Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 12
^v\v FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUCARDAGUR Af hverju gengur þessi hrotti laus? Frakkland: Sprengja vid sendiráð FRAKKLANP. AP Tíu manns særðust þegar sprengja sprakk við sendi- ráð Indónesíu í París í Frakk- landi í gærmorgun. „Ég vona að franska ríkis- stjórnin geri allt sem hún getur til að ná ódæðismönnunum,“ sagði Susilo Bambang Yudhoyono sem mun taka við forsetaembættinu í Indónesíu síðar í mánuðinum. Sprengjunni var komið fyrir í pakka við fánastöng fyrir utan sendiráðsbygginguna. Flestir slösuðust þegar rúður brotnuðu og glerbrot skutust í allar áttir. Að sögn Dominique de Villep- AÐSTÆÐUR SKOÐAÐAR Grunur leikur á að íslamskir ötgamenn beri ábyrgð á sprengingunni. in, utanríkisráðherra Frakk- lands, er rannsókn þegar hafin á málinu. ■ Hjúkrunarfræðingur: Hefur játað 17 morð banparIkin. ap Þeim fjölgar smám saman fórnarlömbunum sem hjúkrunarfræðingurinn Charles Cullen viðurkennir að hafa myrt. Á fimmtudaginn játaði Cullen fyrir rétti að hafa myrt 78 ára gamlan mann á sjúkrahúsi í Penn- sylvaníu. Maðurinn er sautjánda fórnarlambið sem Cullen játar að hafa myrt en talið er að hann hafi drepið um fjörutíu sjúklinga á sextán árum með því að gefa þeim banvænan skammt af lyfjum. Dómsuppkvaðning í máli Cul- len verður í desember en hann á yfir höfði sér 120 ára fangelsis- dóm. ■ Geðsjúk börn í köldum kjallara Barna- og unglingageðdeildin á Dalbraut er starfrækt í röngu og óviðunandi húsnæði. Að sögn starfsfólks er aðstaðan verst í kjallara hússins, sem er kaldur, saggafullur, án loftræstingar og fullur af maurum og silfurskottum. SÝNISHORN Iðjuþjálfunin á BUGL er talandi dæmi um hvernig búið er að deildinni. Hún er á 15 fer- metra gangi í kjallara en inn af honum eru tvö lltil viðtalsherbergi. Enginn gluggi, engin loftræsting. HEILBRICPISmAL Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Lista- smiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstunda- herbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Við- kvæm viðtöl þurfa að fara fram í „skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsað- stöðu sem Barna- og unglingageð- deild Landspítala háskólasjúkra- húss býr við. Annar hluti aðstöð- unnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverj- um degi, en starfsmenn eru tæp- lega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngu- deild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. „Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi,“ sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starf- rækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfir- læknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga gluggana, þar sem rúðurn- ar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra hús- næði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeild- um fyrir börn og unglinga. í starf- inu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, at- hyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroska- röskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á al- varlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veik- ari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helm- ing, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingar- innar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geð- hjálpar. jss@frettabladid.is STAÐIÐ I STRÖNGU Þau bera hitann og þungann af starfinu, ásamt fleirum: f.v. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir, Vilborg E. Guðnadóttir deildarforstjóri legudeilda og Gísli Baldursson geðlæknir. UNGLINGADEILD Herbergi á unglingadeild eru þröng en vistleg, miðað við önnur húsakynni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.