FJÁRHAG KENNARA Kennurum er misboðið þegar sagt er að kröfugerðir þeirra séu ósann- gjamar, segir Ólafur Loftsson, for- maður Kennarafélags Reykavíkur. „Þess vegna eru menn brattir og stoltir að standa við kröfugerð sína nú í lok þriðju viku verkfalls." Kennar- ar eiga sumir í fjárhagskröggum vegna verkfallsins. Þeir fengu ein- ungis greiddar 25 til 38 þúsund krónur í stað mánaðarlauna sinna á mánudag. „Auðvitað þrengir að okk- ur kennumm. Þó er enginn grátur eða vonleysi í okkur,“ segir Olafur. gag VsðrJð- Veislukvöld 16., 23., og 30. október. 6. og 13. nóvember Róninn Róbert Nói og hyskið hans er mætt á Sögu til að segja sögu sína. Söguskemmtun með öllum helstu tónlistarperlum íslands, uppistand, grín og glens. Þriggja rétta matseðill og dansleikur verð 6.500 krónur. Leikarar: Bryndís Ásmundsdóttir, Elfa Gunnarsdóttir, Þórunn Clausen. Leikstjóri: Hera Ólafsdóttir. Súlnasalur - Sérsalir í meira en 40 ár hefur Hótel Saga staðið í fremstu röð í hótel og veitingarekstri og er þekkt fyrir fyrsta flokks veitingar og þjónustu. Að venju er boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð, hlaðið Ijúffengum kræsingum í bland við notalega þjónustu og stemningu. Súlnasalur, jólahlaðborð, skemmtun og dansleikur. Verð 6.300 krónur. Sérsalir, hópar verð 5.300 krónur. Pantið tímanlega í síma 525 9930 DÁLlTIL SÚLD OG SlÐAR RIGNING Þessi fyrirsögn lýsir horfunum fyrir vestan- vert landið i dag. Vind- ur fer heldur vaxandi af suðri vestan til á landinu þegar liður á . daginn en mun hæg- • ari vindur veröur aust- an til þar sem jafn- framt veröur nokkuð bjart lengst afdegi, einkum norðaustan * * og austan til. Hitinn er ágætur á landinu og gæti náð 2ja stafa tölum víða yfir há- daginn. Framundan . eru fremur blautir dagar án alls hama- gangsþó. Horfureru á kólnandi veðri um miðja næstu viku. íjteg Á morgun +» «. Nokkur vindur £2)t +7 ö +7>rt' +7 £lb +Bl Nokkur vindur +9 Gola Gola +9 f t Gola tt Nokkur vindu +10' d^ir .iQ ..„C, •**» +10^* Nokkur vindur austantil, hægari vestantil. Hánudagur , +/, Nokkur vindur +1 Nokkur vlndur í *« í +9 ö' .t +12 ö/ Gola +5 ** +7 Gola Nokkur vindur +8 t Í2> é * öt : £3 O +10 ** Vlðast nokkur vindur, slst norðaustan til. Kveðja, Sigurður . Ragnarssotl? veðurfræðingur Veðrið úti í heimi i dag Kaupmannahöfn 13°C léttskýjað Osló 10°C skýjað Stokkhólmur 11°C léttskýjað London 15°Cskýjaö París Prag Amsterdam Róm 16°C léttskýjað 11°C alskýjað 14°C skýjað 25°C skýjað Torrevieja Berlin NewYork Miami 29°C léttskýjað 12“C léttskýjaö 23“C alskýjað-rigning 31 “C léttskýjað Svæði þar sem búast má við talsveröri vætu eru skyggö á kortinu. Minniháttar urkoma er táknuö meö dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.