Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 26
26 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUCARDACUR Diskó fyrir hrottalega skæruliða jSIGLlNGAH - SANDSPYftNA - BH \R rÓNl lS I H.l KUR - OVD ÖrJíJO AUMINGJA IMILUONAMÆRINGARNIR i þaö er dýrt aö vera riltur ~r f Fjórða breiðskífa rappsveitarinnar Quarashi kemur út á fimmtudag. Platan heitir Guerilla Disco og á að fá skæruliða um allan heim til að dansa. Sölvi Blöndal, höfuðpaur Quarashi, seg- ir sveitina hafa tekið miklum breytingum frá því að fyrsta plata hennar leit dagsins ljós fyrir átta árum. GRUPPIUR stuðtónlist til að dansa við þótt þeir séu hrottalegir." hins smávaxna rappara. „Það verður að viðurkennast að hann kemur með margt nýtt inn í sveit- ina. Hann hefur karakter til að þróa sveitina í nýjar og óvæntar áttir,“ segir Sölvi. Tiny minnir um margt á banda- ríska rapparann Eminem, með sína háu og skæru rödd. Sölvi tekur ekki undir það en segir báða vera góða rappara en á ólíkan hátt. „Tiny er góður rappari og það er gaman að vinna með hon- um. Hann verður ekki í neinum vandræðum með að skapa sinn eigin stíl. Hann er í raun búinn að því á þessari plötu,“ segir Sölvi. Meik og ekki meik Quarashi hefur vakið mikla at- hygli í Japan og Bandaríkjunum en Sölvi segist ekki vita hvort sveitin hafi meikað það eður ei. „Ef það er til eitthvað konsept sem heitir að meika það, þá held ég að við höfum náð miklu lengra en við höfum þorað að vona. Meika það eða meika það? Ég tel fólk vera að meika það ef það gerir plötu sem það er sátt við og er heiðarlegt við sjálft sig. Við höfum verið ótrúlega heppnir og fengið að gera marga hluti; gefið út plötur sem hafa selst í hundrað þúsundum eintaka í Bandaríkjun- um og Japan, fengið að túra um heiminn og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er mjög þakklátur fyrir það. í þessum bransa tekur maður engu sem gefnu. Ef einhver úti í heimi hrífst af tónlist eins og var á Jinx þá erum við mjög þakklátir, ef ekki vitum við að minnsta kosti að við gerðum góða plötu.“ Hugsjónin styrkur Sölvi hefur unnið talsvert við upptökustjórn fyrir aðrar sveitir, þar á meðal hina íslensku Day- sleeper og japönsku sveitina YKC, Dr. Spock og fleiri. Hann hefur einnig endurhljóðblandað lög fyrir hljómsveitir á borð við Maus og Prodigy. Spurður segist Sölvi vera til í að vinna áfram fyrir aðrar sveitir, svo framarlega sem honum líkar tónlistin. Hann segist þó aldrei munu líta á tónlist sem hverja aðra skyldu. „Hún verður að snú- ast um gott lag og góða melódíu í lok dags enda er hún ekkert ann- að. Við þyrftum að búa í tuttugu Hljómsveitin Quarashi hefur far- ið mikinn á síðustu árum. Sveitin var fyrsta rapphljómsveitin til að láta að sér kveða að einhverju viti hér á landi og hefur síðan herjað á önnur lönd, þar á meðal Bandarík- in og Japan. Guerilla Disco, fjórða breiðskífa Quarashi, kemur út á fimmtudaginn og daginn eftir mun sveitin hita upp á tónleikum fyrir Prodigy í Laugardalshöll. „Eftir hálfs árs „rökræður" meðlima sveitarinnar varð þetta niðurstaðan,“ segir Sölvi Blön- dal, höfuðpaur og trommuleikari Quarashi, um hinn óvenjulega titil plötunnar, Guerilla Disco eða Skæruliðadiskó. „Það er mjög fjölbreytt tónlist á plöt- unni, alveg frá því að vera hrottaleg tónlist til hrottalegrar stuðtónlistar. Við sáum fyrir okk- ur að skæruliðar héðan og þaðan úr heiminum myndu geta dansað við hana. Þeir þurfa líka að fá Bitlaáhrif Quarashi hefur tekið miklum breytingum frá því fyrsta plata sveitarinnar, Quarashi, kom út. í kjölfarið fylgdu Xeneizes og Jinx og nú skæruliðadiskóið. „Þetta er ný tónlist fyrir Quarashi og hún er að vissu leyti undir seventies-áhrifum; frá Bítlunum og Boston en samt með Quarashi-kraftinum. Það eru margir stflar á plötunni en hún er samt heilsteyptari en fyrri plöt- ur,“ segir Sölvi. „Ég, Ómar og Egill unnum þessa plötu mjög náið, bæði hvað varðar texta og tónlist. Það sést kannski best á lögunum tveimur sem eru komin í spilun hvað platan er fjölbreytt," segir Sölvi og á þá við hið harða rokklag Payback og lagið Stars sem jaðrar við að vera ballaða. „Það sem hefur kannski helst breyst hjá okkur eru lagasmíð- arnar. Þegar Quarashi var að byrja árið 1996 héldum við af stað án þess að vita hvað við vorum að fara að gera. Á þessari plötu leggjum við hins vegar upp með ákveðna hugmynd fyrir hvert lag, bæði í texta og tónlist, og viljum sjá pælinguna verða að veruleika. Við hentum mörgum lögum sem pössuðu ekki inn á plötuna. Þetta var mjög „intense" upptaka og ég held að það heyrist vel á plötunni ásamt krafti Quarashi.“ Trommuleikarinn segir að hann hafi ekki viljað gera fleiri lög í anda Stick'em up þegar að gerð Guerilla Disco kom en lagið hefur verið eitt aðalsmerki sveit- arinnar. „Flestar hljómsveitir sem ganga vel eiga ákveðið aðallag. Forsendan fyrir því að Quarashi QUARASHI Meðlimir Quarashi eru nú fjórir, þeir Sölvi Blöndal, Egill Ólafur Thorarensen, Ómar örn Hauksson og Steinar Orri Fjeldsted. Steinar var ekki viðlátinn þegar myndin var tekin. eigi framhaldslíf er að sveitin brjótist út úr sínu gamla formi.” Breytt Quarashi Höskuldur Ólafsson, oftast kall- aður Hössi, var frá byrjun aðal- rappari og söngvari Quarashi. Hann söng inn á þrjár fyrstu plötur sveitarinnar en sagði skilið við hana þegar hann sneri sér að íslenskunámi við Háskóla íslands. Sölvi segir það að vissu leyti hafa verið erfitt að missa Hössa. „Það hefur alltaf verið vilji allra í sveit- inni að menn geri það sem gerir þá glaða. Við höfum alltaf haft það Ómar Swarez Ómar Örn Hauksson gekk til liðs við Quarashi árið 2000 og á stóran þátt í nýju plötunni. milljóna landi svo ég gæti farið að líta á þetta sem hverja aðra vinnu,“ segir Sölvi, sem hefur þó náð að lifa ágætlega af tónlistinni. „Ég held í raun að í íslenskri list verði fólk að hafa hugsjónina að vopni. Annað er ekki hægt og að lokum verður það styrkur manns, hvort sem maður fer síðan út eða ekki.” Plötusamningur í Japan Platan Guerilla Disco kemur út sem áður segir á fimmtudaginn. Daginn eftir hitar Quarashi upp fyrir Prodigy og svo tekur Icelandic Airwaves við. Eftir ára- mót er þó líklegt að sveitin fari út fyrir landsteinana í tónleikaferða- lag. „Ég veit ekki alveg hvert við förum en það kemur bara í ljós. Við erum búnir með plötuna og nú verðum við að hvfla hugann og kynna hana. Ég ætla að segja sem minnst en ef eitthvað gerist þá 1 átum við það gerast. Það eru bara vanvitar sem eru með yfirlýsing- ar við blaðamenn þegar ekkert er komið í kassann. Svoleiðis fólk kemur og fer á fimm sekúndum," segir Sölvi hlæjandi en er þó fús til að lýsa verðandi samningi við Sony-útgáfufyrirtækið í Japan. „Við erum að leggja lokahönd á samning við Sony fyrir Guerilla Disco og það þyrfti loftsteinn að sökkva Japan ef af honum ætti ekki að verða. En maður veit samt aldrei." Sölvi Blöndal Hann segir sveitina hafa tekið miklum breytingum frá þvl fyrsta platan kom út. í LEIT AÐ ÞJOÐ RÁÐUMST Á GARÐ HANN ER LÆGS Nýjar áttir í stað Hössa kom Egill Ólafur Thorarensen, oftast nefndur Tiny. Sölvi er afar ánægður með komu Að sögn Sölva hefur Tiny karakter til að þróa sveitina I nýjar og óvæntar áttir. þema í Quarashi að við erum ekki að þessu út af peningum eða öðrum bransa. Höskuldur vildi halda á ný mið og mennta sig. Það var gert í fullkominni sátt milli allra og allir sáttir," segir Sölvi. „Ég og Hössi sömdum mörg lög saman, sérstak- lega á Jinx. En svona er gangur lífsins. Fólk vinnur saman og síðan fer það í skóla eða að gera eitthvað annað. Það er samt allt í góðu með það. Quarashi er sjálfstæð eining sem hefur eigið líf.“ Spurður hvort Höskuldur snúi aftur i sveitina sagði Sölvi: „Það var mjög gaman að vinna með Hössa en sá tími er liðinn. Quaras- hi er farin í aðra átt.“ kristjan@frettabladid.is Tiny , HVAR ERU ÞEIR NÚ? M3UKIMAÐURINN bka> -Helgl er kominn með pfu ó rúntlnn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.