Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. október 2004 dllt 3 Veturinn nálgast: Nauðsynlegt í bílinn Rúðuskafan ómissandi Kaldar naetur kalla fram hrím á rúður og því er rúðuskafan algert þarfaþing. Vísakortið verður fljótt lúið og er auk þess heldur afkasta- lítið verkfæri þegar ráð- ast skal gegn alhrímuð- um gluggum. Ekki er verra að eiga tvær sköfur, aðra litla í hurð- arhólfinu og hina með skafti og bursta sem getur geymst undir framsætinu. Hrein þurrkublöð Þurrkublöðin eru mikilvæg öryggistæki og í haust- hretum er áríðandi að hafa þau í lagi, svo eitthvað sjá- ist út. Ef blöðin eru orðin slitin er tímabært að skipta en annars er nóg að hreinsa þau með því að væta tusku í ísvara og þvo af þeim tjöruna. Mælum frostlöginn Kælivökvinn á vatnskassanum er eitt af því sem þarf að at- huga. Sjálfsagt er að fara með bílinn á bensínstöð eða verkstæði og láta mæla hversu mikið frost hann þolir og að sjálfsögðu bæta ; frostlegi á ef þörf krefur svo kerfið springi nú ekki þegar kuldinn nístir. Lásaspreyið innanhús Fátt er ergilegra en þegar bíllæsingin er frosin að morgni dags og allir að verða of seinir. Vissara er að hafa lásasprey tiltækt! verkfæraskúffu inni eða í veskinu því ekki gagnast það innilokað í bílnum þegar hann lætur ekki opnast. Spreyið gerir kraftaverk. ísvari í rúðupissið Nauðsynlegt er að nota ísvara í rúðu- pissið í frostinu og hafa blönduna góða svo vökvinn frjósi ekki um leið og hann snertir ískalda rúð- una. Bónið ver Þegar saltausturinn byrjar á göturnar mæðir mikið á lakkinu en bón ver lakkið skemmdum og hrindir frá sér slabbinu. gun@frettabladid.is Óheppinn ökumaður: Bíll festist á 190 km hraða Tæplega þrítugur Frakki varð á dögunum fyrir þeirri martraðar- kenndu reynslu að hraðastillirinn (cruiscontrolið) í bílnum hans festist á 190 km hraða. Ofsaakst- ur mannsins hófst þegar hann var að fara fram úr vörubíl á hrað- braut. Þegar hann ætlaði að draga úr hraðanum eftir framúrakstur- inn gat hann það ekki. Þess í stað hélt hraðinn áfram að aukast þar til hraðastillirinn festist í 190 km hraða. Ökumaðurinn segist hafa reynt að vara aðra bflstjóra við með því að blikka ljósum. Hann reyndi svo að stöðva bifreiðina með því að draga út lykilspjaldið en án árangurs. Þá hafði ökumað- urinn samband við lögreglu og bað um aðstoð. Lögreglan greiddi leið ökumanns og farartækisins stjórnlausa með tilkynningum á vegskiltum og gegnum útvarp um hraðaaksturinn. Ökumanninum tókst loks að stöðva bifreiðina og þá með því að stíga bremsuna af öllu afli. ■ [ TRYLLITÆKl VIKUNNAR ] Toyota Hilux Doublecab Tryllitæki vikunnar er Toyota Hilux Doublecamp árgerð 1990. Bíllinn er smíðaður upp úr tveimur Hilux-bílum, X-Cab og Doublecab, en svo hefur eigandinn, Torfi Birkir Jóhannsson, tínt úr fleiri bílum. Driflæsingar að framan og aftan eru upprunalegar Toyota-raf- magnslæsingar sem búið er að setja á lofttjakka. Bílnum er breytt fyrir 44 tommu dekk. Grindin er upprunalega X-Cap með klafafjöðrum að framan en búið er að hreinsa klafafjaðrirnar burtu og setja hásingu í staðinn. Búið er að setja loftpúðafjöðrun ! bilinn all- an hringinn og hægt er að hækka og lækka bílinn um 25 cm með loftpúð- unum. Mótorinn er 2,8 lítra Toyota- motor með túrbínu og intercooler. Bætt hefur verið við low gear - extra lágum gír svo bíllinn drífi betur í snjó. Bíllinn var allur sprautaður og bretta- kantarnir eru sérsmíðaðir af Torfa og félaga hans. Bíllinn er eitthvað yfir 120 hestöfl og sannkallaður fjallabíll. Nýr Mitsubishi Colt var frumsýndur í sumar. Bíll ársins í Danmörku: Mitsubishi Colt Félag danskra bílablaðamanna hefur valið Mitsubishi Colt bíl ársins í Danmörku árið 2005. Colt- inn fékk 182 stig af þeim 625 sem í pottinum voru. í öðru sæti var Skoda Octavia með 142 stig, í þriðja sæti Renault Modus með 113 stig, Peugeot 407 var í fjórða sæti með 108 stig og Kia Picanto var í fimmta sæti 80 stig. Þetta er í 25. sinn sem danskir bflablaða- menn velja bfl ársins en Mazda 3 fékk titilinn árið 2004. 15. október verður tilkynnt hvaða bfll er bíll ársins að mati íslenskra bflablaðamanna. ■ Heimsækið www.sjonarholl. is Gleraugnaverslunin Sjónarhóll Hafharfirði S. 565-5970 P R Ó U M lVlest B í L A seldi RENAULT ICanGOO ■^fxpaass seridibillirm í nýrri og enn betri útgáfiu Kangoo Express 1400 5 dyra - beinskiptur Kr. 1.228.916 kr. ónvsK. Við greiðum að sjdlfsögðu dt gamla atvinnubflinn ef þú skiptir ífjdrmögnunarleigu Fjdrmögnunarleiga kr. 23.400 með vsk. kr. 18.795 án vsk. •^•Sjálfsskiptur eöa beinskiptur • Kraftmikill • Sparneytinn • Afar rúmgóöur • Renault öiyggi •H-Gíraffalúga • Flutningsgeta 625 kg ♦Niðurfellanlegt framsæti • Einnig meö allt aö 800 kg flutningsgetu •#-Fáanlegur í glæsilegri 4x4 útgáfu Kr. 18.795 ÓL mdnuði og bíllinn er þinn í lok samningsins* ATVINNUBÍLAR FY Rl RTÆKJ AÞJ Ó N USTA Með allt d einum stað * Fjármögnunarleiga á Kangoo Express, 1400 5 dyra, beinksiptur m.v. 5 ára lán í erlendri myntkörfu meö 20% útborgun, eöa kr. 306.000 m/vsk - 245.783 án/vsk. B&L Atvinnubílar • Grjóthálsi 1 • Sfmi 575 1200 • Söluráðgjafar 575 1224/25 • www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.