Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 20
20 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [hlutabréf] ICEX-15 3.947 -0,21% Fjöldi viðskipta: 642 Velta: 2.224 milljónir MESTA HÆKKUN Flugleiðir 9,50% össur 6,15% Þormóður Rammi 3,51% MESTA LÆKKUN HB Grandi -3,85% Og fjarskipti -1,79% Atorka 1,64% HLUTABRÉF I ÚRVALSVfSITÖLU: Actavis 53,70 - ... Bakkavör 29,10 +0,34% ... Burðarás 15,80 -0,63% ... Atorka 6,00 -1,64% ... HB Grandi 7,50 -3,85% ... fslandsbanki 11,85 -... KB banki 502,00 -... Landsbank- inn 15,70 +1,29 ... Marel 55,40 -0,18% ... Medcare 6,45 - ... Og fjarskipti 3,84 -1,79% ... Opin kerfi 25,70 -... Samherji 13,35 - ... Straumur 10,30 - ... Össur 103,50 +6,15% vidskipti@frettabladid.is ■ nánar á visir.is Peningaskápurinn... Hækkar hraðar en Nasdaq '99 Sérfræðingar f greiningardeildum bankanna ganga nú um gólf eftir að viðskiptum lýkur dag hvern og klóra sér f hausnum yfir þeim gríðarlegu hækkun- um sem eiga sér stað á markaðinum. Fyrirtæki rjúka upp I verði og stemningin er farin að minna mjög á þá sem rfkti f kringum aldamótin. Þá var reyndar miklu rólegra yfir fslenkum mörkuðum en þeim bandarfsku. Arið 1999 hækkaði Úrvalsvísital- an um 48 prósent og árið 2000 hækkaði hún um tæplega tuttugu prósent. [ Bandarfkjunum var uppsveiflan helst á bandaríska Nasdaq- markaðinum. Sú vísitala hækk- aði um heil 85 prósent árið 1999 en lækkaði um fjörutíu prósent árið 2000. Nú virðist sem fslenskur hlutabréfamark- aður ætli að slá öll þessi met frá árinu 1999. Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 87 prósent - meira en Nasdaq hækkaði árið 1999 - og þó eru tveir og hálfur mánuður eftir af árinu. Fótur fyrir hækkun I þeirri stemningu sem ríkir á íslenska hlutabréfa- markaðnum er oft erfitt að finna ástæður fyrir stökki félaga. Þannig veldur hækkun í einu félagi umsvifalaust hækkun í öðru sem aftur veldur hækkun í þvf fyrra. Stoðtækjaframleið- andinn Össur tilkynnti um nýjan gervifót og hækkuðu bréfin mikið f kjölfarið. Til- kynningin átti ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með þvf ágæta fyrirtæki, en hækkunin kom samt. I þessu tilviki má þó segja að fótur hafi verið fyrir hækkuninni, þó gervifótur væri. MARKAÐSFRÉTTIR... Stjóm Og Vodafone hefur sam- þykkt að hækka hlutafé í fyrirtæk- inu um 45,7 milljónir að nafnvirði. Nýju hlutafé verður ráðstafað til þess að fjármagna kaup félagsins á Margmiðlun. Straumur jók f gær hlut sinn f Kögun. Fyrir viðskiptin átti Straum- ur riflega fjórtán prósent en á rúm- lega sextán prósent nú. Hagnaður bandarfska álfyrirtæk- isins Alcoa, sem byggir álver á Reyðarfirði, á þriðja ársfjórðungi nam 283 milljónum Bandarikja- dala, um tuttugu milljörðum króna. Fram kom í Vegvísi Landsbankans í gær að þetta væri í samræmi við væntingar. Talið er að Baugur hafi í hyggju að setja á markað fyrirtæki um eign- arhald á tískuvöruverslununum Oas- is, Karen Millen, Whistíes og Coast október nk. kl. 14.00 -18.00 í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Sá sem er heill vinnur Kennarar verða í kennslustofum og kynna kennslu o.fl. Fólki gefst tækifæri til að spjalla við stjórnendur um skólann og skólamál almennt. Skemmtiatriði og kaffiveitingar í boði skólans. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ r)(jára Eiríkur Jóhannsson, nýráðinn forstjóri Og Vodafone, segir starfið leggjast vel í sig. Hann heimsótti fyrirtækið í gær. „Allar breytingar gera það að verkum að maður fær fiðrildi í magann, en mér var vel tekið.“ Eiríkur kemur úr fjármálaheim- FORSTJÓRI f HEIMSÓKN Eirfkur Jó- hannsson heimsótti fyrirtækið í gær. inum, var svæðisstjóri Lands- bankans á Akureyri og síðar for- stjóri KEA og Kaldbaks. Nú tek- ur hann við fyrirtæki þar sem er markaðsdrifið. „Ég hef reynslu af því að þurfa að selja fólki vöru og þjónustu og er mjög spenntur að takast á við þetta.“ Hann segir Og Vodafone vel fjármagnað og búið til frekari landvinninga. Hann segist ekki fróður um tæknimál. „Ætli ég viti ekki álíka mikið um þau og ég vissi um mjólkurgerla þegar ég hóf störf hjá KEA.“ Hann seg- ir rekstur lúta í grundvallarat- riðum sömu lögmálum hver svo sem greinin sé. - HH deCode fær 1,7 milljarða styrk Islensk erfðagreining hefur samið við Bandarísku heil- brigðisstofnunina um rann- sóknir á erfðaþáttum smit- sjúkdóma. Fylkisstjóri Nýju- Mexíkó lýsti yfir ánægju með samninginn í gær en fylkisháskólinn tekur þátt í verkefninu. íslensk erfðagreining hefur hlot- ið 24 milljóna dala styrk frá Bandarísku heilbrigðisstofnun- inni til rannsókna á erfðafræði smitsjúkdóma. Samningur um rannsóknirnar gildir í fimm ár. Upphæðin jafngildir um 1.700 milljónir króna. Rannsóknirnar sem um ræðir eru á sviði smitsjúkdóma og arf- gengum áhættuþáttum varðandi þá. Islensk erfðagreining vinnur í samstarfi við háskólann í Nýju- Mexíkó og var samstarfið kynnt á blaðamannafundi í Santa Fe í gær. í samtali við Fréttablaðið að loknum blaðamannafundi lýsti Bill Richardson, fylkisstjóri í Nýju-Mexíkó og fyrrum orku- málaráðherra Bandaríkjanna, ánægju með samninginn. „Þetta sýnir mikilvægi erfðarannsókna og ég er mjög ánægður að Nýja- Rl STEFANSSON Forstjóri Islenskrar erfðagreiningar. Mexíkó hafi nú hafið samstarf við íslendinga. Ég vona að það verði ekki aðeins langvinnt held- ur fari vaxandi eftir því sem á líður.“ í fréttatilkynningu frá ís- lenskri erfðagreiningu segir að verkefnið felist í að leita að erfðavísum sem tengjast ónæmi fyrir berklum, aukaverkunum af völdum bólusetningar gegn bólu- sótt og næmi fyrir inflúensu og ýmsum bakteríusýkingum sem meðal annars valda lungnabólgu og heilahimnubólgu. ÞK Æfir vegna yfirtöku Bandarískur athafnamaður, Malcolm Glazer, stefnir á yfirtöku á Manchester United. Félagið er metið á um 90 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn ótt- ast að Glazer muni skaða liðið og hafa hótað að efna til borgarastyrjaldar verði af yfirtökunni. Stuðningsmenn knattspyrnuliðs- ins Manchester United eru margir hverjir æfir vegna hugsanlegrar yfirtöku bandaríska athafna- mannsins Malcolm Glazer á félaginu. Manchester United er efnað- asta knatt- spyrnufélag í heimi og jafn framt eitt þekktasta vörumerki heims. Glaz- er á nú rúmlega 19 prósenta hlut í félaginu, en United er metið á tæp- ar 700 milljónir sterlingspunda, um 90 milljarða íslenskra króna, og er nánast skuldlaust. Talið er líklegt að ef af kaupun- um verður muni Glazer kaupa hlutinn á 2,70 til 3 sterlingspund, en í gær var hluturinn skráður á 2,66 sterlingspund. Manchester United er skráð fyrirtæki í kaup- höllinni í London. Stofnað hefur verið félag áhan- genda gegn sölu United, MEC, sem hefur hótað að efna til borgara- styrjaldar verði af viðskiptunum. Fjörutíu liðsmenn MEC ruddust inn á völlinn í leik United og Birmingham City í fyrrakvöld klæddir lambhúshettum og héldu uppi borða sem á var letrað: „Ekki til sölu“. Þeir eru taldir bera ábyrgð á því að rauðri málningu var skvett á bíl eins stjórnar- manna United á mánudag, en hann hafði selt Glazer milljón hlutabréf í félaginu nýverið. Miklar vangaveltur hafa verið um kaupin í bresk- um fjölmiðlum und- anfarna daga en áhangendur," sagði talsmaðurinn. Að sögn talsmannsins eiga að- dáendur félagsins 18 prósent hlutabréfa. „Það er fólk sem mæt- ir á hvern einasta leik liðsins. Það verður að trúa því að liðið muni styrkjast við yfirtöku Glazers," sagði hann. Stuðningsmenn liðsins hafa lýst yfir óánægju sinni með fyrirætlan Glazers og telja hann ekki nægi- lega sterkan fjárhagslegan bak- hjarl fyrir félagið. Olíkt eiganda Chelsea, Roman Abramóvitsj, muni Glazer ekki hafa efni á því að dæla fjármunum til uppbyggingar liðsins, heldur sé markmið hans einungis að hagnast á kaupunum. sda@frettabladid.is Auglýst er opið hús í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sunnudaginn 10. það fékkst ekki staðfest fyrr en í gær að yfir stæðu við- ræður milli Glazers og stærstu hluthafa í United, þar á meðal tveggja íra, Magnier og McManus, sem eiga 28,9 prósenta hlut. Talsmaður Glazers sagði í við- tali við Fréttablaðið að líklegt væri að viðræðurnar stæðu yfir í allt að tvær vikur í viðbót. „Lykillinn að því að kaupin gangi í gegn er sá að Glazer vinni traust aðdáenda United. Ef Glazer mun koma með tilboð verður tryggt að áhangendur sjái sér hag í því til langsframa. Eitt af því sem Glazer ætlar sér að gera, verði af yfirtökunni, er að styrkja bönd félagsins við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.