Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 21
FRÉTTABLAÐIÐ/VU.HEIM LAUGARDAGUR 9. október 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 21 Sameining sparisjóða SPRONog SPV ætla að sameinast. Viðskipti með stofnfjárbréf voru stöðvuð vegna orðróms um samein- ingu sparisjóða. Viljayfirlýsing um sameiningu SPRON og Sparisióðs vélstjóra var undirrituð í gær. A grundvelli mats óháðra endurskoðenda verður hlut- ur SPRON 60 prósent í sameining- unni, en hlutur SPV 40 prósent. SPRON og SPV hafa verið í sitt hvorri fylkingu innan sparisjóð- anna og sameining því söguleg. Óskar Magnússon, stjórnarformað- ur SPRON, segist vonast til að flokkadráttum linni. „Þarna eru samlegðaráhrif upp á hundruð milljóna, þannig að það er mikil- vægt að þetta takist," segir Óskar. Hagnaður smærri fjármálafyrir- tækja hefur að mestu verið sprott- inn af góðæri á verðbréfamörkuð- um. Ný húsnæðislán með 4,2 pró- senta vöxtum þrýsta á um stærri einingar. „Það er mikilvægt að búa sig undir það að ekki ríki alltaf góð- æri á bréfamörkuðum," segir Ösk- ar. Viðskipti með stofnfjárbréf SPRON voru stöðvuð í gær vegna frétta um viðræður SPV og SPRON. HF verðbréf tóku að sér miðlun bréfa og segir Halldór Frið- rik Þorsteinson hjá HF verðbréfum að vegna óvissu hafi viðskipti með þau verið stöðvuð. Þau hefjist aftur á mánudag, en af þeim tíu prósent- um sem stjórn SPRON samþykkti viðskipti með var meirihluta miðl- að af MP verðbréfum. Sigurður Valtýsson hjá MP verðbréfum sagði fyrirtækið miðla þessum bréfum eins og öðrum verðbréfum og staðfesti áhuga á þeim hjá sín- um viðskiptavinum. Viðskipti með bréf SPRÓN hafa verið á genginu 5,5 sem er svipað og KB banki bauð í upphafi árs. Full stofnfjáreign gefur því um 4,5 milljónir króna í aðra hönd. hh ÓSKAR MAGNÚSSON Stjórnarformaður SPRON segir mikið hagræði af sameiningu sparisjóða og vonar að flokkadrættir innan sparisjóð- anna verði lagðir til hliðar. JÓN SIGURÐSSON Forstjóri Össurar segir að nokkur ár séu þar til sala á hinni nýju tækni verði veruleg. Ný tegund gervifótar Stoðtækjafyrirtækið Össur kynnti í vikunni að nú væru komnir í prófanir rafknúnir gervifætur gæddir gervigreind. Þetta er nýj- ung á sviði stoðtækjaframleiðslu sem Össur stendur að í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Vict- hom Human Bionics. „Það sem um er að ræða er áframhald á þessari þróun sem við höfum unnið að varðandi gervigreind og tölvustýrt hné. í samvinnu við þetta félag höfum við sett mótor í gervilöppina og það er algjör nýjung," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Óssurar. Hann segir að markaðssetning vörunnar hefjist á næsta ári en nokkur tími líði þar til sala komist á fullt skrið. „Markaðssetning mun hefjast á næsta ári. Hins veg- ar tekur þessi markaðssetning mörg ár og við förum ekki að sjá neinar alvöru-sölutölur á næstu árum. Nú þurfum við að hefja klínískar rannsóknir og koma þessu inn í endurgreiðslukerfi. Það er mikið þolinmæðisverk," segir Jón Sigurðsson. ÞK Efast um hækkctnir Greiningardeild KB banka lýsir miklum efasemdum um að raun- veruleg innistæða sé fyrir mikilli hækkun hlutabréfa á íslandi. Þetta er rætt í afkomuspá sem kom út í gær. Greiningardeild KB banka seg- ir að svo stutt sé síðan síðasta uppsveifla gekk yfir að fjárfest- um ætti að vera í fersku minni „ýmis þau ævintýri sem þeir sögðu hverjir öðrum til að rétt- læta verð fyrirtækja“. KB banki tekur einnig til skoð- unar regluverk markaða og segir mikilvægara að framfylgja sett- um reglum heldur en að setja nýj- ar. í því sambandi setur greining- ardeildin spurningarmerki við hversu litlar rekstrartekjur Fjár- málaeftirlitinu er ætlaðar á næsta ári. | Sá merkilegasti Identi-tússpenninn frá Sakura. Merkipenni með 2 odda, mjóan og breiðan. Merkir næstum allt. Hentar vel á tau, málm, gler, leirtau, gúmmi, leður og Ijósmyndir. Blekið varanlegt og vatnsþolið. 6 litir. -g/h. Dymo merkivél Handhæg og auðveld í notkun. Prentar á 3 breiddir af borðum. Getur prentað 2 línur, lárétt, lóðrétt og spegilskrift. íslenskir stafir. 7 leturgerðir. Brother P-Touch PT2420PC Snilldartæki sem er tengjanlegt við tölvu. Þú getur hannað þín eigin lógó, myndir o.fl. Forritið sem fylgir með breytir sjálfkrafa tölum í strikamerki og er tækið því um leið mjög ódýr og góður strikamerkjaprentari, t.d. fyrir lagerhús. Tækið er einnig mikið notað til að búa til addressumiða. Prentar á miða í 5 mismunandi breiddum. USB tengi. Þessi gamli góði Artline 70 - með varanlegu og vatnsþolnu bleki. Hentar á pappa, plast, járn og gler. 4 litir Á steypu Varanlegur litur sem merkir á næstum allt. T.d. hrjúfa fleti eins og steypu og dekk en einnig á frosið yfirborð. 5 litir Á húsgögn Tússpenni í mahony-,hlyns, eikar-og valhnetulit. Ætlaður til að fela rispur á húsgögnum. Merkitússpenni með varanlegu bleki. Skrifar á blauta fleti. Tilvalinn utanhúss. Skeifunni 11 Opið virka daga 10-18 Sími 533 1010 Laugardaga 10-14 GRIFFILL Tilboðin gilda út okt. eða meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.